blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaðift Atvinnuleysi eykst Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í sjö ár. Atvinnulausum hefur fjölgað um 27 þúsund á síðustu þrem mánuðum og nú eru tægar tvær milljónir Breta atvinnulausir. Tíu ríki selja vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðirnar segja tíu ríki hafa brotið gegn banni við vopnasölu til stríðandi fylkinga í Sómalíu. Meðal ríkjanna eru Sýrland, Iran og Sádi-Arabía. Helstu ríkin sem senda vopn til bráðabirgðastjórnar landsins eru Eþí- ópía, Úganda og Jemen. EVRULAND Minni hagvöxtur Hagvöxtur á Evrusvæðinu var minni en búist var við á þriðja árshluta sökum niðursveiflu I franska hagkerf- inu en þrátt fyrir þaö var meðaltalsvöxtur þeirra ríkja sem deila evrunni ágætur. Hann mældist 2,6 prósent á ársgrundvelli samkvæmttölum frá Evrópusambandinu. HLJÖÐ Grensásvegi 12 • 108 • Reykjavík www.hljodx.is • sími 553 3050 GEFA/MGGJA 5103737 SMÁAUGLÝS,NGAR blaöiö Japan: Sex skip hefja hvalavertíðina Sex japönsk hvalveiðiskip hafa hafið veiðar í Suður-Atlantshafi. Samkvæmt sjávarútvegsráðu- neyti landsins er útgefinn kvóti 850 hrefnur og tíu langreyðar á vertíðinni. Rétt eins og hval- veiðar íslendinga eru veiðar Japana, sem eru í vísindaslcyni, fordæmdar af alþjóðlegum umhverfisverndarsamtökum og af mörgum ríkjum. Umhverf- isverndunarsinnar benda á að neysla hvalkjöts í Japan sé lítil og því séu veiðarnar tilgangslausar. Lagersala! Bara 3 verð í gangi: kr 500 kr MO kr 1950 Komið og gerið frábær kaup á flíspeysum, bómullarpeysum, ullarbúfum og vettlingum fyrir veturinn á lagersölu Drífu lcewear. Lagersala verður opin út vikuna sem Kér segir: miðvikudag 13- 16, fimmtudag og föstudag 13- 18 og laugardag frá kl. 1346. Drífa ehf Suðurhrauni 12c • 210 Garðabæ • 555-7400 • www.icewear.is FRÉTTAVIÐTAL ERLENDIR STARFSMENN ■ Magnús Stefánsson félagsmálaráöherra teiur að ekki megi gleyma því að umræðan um innflytjendur snýst um fólk. Hann segir vinnumarkaðinn hafa þurft á erlendu starfs- fólki að halda og að eftirspurn stýri þeim fjölda sem hingað kemur. Magnús telur brýnt að samræma eftirlit og útilokar ekki að setja það allt undir einnhatt. Ákvörðunin var studd aðurinn kallað á þennan mikla fjölda. Svipaða stöðu er að finna á hinum Norðurlöndunum og reynslan þar hefur sýnt að það er fátt annað en eft- irspurn sem stýrir þessu. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja líklegt að í niðursveiflu muni íslendingar frekar missa vinnu sína en útlendingar. Hefur þú svipaðar áhyggjur? I niðursveiflu skapast þannig að- stæður að einhver fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi sinni. Ég skil alveg áhyggjur stéttarfélaganna og deili þeim með þeim. Ein stoðin í Evrópu- samþykktum tryggir öllum jöfn rétt- indi og þvi hljóta innflytjendur alveg sama rétt og Islendingar. Sumir atvinnurekendur nýta sér glufur í eftirlitinu, greiða lágmarks- laun ogsinna ekki opinberumgjöldum. Verður eftirlit hert með einhverjum hœtti? Þessu þurfum við að útrýma, slík dæmi eiga ekki að þekkjast. Með þessu eru atvinnurekendur að mis- nota fólk og koma illa fram við það. Við höfum verið í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og erum að vinna að breyttum lögum varðandi útlend- inga á vinnumarkaði. Þau snúa að miklu leyti að auknu eftirliti. Við þurfum að ná upp samstarfi til að tryggja virkt eftirlit, bæði hjá opin- berum stofnunum og almennum vinnumarkaði. Kemur til greina að sameina allt eft- irlit og upplýsingaveitu á einn stað? Það hefur mikið verið farið í gegnum þá hugmynd. Fyrsta snerting í kerfinu er hjá Útlend- ingastofnun en síðan hefur fólk þurft að fara víðar. Sumt í kerf- inu hefur stangast á þannig að við erum að huga vel að þessu. Markmiðið er að einfalda kerfið og ná fram markvissari samhæfingu en nú er. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Mörg stéttarfélög mótmœltu opnun vinnumarkaðarins fyrsta maí og vör- uðu við vandrœðum á vinnumarkaði. Þú hefur lýst því yfir að sátt hafi ríkt meðal aðila vinnumarkaðarins um þessa ákvörðun. Hvernig fer þetta tvennt saman? Alþýðusamband íslands eru heild- arsamtök verkalýðsfélaganna. Þegar ákvörðunin var tekin var haft sam- ráð við ASl og Samtök atvinnulífsins. Bæði samtökin studdu ákvörðunina, einkum með það fyrir augum að draga úr starfsmannaleigum sem milliliði fyrir fólkið sem hingað kom. Þó svo að lögunum hefði ekki verið breytt, hefði líklega svipaður fjöldi komið og þá í gegnum starfsmannaleigur. Of mörg mál höfðu komið upp þar sem fólk lenti í vandræðum í fyrra kerfi varðandi launagreiðslur og að- búnað. Mikilvægt er að starfsfólkið sjálft geti verið í beinu sambandi við sinn atvinnurekanda. Það fyrirkomu- lag viljum við hafa og hefur tekist nokkuð vel. Telur þú að sá fjöldi sem hingað hefur komið sé meiri en stjórnvöld áttu von á? Það er ekki hægt að fullyrða um það. Aðaldrifkrafturinn í þessu er eft- irspurnin á vinnumarkaðnum eftir starfsfólki. Hér á landi hefur hún verið mjög mikil og því hefur mark- Greiðslukjör í allt að 36 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Ssieraugað Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík Sími: 5681800 Fax: 568 2668 gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.