blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 bla6iö UTAN ÚR HEIMI fJLYAKÍtLVWin Nauðganir fari í almennan refsirétt Neðri deild þakistanska þingsins samþykkti í gær að refsingar við nauðgunum yrðu felldar undir almennan refsirétt. Með þessari ákvörðun hafa trúardómstólar ekki lengur úrskurðarvald í nauðgunarmálum en slík skiþan mála hefur verið harðlega gagnrýnd víða um heim. Hægir á vexti Framleiðsla í kínverskum iðnaði hefur vaxið hægar á þriðja fjórð- ungi þessa árs en í tvö ár þar á undan. Þrátt fyrir samdráttinn óx framleiðslan um 14,7 prósent en hún hafði vaxið um 16,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Ástæðuna má rekja til aðgerða yfirvalda. Þau hafa hækkað vexti að undanförnu til þess að sþorna við þenslu. Sjö bankar sameinast Sjö af helstu fjárfestingarbönkum Evrópu hafa lagst á eitt til að búa til nýjan hlutabréfamarkað. Bankarnir eru Credit Suisse, Deutsche Bank og UBS ásamt bandarísku bönkunum Citigroup, Morgan Stanley, Merill Lynch og Goldman Sachs. Stolin bifreið fundin: Næst ekki í eigandann Toyota Aygo bifreið sem var stol- ið á laugardag kom í leitirnar í gær. Bifreiðin fannst yfirgefrn í Njarð- vík og reyndist hún óskemmd. Lögreglan í Keflavík er með biff eiðina í vörslu sinni en enn hefur ekki náðst í eiganda hennar og er því ekki vitað hvort einhvers sé saknað úr henni. Lögreglan rannsakar stuldinn og vill ekki gefa upp hvort ein- hverjar ábendingar hafi borist um hver hafi stolið bílnum. HITABLÁSARAR Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - slmi 461-1070 9 \ BTpOrinaI Pro Pian LIFE PLAN fHfé N U T R 1 T 1 0 N PROGRAMME ' Pro Plan fæðulínan sérsniðin fyrir hundinn þinn GARÐHEIMAR Söluaðlli: Garðheimar í Mjódd • Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík • síml 540 3300 • www.grodur.ls Ný stefna í burðarliðnum? Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, ræðir við meðlimi rannsóknar- nefndar um málefni íraks gegnum fjarfundarbúnað. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, útilokar að stjórnvöld taki tmp viðræður við Sýrlendinga og frana án þess að til meiriháttar stefnu- breytingar komi hjá stjórnvöldum ríkjanna og ítrekar að það sé engin „töfralausn” til á vandamálunum sem steðja að í írak. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem hún hélt áður en hún flaug til Víetnams til þess að sækja ráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja. Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands og helsti bandamaður George Bush, forseta Bandaríkjanna, í hinu svokallaða hnattræna stríði í kuldanum NORÐUR gegn hryðjuverkum, sagði fyrr í vik- unni að lausn á vandamálum íraka verði að finnast í víðara samhengi málefna Mið-Austurlanda. Hann hvatti til þess að áhrif írana og Sýr- lendinga verði virkjuð við lausn þeirra og sagði ennfremur að lausn á deilum Palestinumanna og ísra- Sérstakt samband Condoleezza Rice utanrfkisráðherra og Geir H. Haarde, forsætisráðherra í Washing- ton á dögunum. ela væri lykill að bættu ástandi fyrir botni Miðjarðarhafs. Rice er ósammála forsætis- ráðherranum og segir óvar- færið að tengja vandann í Palestínu við ástandið í Irak. Hún hafnaði einnig að viðræður við Sýrlendinga og írana gætu bætt ástandið í Irak. Ljóst væri að stjórnvöld í Damaskus og klerkastjórnin í Teheran hefðu engan áhuga á að beita sér fyrir stöðugleika á svæðinu. Hins- vegar tók utanríkis- ráðherrann það fram að bandarísk stjórn- völd væru reiðubúin að ræða við alla þá sem hefðu eitthvað til málanna að leggja. Ummæli Blairs, kosningasigur demókrata í þingkosningunum í síðustu viku ásamt tillögum þverpól- itískrar rannsóknarnefndar um mál- efni íraks hafa þótt benda til þess að stefnubreytingar væri að vænta frá ríkisstjórn Bandaríkjanna í mál- efnum Mið-Austurlanda. Ljóst er að rannsóknarnefndin mun leggja til stefnubreytingu en Rice vildi lítið segja um hvers væri að vænta. Hún tók þó fram að augljóst væri að ástandið í írak væri ekki eins og best yrði á kosið og þörf væri á að skoða nýjar hugmyndir um hvernig má bæta það. Alvarleg umferðarslys: Fjölgar um 44 prósent 120 slösuðust í 102 alvarlegum umferðarslysum á landinu íyrstu níu mánuði ársins. Alvarlegum slysum hefur íjölgað um 43,6 pró- sent milli ára. Þetta er niðurstaða slysaskráningar Umferðarstofu. 25 hafa látist í umferðinni það sem af er árinu í 23 slysum. I fýrra létust nítján í umferðarslys- um. Til samanburðar má geta þess að í fyrra varð 71 alvarlegt umferðarslys fyrstu níu mán- uði ársins en 107 yfir allt árið. Bandaríkin: KFC leitar geimvera Fram til þessa hafa Kínamúr- inn og Alþýðuhöll Ceausescu í Búkarest verið einu mannanna verk sem augað fær greint frá geimnum. Hinsvegar fullyrða stjórnendur skyndibitakeðjunn- ar Kentucky Fried Chicken að risastórt skilti með merki keðj- unnar, mynd af hinum vinalega Sanders ofursta, í Nevada-ríki sjáist einnig frá geimnum. Skiltið var sett upp á dögunum í kynningarskyni í Nevada og þek- ur það landsvæði sem nemur átta þúsund fermetrum. Skiltið er rétt við hið alræmda svæði nr. 51 en samsæriskenningasmiðir telja að þar geymi Bandaríkjastjórn brak af geimfari og reki jafnvel gisti- aðstöðu fyrir framandi lífform. Hveragerði og Eykt semja: Eru ánægð með lendinguna „Um helgina vorum við að lenda samningi við Eykt og með honum teljum við okkur hafa náð góðri lendingu í málið,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir.bæjarstjóriHveragerðis- bæjar. Hún bendir á að fyrrverandi meirihluti bæjarins hafi einfaldlega samið af sér þar sem Eykt hafi fengið eina byggingarsvæði bæjarins end- urgjaldslaust. Aldís er ánægð með niðurstöðuna og telur hana mjög góða fyrir bæinn. „Við settum inn svokallað sólar- Iagsákvæði. Ef fyrirtækið notar EYKT ÞARF AÐ: ■ Nýta íbúöarlóöir fyrir 2023 • Nýta atvinnulóðir fyrir 2028 ■ Afsala sér lóö undir íþróttahús ■ Útvega leiktæki fyrir fimm milljónir Teljum okkur hafa náð góðrí lendingu i málið Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri Hverageröisbæjar ekki landið, með einhverjum hætti, þá fellur landið aftur til bæjarins," segir Aldís. „Landið er því ekki orðið eign Eyktar um aldur og ævi. Þeir þurfa að nýta landið innan ákveðins tímaramma.“ Semja við Eykt Nýr meirihluti Hvera- gerðisbæjar hefur gengið frá samn- ingum við Eykt um byggingarland bæjarins. Fyrirtækið þarf að nýta lóöirnar innan ákveöins tíma, annars færast þær aftur til bæjarins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.