blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 25
blaðið FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 37 Hreyfing dagsdaglega Sérfræðingar mæla með því að fólk samþætti líkamshreyfingu og sitt daglega líf með því til dæmis að ganga upp stiga í stað þess að taka lyftuna og fara fótgangandi styttri vegalengdir í stað þess að fara allra sinna ferða á bíl. Krabbamein og mataræði Konur sem neyttu sojavara reglulega sem börn eru •'** í minni hættu á að fá brjóstakrabbamein samkvæmt niðurstöðum rannsóknar bandarískra vísindamanna sem kynntar voru í vikunni. Önnur rannsókn leiddi í Ijós að mikil fiskneysla minnkar líkur á ristilkrabbameini hjá körlum Berst gegn offitu barna ágengt. „England er óheilsusamleg- asta land í Evrópu og Bandaríkin eru óheilsusamlegasta land í heiminum,1' sagði Oliver í viðtali við fréttamann Reuters-fréttastofunnar þegar hann kynnti nýjustu bók sína og sjónvarps- þáttaröð í New York á dögunum. Oliver sagði að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að láta af þjónk- un sinni við framleiðendur ruslfæð is og að landsmenn ættu að draga úr neyslu fituríks og óholls fæð- is og að það gæti dregið úr heilbrigðiskostnaði i framtíðinni. HlutfallBandarikja- -i manna sem eru of feitir hefur rúmlega t;; þrefaldast frá 1980. Fjöldi bandarískra barna sem eiga við offitu að stríða hef- ur aukist á milli ára og er því spáð að árið 2010 verði Íeitt barn af hverjum fimm of feitt. Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver vill að yfirvöld í Bandaríkjun- um berjist gegn óhollum mat í skóla- mötuneytum í þvi skyni að koma í veg fyrir vaxandi offituvanda meðal barna. Oliver hefur á undanförnum ár- um barist fyrir heilsusamlegra fæði í breskum skólum og orðið nokkuð Flott án fíknar Verkefnið Flott án fíknar verður kynnt í Vetrargarðinum í Smáralind 17. nóvember klukkan 16. Verkefnið tekur til þriggja þátta, neyslu tób- aks, áfengis og ólöglegra fíkniefna. Það byggist á samningsbundnu klúbbastarfi og viðburðadagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigðan og uppbyggi- legan hátt. Hugmyndafræði klúbbsins Flott án fíknar snýst um að koma í veg fyrir að unglingar byrji að fikta við tóbak og áfengi og styrkja þá í þeirri ákvörðun. Markmiðið með klúbba- starfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að eyða æskunni á heilbrigðan hátt og án tóbaks og vímuefna. Hugmyndin hefur verið þróuð í Lindaskóla í Kópavogi í fjögur ár og nú hefur Ungmennafélag íslands (UMFÍ) tekið að sér verkefnastjórn og kynningarstörf í þeim tilgangi að allir unglingar landsins geti notið góðs af. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, og Guðrún Snorradóttir, verkefn- isstjóri þess, munu kynna það í Smáralind. Þá mun forseti íslands, Ólafur Raanar Grímsson, flytja ávarp og Olöf Jara S. Valgeirsdóttir söngkona kemur fram með hljóm- sveitinni The Black Roses of Poetry. Þá munu hundruð klúbbfélaga fá afhenta sérhannaða boli fyrir Flott án fíknar. Lundir ^/«f/kr. 1.998 kg Gúllas kr. 1.098 kg Snitsel /^'kr. 1.198 kg Grillaður kjúklingur, franskar og 2 I. Coke Teygjur fyrir börn Á vereíáulýðheilsustöðvar lydheilsu- stod.is má nálgast tölvuforritið Teygjuhlé fyrir börn og unglinga en því er ætlað að minna fólk á að taka sér reglulega frí frá tölvuvinnu og teygja úr sér. Forritið sýnir 20 teygjur með hreyfimyndum ásamt skýringartexta. Hvert teygjuhlé tekur aðeins eina til tvær mínútur eftir því hversu margar teygjur eru valdar. Teygjurnar beinast að þeim svæðum stoðkerfisins sem eru við- kvæmust fyrir álagsmeiðslum svo sem hálsi, öxlum, örmum, úlnliðum, höndum, baki og fótleggjum. Æfingarnar má gera standandi eða sitjandi og er hægt að velja hvaða teygjur birtast hverju sinni, í hvaða röð og gjH. hve oft hver teygja M 'i birtist. . HARIBO SPORT MIX fylgir frítt með í kaupbæti þegar þú kaupir 2ja lítra PEPSI MAX aboPharma ohne Zudker- zusofz 20 lutschtobletfen tnii Apfdgeichmock 16.-19. nóvember UR KJOTBORÐI SELJABRAUT 54 SíMI 557 1780 BÆJARLIND 1 • SÍMI 544 4510 Opið alla daga fra kl. 10 - 20 HAGAMEL 39 • SÍMI 5510224

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.