blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaöið Frá Bollywood til Nollywood í Bollywood á Indlandi er ekki lengur framleitt mest af kvikmyndum í heiminum á ári. Nú fer heiðurinn til Nollywood í Nígeríu en þar eru nú framleiddar um 1500 myndir á ári hverju. Það merkilega við það er að fyrir fáeinum árum voru engar myndir framleiddar í landinu. ði gerður Daniel Craig Mörgum finnst leikarinn of Ijós- hærdur í htutverk Bonds. Ný mynd eftir sögu Philips K. Dick Dóp og ofsóknaræði Skáldsögur og þó einkum smásögur Phiiips K. Dick hafa verið vinsælt efni í kvikmyndir þó það hafi stundum vafist fyrir mönnum hvernig ætti að koma þeim á stóra tjaldið. Sú var raunin með A Scanner Darkiy sem Richard Linkl- ater hefur sent frá sér í eftirtektarverðri útgáfu. Hann er þó ekki fyrsti maðurinn til að reyna þaö því Terry Gilliam ætlaði á sínum tíma að mynda söguna en gafst upp á því. Þó frægir leikarar séu í stærstu hlut- verkum eru þeir ekki eins og þeir eiga að sér að vera. Myndin er ieikin en með teiknimyndabrag og því ólík flestum öðrum kvikmyndum að þvi leytinu tii. Hér er stigið skrefinu lengra en f Sin City þar sem umhverfið var teiknimynd en leikararnir kvikmyndaðir. Þetta virð- ist mælast vel fyrir því myndin fær 7,4 f meðaleinkunn hjá notendum IMDB.com. Myndin fjallar um baráttu yfirvalda gegn eiturlyfjum. Keanu Reeves leikur lögreglumann í dulargervi sem fenginn er til að njósna um vini sína, leikna af Robert Downey Jr., Woody Harrelson, Winona Ryder og Rory Cochrane. Sagan flækist þó fljótt þegar hann á að fara að njósna um sjálfan sig og verður ofsóknaræði að bráð. Blade Runner Confession d’un Barjo Impostor Paycheck Screamers Total Recall Heimsfrumsýning á nýju Bond- kvikmyndinni Casino Royale verður annað kvöld og bíða eflaust margir spenntir eftir því að sjá hvernig Dani- el Craig tekst til í hlutverki njósnar- ans knáa. Myndin verður sú 21. í röð- inni og er því óhætt að segja að ekki hafi aðrar kvikmyndapersónur orðið jafn langlífar og Bond er orðinn. Á tökustöðum stórra mynda ger- ist ýmislegt fróðlegt og er það engin undantekning að þessu sinni. 1 •Travolta sem Bond Sögur herma að leikaranum John Travolta hafi boðist hlutverk 007 upp- haflega en að hann hafi hafnað því. Sumir segja þó að það hafi verið Tra- volta sjálfur sem hafi haldið þessum sögum á lofti og að framleiðendurnir hafi alls ekki ætlað sér að fá hann í hlutverkið. Leikarinn var ekki sá eini sem var hafður í huga enda komu einnig Colin Farrell, Clive Owen og Jude Law til greina. Hnossið hreppti þó hinn 38 ára gamli Englendingur Daniel Craig og segja framleiðendur að hann hafi verið þeirra fyrsta val. í hlutverk Bond-stúlknanna frægu Bond-stúlkurnar Þær Eva Green og Catrina Murino leika hinar fríöu Bond-stúlkur. var fyrst leitað til þeirra Angelinu Jo- lie, Charlize Theron og Jessicu Alba en þær höfnuðu allar hlutverkunum og því voru það hinar minna þekktu Eva Green og Caterina Murino sem hrepptu hlutverkin. 