blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaöi6 Kuidagalli Vatnsheldur m/öndun og styrktum hnépúöavösum 5868211-22 8.995 Húfa m/Thinsulatefóðri 5865789 495 Er kalt? v__ __ 5869254-8 Húfa m/Thinsulatefóðri 5865789 495 Flísvettlingar 5865846 895 HÚSASMIÐJAN ...ekkert mál HVAÐ MANSTU? 1. Fyrir hvað stendur ESSO? 2. i hvaða sæti lenti Ellert B. Schram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík? 3. Við hvaða borg er sérrí kennt? 4. Hvað heitir bassaleikarinn í Warrant? 5. Hvar verpa himbrimar í Evrópu fyrir utan Island? Starfsemi mæðraverndar stokkuð upp: Ljósmæður ósáttar ■ Skoðun á Landspítala og heilsugæslustöðvum ■ Óþörf óvissa Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Starfsemi Miðstöðvar mæðra- verndar breytist við flutninginn úr Heilsuverndarstöðinni síðar i þessum mánuði til nýs húsnæðis í Mjóddinni. I stað mæðraskoðunar verður i miðstöðinni haldið utan um fræðslu, þróun, uppbyggingu, rannsóknir, ráðstefnuhald og endur- menntun starfsfólks í heilsugæslu. Ljósmæðrafélag íslands og Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga hafa mót- mælt breytingunum. „Við erum fyrst og fremst mót- fallnar framkomunni við starfsfólk og skjólstæðingana,” segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafé- lags Islands. „Það koma ekki bara konur í áhættu- meðgöngu í skoðun til Miðstöðvar mæðraverndar, heldur einnig konur sem ekki hafa haft aðgang að ljós- móður á sinni heilsugæslustöð þótt þær hafi haft aðgang að heimilis- lækni eða hjúkrunarfræðingi. Þær hafa stuttan fyrirvara til að átta sig á því hvert þær eigi að fara næst en auð- vitað hlýtur að verða greitt úr því,” tekur Guðlaug fram. Hún segir að með þessum breytingum rofni tengsl kvennanna við sína ljósmóður sem séu gríðarlega mikilvæg, einkum fyrir veikar konur og þær sem þurfi á sterkum tengslum að halda. Eftir upp- stokkunina á starfseminni fara verð- andi mæður í áhættuhópi í skoðun á Landspítalanum. Öðrum verður vísað til sinna heilsugæslustöðva. Að sögn Guðlaugar töldu ljós- mæður mæðraverndarinnar að þær væru bara að skipta um húsnæði. í lok október hafi þær fengið að vita að starfsemin yrði öll stokkuð upp. „Ég treysti Landspítalanum til að greiða vel úr þessu og heilsugæslunni til að koma til móts við skjólstæðinga okkar svo að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa. En þetta er óþörf óvissa og hringlandaháttur að byggja deild- ina upp mörgum sinnum á fáum árum. Þetta er náttúrlega bruðl með peninga.” Bruðlmeð peninga Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðra- félags Islands Þegar Landspítalinn og heilsu- gæslan sömdu um að verðandi mæður í áhættuhópi kæmu til skoð- unar i Heilsuverndarstöðina árið 2000 fylgdi með 90 prósenta starf fæðingarlæknis frá sjúkrahúsinu, að sögn Þórunnar Ólafsdóttur, hjúkrun- arforstjóra á Heilsuverndarstöðinni. „Þegar farið var að tala um flutn- ing flæktist málið. Vegalengdin fyrir lækninn lengdist. Þá var velt upp þeirri hugmynd að konur i áhættu- meðgöngu yrðu skoðaðar á Landspít- alanum,” greinir Þórunn frá. Hún segir suma starfsmenn Miðstöðvar mæðraverndar fá starf á Landspít- alanum og aðra á heilsugæslustöðv- unum. Enginn eigi að missa vinn- unna vegna breytinganna. KOMDUASIftOINH EÐfl PANTAÐU TÍMAISÍMA Dekka Réttarhólsi 2. 110 ReykjavíL www.gvs.is 587 5588 món. fcs- 8-18 1.9-13 555 1538 mán.4ös. 8-18 lougardoga. 10-14 sm ii 56, 2 7( 566 8188 mán.-fös. 18:30 taugardaga. 9-15 m Dalbraut 14, 300 Akranesi 431 1777 mán.4ás. 8-18 laugardaga. 9-13 t>jónus«ustö5 Esso Geirsaötu 19. 101 Reykjavík 551 1968 mán.-fes. 8-18 Fellsmúia 24, 108 Revkjavík www.hotiin.is 530 5700 mán.-fes. 8-18 laugardaga. 10-14 HjóTVest 1 552 3470 mán.-fcs. 8-18 lougardaga. iai4

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.