blaðið - 28.10.2006, Side 36

blaðið - 28.10.2006, Side 36
• 3 6 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 blaðiA B Tilveran tilveran@bladid.net Ertu flökkukind? Flestum finnst gaman að ferðast, hvort heldur sem er Innanlands eða til útlanda. Fólk lítur á þaö sem tækifærl til að brjótast úr viðjum hins hversdagslega og upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Ferðalögin eru auk þess nýtt til frekari samskipta við fjölskyldu, eitthvað sem lítill tími gefsttil í annríki vinnu og heimilisverka. Sumir eru nánast - háðir ferðalögum og verða að fara eitthvað sem oftast. Út- landið heillar þá og helst vilja þeir fara til útlanda mörgum sinnum á ári, aö ógleymdum skemmtilegum ferðum innan- lands. Hvað með þig, ert þú flökkukind? 1. ÞÚ ERT NÝKOMIN(N) ÚR GÓÐRI UTANLANDSFERÐ, ERT ÞREYTT(UR) EN HAMINGJUSÖM/SAMUR. HVAÐ LÍÐUR LANGUR TÍMI ÞAR TIL ÞIG LANGAR AFTUR TIL ÚTLANDA? a) Það líða nokkrir mánuðir. b) Yfirleitt þegar ég er á leið heim frá Keflavíkurflugvelli. c) Ég vil helst ekki koma heim. d) Það líður að minnsta kosti ár þar til mig langar aftur út. 2. HVERNIG LÍÐUR ÞÉR HEIMA HJÁ ÞÉR? a) Mér líður vel þar en það þarf alltaf eitthvað að gera þar. b) Langbest. Ég vil helst ekki fara þaðan. c) Mjög vel. d) Vel en ég sakna þess lítið þegar ég er í burtu. 3. HVE OFT FERÐU f FERÐALÖG, INNANLANDS EÐA UTAN? a) Ég fer kannski í eina útilegu á ári eða svo. En sjaldnar til útlanda. b) Ég fer í nokkur ferðalög innanlands á ári og reyni að fara til útlanda að minnsta kosti þrisvar sinnum. c) Ég fer til útlanda tvisvar á ári en oftar í ferðalög innanlands. d) Ég ferðast nokkrum sinnum á ári, innanlands og utanlands. 4. HVERNIG FJÁRMAGNARÐU FERÐIR ÞÍNAR? a) Yfirleitt bara með kreditkorti sem ég borga svo til baka þegar ég get. b) Ég reyni alltaf að eiga pening fyrir farinu og hótelinu. Eyðslan fer svo á kreditkortið. c) Ég ferðast ekki nema ég hafi efni á því. d) Því miður neyðist ég oftast til að nota kreditkort. 5. HVAR LÍÐUR ÞÉR BEST? a) Á flakki, að versla og skemmta mér. b) Með góðum félögum og fjölskyldu minni. Staðurinn skiptir ekki máli. c) Ég vil helst annaðhvort vera á ferðalagi, á leiðinni í ferðalag eða að skipuleggja ferðalag. d) Heima hjá mér í faðmi fjölskyldu. 6. ERTU MEÐ YFiRVIGT ÞEGAR ÞÚ KEMUR HEIM ÚR FERÐALAGI? a) Ég reyni að forðast það. b) Nei, af hverju ætti ég að vera með það? c) Já, því miður. d) Já, í nánast hverri einustu ferð. Mér finnst svo gaman að versla. 7. HVAÐ VAR STYSTA FERÐ ÞÍN TIL ÚTLANDA? a) Dagsferð. b) Helgarferð. c) Vikuferð. d) 3-4 dagar. 8. TIL HVERS FERÐASTU? a) Til að kynnast fleiri löndum. b) Því það er skemmtilegt og fróðlegt. c) Ég veit það ekki, ég fæ bara eitthvað út úr því. d) Það er ótrúlega gaman og oft er hægt að gera góð kaup. Teldu saman stigin: 1. a)2 b)3 C)4 d)l 2. a)3 b)1 c) 2 d)4 3. a) 1 b) 4 c) 3 d) 2 4. a)4 b)2 c)1 d)3 5. a)3 b) 2 C) 4 d)1 6. a) 2 b)1 c)3 d) 4 7. a) 4 b) 3 c) 2 d) 1 8. a) 1 b)2 C) 4 d) 3 0-10 stig: Þaö er deginum Ijósara að þú kannt best við þig heima hjá þér þar sem þú veist hvar allt er og við hverju er að búast. Það er ánægjulegt að líða vel heima hjá sér en stundum getur heimilið orðið að nokkurs konar fangelsi öryggisins. Það er gott að finna til öryggis en það er líka nauðsynlegt að finna einstaka sinnum til óöryggis, þó ekki væri nema til aö vinna bug á því. Haltu áfram að njóta þess að vera heima hjá þér en læröu lika að njóta þess að ferðast einstaka sinnum. Með nýju umhverfi fæðast nýjar víddir og hugmyndir. 11-17 stig: Þú kannt bæði vel við þig heima hjá þér og þú hefur ánægju af því að ferðast. Það lítur þvl út fyrir að þú hafir fundið hinn gullna meðalveg sem er svo vandrataður. Þú passar llka upp á að eiga fyrir ferðalðgum þinum og leggur ekki af stað fyrr en allt ertilbúið og skipulagt. Það má alveg stökkva af stað stundum, óundirbú- in(n) og með kreditkortið eitt að vopni. Hver veit nema það gæti orðið skemmtilegt eða óvenjulegt ferðalag, þrátt fyrir að vera óllkt þlnum fyrri ferða- lögum. 18-24 stig: Þú hefur gaman af þvl að ferðast og gripur hvert tækifæri sem gefst til þess að stökkva I flugvélina, I lestina eða I bllinn. Þú lætur hvorki kostnað, vinnu né annað stoppa þig þegar þú ert ákveöin(n) hvert skal fara. Ákvörðunarstaöurinn skiptir ekki alltaf máli heldur frekar það að vera á ferðinni. Það er gott og blessað en þú þyrftir kannski að njóta þess að vera heima hjá þér annað slagið. Lífið þarf ekki að vera þrungið spennu og llfi til að vera skemmtilegt. 25-32 stig: Það er vægt til orða tekið að kalla þig flökkukind því þú ert það og meira til. Þú vilt helst alltaf vera að ferðast. Nú er þetta er jafnvel farið að hafa áhrif á llf þitt og starf. Það finnst öllum skemmtilegt að ferð- ast en þetta má ekki verða að þráhyggju. Skoðaöu ástæður þfnar fyrir þvi að ferðast, getur verið að þú sért að reyna að forðast einhvern veruleika heima við eða kannski hversdaginn sjálfan? Hversdagslegt Iff getur vissulega orðið hefbundið og leiðinlegt en á sama tíma er það nauðsynlegt. Ferðalögin verða svo miklu skemmtilegri ef þau eru tilbreyting I stað þess að vera enn eitt ferðalagið. BaseCamp auglysir, fyrir hönd Rikisutvarpsins-Sjonvarps, eftir lögum til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007. Þátttökueyðublað og reglur keppninnar er að finna á heimasíðu Ríkisútvarpsins www.ruv.is/songvakeppnin og á heimasíðu BaseCamp www.basecamp.is Höfundar skili lögum til BaseCamp, Nethyl 2a, 110 Reykjavík, eigi síðar en 16. nóvember 2006. Nanari upplysingar veittar hjá BaseCamp í síma 5 610 610 eða í vefpósti info@basecamp.is HBaseCamp SJONVARPIÐ

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.