blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 1
232. tölublað 2. árgangur ■ FOLK íslenskumenn hafa áhyggjur af þróun íslenskrar tungu og Ari Páll Kristinsson er einn af þeim I SÍÐA 32 ■ KOLLA OG KULTURINN Eyjólfur Ejólfsson lifði klausturslífi í söngnámi í London en er kominn heim I SfÐA 34 fímmtudagur 16. nóvember 2006 Faðir strokufangans frá Litla-Hrauni: Sonurinn ekki hættulegur ■ Gæti verið varasamur lögreglunni ■ Kýldi mann í ágúst fyrir tveimur árum Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net „Hann er ekki ofbeldishneigður og ekki vara- samur venjulegu fólki,“ segir Guðmundur Gísli Björnsson, faðir strokufangans Ivars Smára Guð- mundssonar. ívar á að baki langan afbrotaferil. „Kannski er hann varasamur lögreglunni,“ segir Guðmundur. ívar strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn þegar átti að flytja hann á Litla- Hraun. Þar afplánar hann tuttugu mánaða dóm fyrir fíkniefnamismferli. Tókst honum að rífa sig lausan frá fangaflutningsmönnum og hlaupa í burtu án þess að þeir næðu að bregðast við. Lögreglan lýsti fljótlega eftir ívari og í tilkynn- ingu lögreglunnar frá því á þriðjudaginn segir meðal annars að ástæða sé til að ætla að ívar geti verið varasamur. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá lögreglunni í Reykjavík um hvað gerði ívar varasaman. Vísaði lögreglan til þess að ofbeldi og fíkniefni ætti oft samleið. Guðmundur segist ekki kannast við ofbeld- ishneigð í syni sínum og undrast að lögreglan skuli telja hann varasaman. Hann tekur þó undir með lögreglunni að sumu leyti. „Þegar menn eru i fíkniefnaneyslu þá getur ýmislegt gerst.“ ívar hefur einu sinni hlotið dóm vegna líkams- árásar. Hann sló karlmann tvisvar í andlitið í Lækjargötu í Reykjavík í ágúst 2004. Hlaut sá skrámur. ívar játaði brot sitt fyrir dómi. Sjá einnig síðu 6 Blóðskortur í bankanum „Ég lenti í slysi þegar ég var ungur og þurfti þá á blóðgjöf að halda. Eftir það hef ég gefið blóö reglulega," segir Guðmundur G. Guðmundsson blóðgjafi. (gær gaf Guðmundur blóð í 47. skiptl og hefur því gefið um lítrann á ævi sinni. Alls gáfu rúmlega 230 blóð í Blóðbankanum í gær. Blóðbirgðirnar voru hættulega litlar. ÍÞBÓTTIR » síða 38 Þrjú lið í sérflokki FH, Valur og KR eru í sérflokki þegar kemur að því að lokka til sín leikmenn. Önnur lið geta vart keppt við þau. VEÐUR Kalt og hvessir Áfram verður kalt og bjart veður. Vindurinn eykst og verður norðaustan 18 til 23 metrar á sekúndu suðaust- antil. 2 til 15 stiga frost. HEIMILI OG HONNUN Fallegir hlutir fyrir heimilið í tólf síðna aukablaði í dag Veldu 5 stjörnu öryggi lífsins vegna! MEGANE Renault Laguna II 2.0L Nýskr. 07.2005, 5 dyra, ssk., ekinn 19 þ Verð kr. 2.490.000 Renault Laguna II Nýskr. 05.2003, 5 dyra, bsk., ekinn 55 þ Verð kr. 1.730.000 Renault Megane II Nýskr. 03.2003, 5 dyra, ssk., ekinn 76 þ Verð kr. 1.280.000 Renault Megane II Nýskr. 06.2005, 3 dyra, þsk., ekinn 14 þ Verð kr. 1.780.000 ^575 1230,

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.