blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 15
Pir blaöió FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 15 Dómsmálaráðherra: • Útilokar ekki Keflavík mbl.is Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sagði við utandag- skrárumræðu á Alþingi í gær að það væri ekki útilokað að flugstarfsemi Landhelgisgæslu íslands verði flutt til Keflavíkur. Hann sagði það jafnframt ekki forgangsmál. Nú væri mikilvæg- ast að huga að ytri umgjörð starfsemi Gæslunnar; að hrinda nýsamþykktum lögum um Gæsl- una í framkvæmd, sjá til þess að hún verði virkur þátttakandi í Björgunarmiðstöðinni í Skógar- hlíð og að tryggt sé að hún ráði yfir nauðsynlegum tækjabúnaði. Hjálmar Árnason, þingmað- ur Framsóknarflokksins, var málshefjandi utandagskrár- umræðunnar. Hann sagði að þrátt fyrir að ýmis vandamál hafi komið upp við brotthvarf varnarliðsins frá Keflavík þá felist í því ýmis tækifæri, til dæmis fyrir Landhelgisgæsluna. Bandaríkin: Ákærð fyrir ástaratlot Ástaratlot í háloftunum hafa orðið til þess að rúmlega fertugt par hefur verið ákært fyrir brot gegn hryðjuverkalöggjöf Banda- ríkjanna. Carl Persing og Dawn Sewell voru í flugvél Southeast Airlines á leið frá Los Angeles í Kaliforníu til Norður-Karólínu og á leiðinni létu þau vel hvort að öðru, kysstust og föðmuðust. Samkvæmt skýrslu um málið fannst öðrum farþegum vélarinn- ar óþægilegt að horfa upp á atlot- in og flugfreyja um borð bað þau um að hætta. Þau sinntu því engu og þegar flugfreyjan bað þau í annað skipti að láta af iðjunni sagði Persing við hana önuglega að það gæti haft alvarlegar afleið- ingar léti hún þau ekki í friði. Þau voru kærð á grundvelli föðurlandslaganna svokölluðu fyrir að trufla störf flugfreyju og fyrir hótanir um „glæpsam- legt athæfi” um borð í flugvél. Þau eiga yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Lögmaður parsins segir að Persing hafi liðið illa um borð í vélinni og unnusta hans hafi einungis verið að hugga hann. Hann segir að Persing hafi ekki hótað flugfreyj- unni fyrr en vélin var lent. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Staðan slæm í Vesturbyggð Skuldir íslenskra sveitarfélaga hafa aukist á milli ára. Eignir sveit- arfélaga hafa einnig aukist. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá hag- og upplýsingasviði Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, vill ekki nefna hvaða sveitarfélög standa verst en segir vert að hafa áhyggjur af skuldastöðu Vesturbyggðar. Gunnlaugur segir að aukin skuldasöfnun sveitarfélaganna sé ekki áhyggjuefni því svo lengi sem uppbygging eigi sér stað í sveitarfé- laginu sé skuldasöfnun óhjákvæmi- leg. „Almennt séð er staðan þyngst hjá þorpunum úti á landi, þar sem fólki hefur verið að fækka, atvinnu- líf hefur dregist saman og skatt- stofninn minnkað.“ Dæmi um þorp sem fellur undir þessa skilgrein- ingu Gunnlaugs er Bakkafjörður á Langanesi. Þar hefur fólki fækkað og miklar breytingar hafa orðið í atvinnulífinu. Ratsjárstöðin dró ný- lega saman starfsemi sína þar og fisk- verkun á staðnum hefur ekki gengið sem skyldi. Annað dæmi um sveitar- félag sem vert er að hafa áhyggjur af er Vesturbyggð en innan þess sveit- arfélags eru þorp á borð við Tálkna- fjörð og Patreksfjörð. Gunnlaugur vill ekki nefna ein- hver sérstök sveitarfélög þar sem skuldirnar hafa aukist verulega. Bakkafjörður á Langanesi Sveitarfélagið er illa statt. i WWW.SVAR.IS Panasonic 32” lcd 32U<60 HD Ready 1366x768 Upplausn 1200:1 Skerpa 500 cd/m2 birtustig 8 ms Svartími 2x Scart tengi, 2x HDMI tengi V-Real myndvél skilar betri mynd L*J ] ready ] ready 852x480 upplausn / 10.000:1 skerpa litafjöldi 29 milljaröar / Real-Black Drive System V-Real myndvél skilar betri mynd 1024x768 upplausn / 10.000:1 skerpa litafjöldi 29 milljaröar / Real-Black Drive System V-Real myndvél skilar betri mynd Fótur á mynd fylgir ekki 1024x768 upplausn / 10.000:1 skerpa litafjöldi 29 milljaröar / Real-Black Drive System V-Real myndvél skilar betri mynd / rauf fyrirSD minniskort sýnir Ijósmyndir á sjónvarpinu Mynd í mynd / Fótur á mynd fylgir ekki 850 RMS Wött / Helmabíokerfi meö dvd spllara útvarps tuner og magnara / Dolby Pro Logic / DTS Decoder Þráðlausir bakhátalarar / 660 RMS Wött Heimabíokerfi meö dvd spilara, útvarps tuner og magnara Dolby Pro Logic / DTS Decoder r\n-0fhFt Taktu upp sjónvarpsefni allt aÖ 284 klst á 160GB haröan disk eöa skrifaöu þaö á DVD disk Panasonic 42” PV600 PLASMA Panasonic 42” PA60 PLASMA Panasonic 42” PV60 PLASMA FULLT VERÐ: 249.900 TILBOÐ FULLT VERÐ: 319.900 FULLT VERÐ: 429.900 Panasonic HT 545W HEIMABÍÓKERFI Panasonic HT 855 HEIMABIOKERFI Panasonic DMR EH55 DVD

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.