2. Hugsaði sig tvisvar um Nýjasti Bondinn, Daniel Craig, hugsaði sig tvisvar um áður en hann þáði hlutverkið þar sem hann óttaðist að það myndi hafa slæm áhrif á feril hans sem leikara í framtíðinni. Hann hefur nú viðurkennt að það sem hafi fengið hann til þess að skipta um skoðun voru þeir miklu peningar sem honum buðust fyrir leik sinn en hann mun fá tæpar 200 milljónir fýr- ir fyrstu myndina. Fyrir næstu mynd sem er fyrirhuguð 2008 mun Craig fá um 380 milljónir og ef hann heldur hlutverkinu fyrir fjórðu myndina fær hann um 500 milljónir króna. 3* Óánægðir aðdáendur Aðdáendur James Bond eru margir og þeir hafa verið æstir alveg síðan til- kynnt var hver næsti Bond yrði. Mörg- um brá i brún að ljóshærður leikari skyldi hafa fengið hlutverkið og ein- hverjir höfðu á orði að eyru leikarans væru of stór og yrðu honum til trafala í leik sínum sem Bond. Eins fór það fyrir brjóstið á mönnum að Craig kann ekki að keyra beinskiptan bíl og átti í miklum erfiðleikum með að ná stjórn á bíl njósnarans, en Bond ekur yfirleitt um á Aston Martin. 4. Slasast viðtökur Daniel Craig leikur öll áhættuat- riðin sjálfur og slasaðist hann oftar en einu sinni við tökur. 1 fyrstu slags- málasenunni missti leikarinn tvær tennur þegar mótleikari hans sló of fast til hans. Bond-bílinn James Bond hefur oft áður ekið Aston Martin og mun halda því áfram. 5* Út með Aston Martin Bílaframleiðandinn Ford reyndi allt hvað hann gat til að fá framleið- endur myndarinnar til þess að skipta út Aston Martin og setja spæjarann á nýjan Ford-sportbíl. Forsvars- menn myndarinnar þvertóku fyrir það þrátt fyrir gífurlegar fjárhæðir sem þeim buðust fyrir það. Þó var ákveðið að taka upp bílaeltingaleik á Bahamaeyjum sem var sérstaklega fyrir Ford en þar ekur njósnarinn Mondeo. 6. Hættur að reykja James Bond er hættur að reykja. Forsvarsmenn myndarinnar ákváðu að láta 007 vera reyklausan þar sem þeir vildu ekki að hann væri slæm fyrirmynd. Daniel Craig sagði þó í viðtali að þó að hann hefði ekkert á móti þessari breytingu þá furðaði hann sig á því að mega skjóta höfuð- ið af næsta manni en hann mætti ekki kveikja sér í rettu. 7 • Vel skapaður Mótleikkonur Daniels Craigs urðu víst ekki fyrir vonbrigðum með manninn en báðar Bond-stúlkurn- ar sögðu að hann væri að öllum lík- indum frábær elskhugi eftir að hafa tekið upp ástríðufull atriði með hon- um. Eins lét leikkonan virta Dame Judi Dench þau orð falla um hinn nýja Bond að hann væri óvenju vel af guði gerður fyrir neðan mitti en hún sá hann skipta um föt á tökustað og greip víst andann á lofti. Dame Judi Dench Leikkonan rak upp stór augu þegar hún sá Daniel Craig afklæðast. ^vjeitingastadir.is Allir veitingastaðir á íslandi á sama stað! \WyvW.restaurants.is Veitingastadir.is og Restaurants.is innihalda upplýsingar um nær alla veitingastaði á íslandi. Öflug leitarvél gerir notendum kleift að leita á þægilegan og fljótlegan hátt eftir tegund staðar, matargerð, póstnúmeri, verði og ýmsum aukavalkostum. Hægt er að gefa veitingastöðum einkunn og álit. Fjöldi mataruppskrifta er á vefnum og hægt er að skrá sig á póstlista og eiga þess kost að vinna gjafabréf á glæsilega veitingastaði. Uppskriftir Álitskerfi Póstlisti Öflug leitarvél Gjafabréfaleikur Tilboð NETIÐ ■ martcaðs og rokstrarréðgjól www.netid.is ÐACOÐA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.