blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI KENÍAI! Skelfilegur skortur á frumkvæði I ávarpi sínu á loftslagsráöstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Keníu sagði Kofi Annan, fráfarandi aðalritari SÞ, að gróð- urhúsaáhrifin væru jafn ógn við mankynið, fátækt og stríð. Annan gagnrýndi einnig „skelfilegan skort á frumkvæði” við að takast á við vandann sem steðjar að. PALESTÍNA VATIKANIÐ Myrtu konu í eldflaugaárás Palestínskir vígamenn myrtu konu í eldflaugaárás á bæinn Sderot sem er á landamærum Gaza og (sraels. Undanfarið hafa ísraelskir hermenn staðið í aðgerðum til að koma í veg fyrir slikar árásir. Hafa áhyggjur af slæðum Kardínáli í Vatíkaninu hefur lýst áhyggjum af klæðaburði múslímskra kvenna í Evrópu. Renato Martino segir að konur þurfi að virða menningu og sögu Evrópu og að klæðaburður múslíma hafi áhrif á hvernig þeir aðlagast samfélögum álfunnar. jr C-IOOO Extra sterkt, náttúrulegt C-vítamln meö rósaberjum, rútlnl og bióflavóníðum 60 töflur Sólargeislinn í skammdeginu 'ro»vO heilsa -hafðu það gott Sameinuðu þjóðirnar: Gefist ekki upp á Súdan Kofi Annan, fráfarandi aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna (SÞ), útilokar ekki að öryggisráðið sendi friðargæsluliða til Dar- fúr-héraðs þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda í Súdan. Annan segir ennfremur að ástandið á landamærum Súdans og Tsjads sé „viðkvæmt’’ og nauðsynlegt geti verið að senda friðargæslu- liða til þess að gæta þeirra. Afríkubandalagið hefur sjö þúsund friðargæslumenn í Darfúr en þeir hafa máttlít- ið umboð til þess að koma böndum á ástandið í héraðinu. Stjórnvöld í Kartúm eru andvíg því að friðargæslulið Samein- uðu þjóðanna taki við af liði Afríkubandalagsins. Um tvö hundruð þúsund manns hafa fallið í skálmöldinni í Darfúr og á þriðja milljón eru á vergangi. og et gerir gœfumuninn W VOGABÆR Slml 424 6525 www.vogabaer.ls pil Borgarritari um verkefnastjórn varaborgarfulltrúa: Óskar Bergsson ekki vanhæfur ■ Faxaflóahafnir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Einu takmarkanirnar á störfum Ósk- ars Bergssonar varaborgarfulltrúa eru störf hjá stofnunum sem eru undir þeim nefndum sem hann situr í. Hann getur til dæmis ekki verið starfsmaður framkvæmdasviðs,” segir Kristbjörg Stephensen, starf- andi borgarritari, og vitnar í sam- þykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. í Blaðinu í gær sagði Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, að ráðning Óskars Bergssonar, varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem verk- efnastjóra við uppbyggingu Mýrar- götusvæðisins, gengi þvert gegn allri hugsun um verkaskiptingu stjórn- málamanna og embættismanna. Sjálfur sagði Óskar að um væri sameignarfélag ■ Kann aö þurfa aö víkja að ræða tímabundna verkefna- stjórn sem hann hefði tekið að sér fyrir Faxaflóahafnir. Ranghermt var í Blaðinu í gær að hann hefði sagt að hann hefði tekið að sér verk- efnastjórnina fyrir Framsóknar- flokkinn. Óskar, sem er formaður framkvæmdaráðs Reykjavíkur- borgar, kvaðst ekki telja að þetta hefði áhrif á störf hans sem varaborgarfulltrúa. Dagur benti á að stjórn- málamönnum væri ætlað að hafa eftirlit með stjórn- sýslunni og framkvæmd þeirra verkefna sem þeir fjölluðu um. Kristbjörg Stephensen leggur áherslu á að Faxaflóahafnir séu sameignarfélag í eigu fleiri sveitar- félaga og eftirlitið með verkefnum væri í höndum stjórnar Faxaflóa- hafna. „Þessi verkefni koma með engum almennum hætti fyrir í störfum Óskars. Auðvitað getur komið upp mál sem hann sem for- maður framkvæmdaráðs þarf að koma að en í slíku tilviki víkur hann bara. Það veldur hvorki því að hann sé vanhæfur sem formaður fram- kvæmdaráðs né geti ekki tekið þessu starfi. Meginregla sveitarstjórnarréttarins er að menn sinni störfum borgarfulltrúa samhliða öðrum störfum. Einu takmarkanirnar eru þær að menn geta ekki unnið hjá sjálfum sér eins og það heitir.” Má vinna fyrir Faxaflóa- hafnir Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi ALLAR YFIRHAFNIR -25% fimmtudag-sunnudag

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.