blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaðið HVAÐ FINNST ÞER? Er ekki nóg komið? folk@bIadid.net „Mín vegna mætti þetta alveg hætta en það er nú víst engin von til þess." Trnusti fónsson, veðurfræðingur. Hver stormurinn á fætur öðrum hef ur gengið yfir landið á undanförnum vikum. i gær gaf Veðurstofan út enn eina stormviðvörunina. HEYRST HEFUR... % Rokkstjarnan Magni Ásgeirs- son nýtur enn athyglinnar sem Supernova-þættirnir færðu honum. Mikill áhugi er á tón- leikum sem hann ætlar að halda ásamt húsbandinu og nokkrum félögum sínum úr þættinum í lok mánaðarins og seldust miðar á tónleikana upp á augabragði. Sumir telja að eins gott sé fyrir Magna að hamra járnið meðan það er heitt þvi að hætt er við að áhugi fólks á honum og öllu sem tengist Supernova dofni eftir því sem á líður. Um þessar mundir fer Magni einnig mikinn í þátt- unum Innlit/útlit á SkjáEinum þar sem unnið er að því að endurnýja íbúð fjölskyldu hans. Þó nokkur auglýsingafnykur er af þátttöku kappans í þáttunum, enda er hann styrktur í bak og fyrir af ýmsum fyrirtækjum. Þykir mörgum rokkstjarnan leggjast heldur lágt að taka þátt í að auglýsa alls kyns vörur og þjónustu í því skyni að endur- nýja heima hjá sér. Iens Stoltenberg, forsæt- isráðherra Noregs, sá sig tilneyddan til að lýsa því yfir á dögunum að hann faðmaði ekki karlmenn eftir að Trond Giske menningarmálaráðherra freist- aði þess að faðma hann að sér í af- mælisveislu sinni. Uppákoman hefur orðið mörgum tilefni til vanga- veltna um hvað sé við hæfi í þessum efnum og hvað ekki. „Hvenær faðmar maður mann og hvenær ekki? Hvenær smellir maður kossi á kinn kvenna og hvenær ekki? Hversu margir eiga kossarnir að vera? Einn eða tveir? Jafnvel þrír? Ég svitna oft á efri vörinni út af svona spurningum ,“ velti Guðmundur Steingrímsson fyrir sér á bloggsíðu sinni á dögunum. Orðin berjast fyrir lífi sínu íslendingum er annt um tungu- málið sitt og leggja flestir metnað í að tala gott og rétt mál. Á hverju ári berast málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar (áður íslensk mál- stöð) um 3.000 fyrirspurnir um mál og málnotkun. Ári Páll Kristinsson rannsóknarlektor sem veitir sviðinu forstöðu segir að auk þess að ráð- leggja fólki um mál og málnotkun sé hlutverk þess að gefa út orðasöfn í sérgreinum á Netinu. „Við getum leiðbeint fólki um aðferðir við að leita uppi orð og höfum gefið út bæklinga og bækur um orðmyndun þannig að orðin verði eftir gömlum og gildum íslenskum venjum,“ segir Ari Páll. Lífslíkur nýyrða Nýyrðum vegnar misvel í tungu- málinu. Sum festa sig strax í sessi á meðan önnur virðast dauðadæmd frá upphafi. „Ég held að orðin þurfi að berjast fyrir lífi sínu í almennri notkun. Sum eru þannig að allur almenn- ingur þarf á þeim að halda. Önnur eru þannig að það er bara örlítill hópur manna sem þarf á þeim að halda,“ segir Ari Páll og bætir við að ekki hafi verið gert sérstakt átak í að fylgjast með afdrifum orðanna. Ári Páll segir að það sé heilmikil ráðgáta hvað valdi því að sum nýyrði lifa en önnur ekki og það skipti máli hvar orðin birtist. „Orð sem koma til dæmis fyrir í lögum eru mjög föst í sessi og eins orð sem eru mikið notuð í auglýs- ingum. Ef einhver kynnir vöru sína undir einhverju tilteknu heiti og aug- lýsir grimmt þá er orðið komið með mjög gott forskot," segir hann. Minnkandi bóklestur áhyggjuefni Starfsfólk Stofnunar Árna Magn- ússonar kemur að undirbúningi hátíðardagskrár í tilefni af degi ís- lenskrar tungu sem fagnað er í dag á fæðingardegi Jónasar Hallgríms- sonar. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1996 og segir Ari Páll að hann hafi náð að festa sig mjög í sessi. „Það er mjög mikið um að vera víðast hvar á landinu, í skólum og í bókasöfnum og mörgum menning- arstofnunum. Allur almenningur virðist þekkja daginn og meta þetta sem tilefni til hugleiðinga um stöðu íslenskunnar og jafnframt til þess að minna okkur á það sem við þurfum að gera betur,“ segir Ari Páll sem telur áhyggjuefni að bóklestur hafi minnkað hér á landi eins og athug- anir hafi sýnt. „Það er mjög mikilvægt að börn og unglingar hafi áfram tækifæri til að lesa bækur á íslensku og að þeim sé gefinn tími til þess í skólunum. Það mætti til dæmis gera með meiri ís- lenskukennslu í skólum. Frítíminn kallar ekki á lestur barnanna þannig að það er spurning hvort það sé nauð- synlegt að ganga á hinn skipulagða skólatíma til að efla lestur og skrif- ræna tjáningu," segir Ari Páll Krist- insson að lokum. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers nlu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 1 8 8 4 5 9 3 2 3 6 4 5 3 8 6 5 9 4 1 3 5 9 4 3 1 7 9 7 1 5 7 2 6 3 7 2 5 8 1 4 9 8 4 9 3 6 1 2 5 7 1 2 5 4 7 9 6 8 3 9 5 1 6 2 7 8 3 4 7 6 3 8 9 4 5 1 2 4 8 2 5 1 3 7 9 6 2 1 4 7 3 5 9 6 8 3 9 6 i 8 2 4 7 5 5 7 8 9 4 6 3 2 1 1-2 © Jim Unger/dist. by Uniled Media, 2002 Jæja, ætli maður fari ekki að drífa sig heim fljótlega? Á förnum vegi Hvað pirrar þig? María Pétursdóttir, aðstoðarverslunarstjóri „Jólaskreytingar í nóvember. “ Emilía Jónsdóttir, sjálfstætt starfandi „Handleggsbrot pirrar mig mikið núna." Klara Viðarsdóttir, nemi „Ætli það sé ekki aðallega veðrið þessa dagana." Aðalsteinn Jón Bergdal, sölumaður „Neikvæðni og að gefa hlutum ekki séns." Ingvi Ágústsson, klippari „Israel þirrar mig mjög mikið þessa dagana."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.