blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 31
HVAÐ SÁSTU Hryllingsmyndir i uppáhaldi „Þaö sem ég sá síðast í bíó er Borat en mér fannst hún alveg æöis- leg,“ segir Bjartmar Þórðarson leikari. „Það er ofsalega skemmtilegt hvernig honum Sacha Baron Cohen sem leikur Borat og skrifaði handritið teksttil. Honum er ekkert heilagt og mér finnst alveg frábært hversu langt myndin gengur. Annars er ég núna með Dawn of the Dead eftir George Romero í spilaranum hjá mér. Það er algjört meistarastykki og ein af betri myndum sem hafa verið gerðar. Annars er góð mynd alltaf góð mynd, en ef það kemur góö hryllingsmynd í bíó þá er ég ánægður." Mælir með The Secret „Það er svo langt síðan ég fór í bíó að ég er ekkert búin að sjá af þessum nýju myndum, en mig langar að sjá Mýrina og Borat,“ segir Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona. „Ég hef heyrt að Mýrin sé frábær og um Borat hefur verið sagt að maður geti ekki annað en pissað i sig af hlátri. Svo fór ég að sjá Fjalla-Ey- vind með undirspili Benna Hemm Hemm á kvikmynda- hátíð. Það var ofsalega skemmtilegt. Myndin er alveg ótrú- lega mögnuð og svo var gaman að heyra hljómsveitina undir. Annars er misjafnt hverju ég er hrifnust af. Bara svo lengi sem myndirnar vekja áhuga minn. Um daginn sá ég til dæmis mynd sem heitir The Secret. Ég vil eiginlega sem minnst um hana segja en þetta er heimildarmynd eða í þannig formi. Þetta er um hluti sem allir eru meðvitaðir um í sambandi við hugarástand manneskjunnar og hvernig við getum gert heiminn að betri stað og okkur sjálf." Top Gun ofarleaa í huga „Ég sá Borat siðast í bíó,“ segir Sigrún Bender, flugnemi og fyrrver- andi fegurðardrottning. „Myndin kom mér skemmtilega á óvart. Ég hélt að þetta væri algjört bull frá upphafi til enda en hún er þannig að maður verður að fara með ákveðnu hugarfari á hana, ég hló mig alla vega alveg máttlausa. En þetta er svona mynd sem þýðir ekkert að fara rosalega alvariegur á. Annars hef ég mjög gaman af spennu- myndum en svo má segja að ég sé algjör alæta á bíómyndir. Svo lengi sem það er almennilegur söguþráður og svoleiðis. Uppáhalds- myndirnar mínar eru til dæmis Top Gun sem er alltaf ofarlega í huga og svo týpískar stelpumyndir eins og Love Actually og svoleiðis. Það er alltaf voða gott að horfa á þannig myndir þegar maður er lasinn og liggur uppi i sófa eða vill horfa á góða afþreyingu." FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBE McCartney sem Romeo Leikstjórinn Franco Zefferelli vildi upphaflega fá Bítilinn Paul McCartney í hlutverk Rómeós í kvikmyndinni Rómeó og Júlía en McCartney hafnaði honum af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi fannst honum hann ekki hafa nægilega mikla leikhæfileika og í öðru lagi þá voru Bítlarnir að að taka upp plötuna Sgt. Pepper á sama tíma. i Kurt og Courtney 1 Pulp Fiction Samkvæmt tímaritinu NME voru Kurt Cobain og konu hans Courtney Love upphaflega boðin hlutverk fíkniefnasalans Lance og konu hans í kvikmyndinni Pulp Fiction. Feitur og skö Persónur taka oft miklum breytingum frá því þær koma við sögu í bókum þar til þær birtast á skjánum í bíómyndum. Tom Cruise var reffilegur í hlutverki Johns Anderton í Minority Report sem byggir á samnefndri smásögu Philips K. Dick. Þar er hann í þrusuformi og fer létt með að leika á andstæðinga sína. John Anderton smásögunnar er dálítið frábrugðinn, það sést kannski best á fyrstu hugsun hans í bókinni: „Ég er að verða sköllóttur. Sköllóttur, feitur og gamall." Ur

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.