blaðið - 28.10.2006, Page 24

blaðið - 28.10.2006, Page 24
24 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaðið Egill Ólafsson sendi nýlega frá sér geisla- diskinn Miskunn dal- fiska þar sem hann syngur eigin lög við eigin texta. Hann hefur einnig gefið út fyrstu ljóðabók sína. Hún ber titilinn Kysstu kysstu steininn og textinn er bæði á íslensku og þýsku en Claudia J Koestler sá um þýsku þýðinguna. „Ég hef verið að yrkja lengi, frá því ég gat dregið til stafs. Fram að þessu hafa þetta verið skrif fyrir skúffuna,“ segir Egill. „Mun- urinn á því að yrkja ljóð og skrifa söngtexta er að í seinna tilvikinu fæðist lagið yfirleitt fyrst og síðan textinn. Stemningin og formið á lag- inu sjálfu kallar eftir orðunum og því er gjarnan málið að fylla inn í það form. Ljóðið er orð sem maður setur á hvíta örk. Ég tek samt eftir því að ljóðatextinn minn er yfirleitt sönghæfur. Sennilega stafar það af því að ég hugsa taktbundið.“ Um hvað eru Ijóðinþin? „Allt milli himins og jarðar. Oftar en ekki eru þetta samræður við sjálfan mig, heimspekilegar vanga- veltur þar sem taóismi krælir á sér og eitthvað er um kaldhæðnislega orðaleiki." Yrkirðu ekkert um ástina? „Jú, svo er hún þarna líka. Ástin er uppistaðan í lífinu. Drifkraftur- inn. Stóra aflið. Inntakið í lífi hvers og eins er að elska og vera elskaður. Allir menn vakna til þess og sofna frá því.“ Er ástin það fallegasta sem til er? „Ég get tekið undir að hún sé það fallegasta sem til er en um leið er hún það erfiðasta sem menn glíma við. Ástin er stöðugt áleitin. Hún er sífellt að krefja menn um afstöðu, uppgjör, framhald og ræktarsemi. Hún er krefjandi eins og sjálft lífið, hún er lífið og í beinu framhaldi kemur svo listin.“ Listin er leiðarvísir Hvert er mikilvœgi listarinnar í þínum huga? „Ég held að allir menn hugsi stöð- ugt um hlutskipti sitt í lífinu og hvernig þeir hagi lífi sínu best og fylli það merkingu fyrir sjálfa sig og aðra. Ég held að ekkert sé jafn læknandi og nærandi og listin þegar kemur að þessum mikilvægu spurningum. Við förum í leikhús, speglum okkur í því lífi sem við sjáum lifna á sviðinu og hefjum um leið samræður við okkur sjálf, sem oftar en ekki eru um þessar stóru spurningar. Það sama gerist þegar við stöndum frammi fyrir myndlist sem hreyfir við okkur, við upplifum okkur sjálf á nýjan hátt, sjáum okkur sjálf í öðru ljósi þegar best lætur og eigum því betur með að átta okkur á eigin lifi. Við speglum okkur í listinni, fáum oftast svör og það sem er mikilvægast, við þjálf- umst í því að ræða við okkur sjálf um hvernig lífið geti orðið betra, það er viðræða sem er öllum sið- menntuðum mönnum í siðmennt- uðum samfélögum lífsnauðsynleg. „Ástin er stöðugt áleitin. Hún er sífellt að krefja menn um afstöðu, uppgjör, framhald og ræktarsemi. Hiín er krefjandi eins og sjálft lífið, hún er lífið og í beinu framhaldi kemur svo listin. Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Greiðslukjör í allt að 36 mánuði §Gleraugað Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is (visa/euro) Engin útborgun

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.