blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaöiö VIÐSKIPTI SAMGÖNGUR INNLENT Hagnaðist um tæpa fjóra milljarða lcelandair Group hagnaðist um tæpa fjóra millj- arða króna, fyrir skatta, á fyrstu níu mánuðum ársins. Forstjóri fyrirtækisins segir árangurinn einn þann besta í sögu félagsins. Lenging fiugbrautar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telur mikil- vægt að viðhalda millilandaflugi frá Akureyri. Liður í því sé að lengja flugbrautina og þétta aðflugsljós. Taka á tillit til þess i nýrri samgönguáætiun. GÓÐGERÐARMÁL Gefa til Mæðrastyrksnefndar Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur ákveðið að gefa Mæðrastyrksnefnd allt það hvítöl sem selt verður á jóladegi fyrirtækisins á sunnudaginn. Hátíðin hefst klukkan 14 og er fjölbreytt dagskrá í boði. Forsætisráðherra íraks: Handteknir hið fyrsta Mbl.is Nouri al-Maliki, forsætis- ráðherra Iraks, krafðist þess í gær að allir þeir sem komið hefðu að mannránunum í Bagdad yrðu handteknir hið fyrsta. Sagði Maliki mannræningjana „verri en öfgamenn” og harmaði að vísinda- menn sem helgað hefðu líf sitt störfum fyrir þjóðina hefðu lent í slikum hremmingum. Óljóst er hve margir gíslarnir eru. Allt frá 39 til um 8o. KJARAN GÓLFBÚNAÐUR SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 510 5510 • www.kjaran.is OPIÐVIRKA DAGA KL.8-18. auðveld lagning ekkert lím læsist saman traust tenging ífedbo • falleg hönnun • fer vel undir fæti • hagkvæmt og endingargott Deilur á Bifröst um störf rektors Nemendur og starfs- fólk lýstu yfir stuöningi viö rektor á fjöimennum fundi. Runólfur rektor á Bifröst kærður til stjórnar skólans: Óeðlilegt samneyti við nemendurna ■ Vafasamur stuðningsfundur ■ Rektor virkur í félagslífi skólans Eftir Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net Runólfur Ágústsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, hefur verið kærður til stjórnar skólans. Runólfur er sagður hafa átt í óeðlilegum samskiptum við nemendur. Hann hafi staðið í ástarsambandi við nemanda en kærurnar snúa einnig að meintum embættisglöpum rektors. Rektor er sakaður um að hafa brotið reglur um dýrahald á skóla- lóðinni með þvi að halda hund. Einnig fyrir að hafa haldið hávaða- söm teiti inni á skólalóðinni og fyrir að hafa veðjað við nemanda um and- virði skólagjalda. Einnig setja gagn- rýnendur spurningarmerki við það hversu duglegur rektor er að taka þátt í skemmtanalífi skólans. Síðdegis i gær boðaði Runólfur til fundar með nemendunum. Á þessum tuttugu mínútna fundi kusu nemendur um hvort rektor nyti stuðnings þeirra til áfram- haldandi starfa. Um sjötíu prósent nemendanna lýstu yfir trausti sínu á Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður skólafélagsins á Bifröst, segir margt hafa verið athugavert við fundinn. I fyrsta lagi hafi margir nemendur verið fjarverandi vegna skiptináms en einnig hafi fram- kvæmd kosningar verið vafasöm. Ekkert manntal hafi verið tekið á fundinum og því sé (raun erfitt að segja til um hve margir hafi setið hann og hversu margir hafi kosið. „Ómerktum hvítum blöðum var útdeilt af handahófi. Ekki var talið hversu margir voru á fundinum þannig að ekki er hægt að vita hvort einhver hafi greitt atkvæði einu sinni, tvisvar, þrisvar eða aldrei.“ Enn fremur segir Bryndís að margir nemendanna og starfs- fólk skólans hafi gengið út áður en til kosninga kom. Einnig segir Bryndís að fundurinn hafi verið hálfgerð einstefna. „Engar um- ræður voru leyfðar, þetta var algjör- lega einhliða yfirlýsing af hálfu rektors." Ekki náðist í Runólf, rektor Há- skólans á Bifröst. Hraðbankasvindlarar í gæsluvaróhaldi: Reyndu að komast inn í banka Ekki liggur fyrir hversu hrað- bankasvindlararnir tveir komust yfir miklar upplýsingar áður en þeir voru handteknir um síðustu helgi. Mennirnir, sem eru frá Rúmeníu, höfðu komið fyrir falskri framhlið á þrjá hraðbanka í Reykjavík með það fyrir augum að komast yfir kortaupplýsingar. Ætlun þeirra hefur síðan verið að afrita kortin og nota þau í eigin þágu. Þá reyndu mennirnir einnig að koma fyrir bún- aði til að lesa og afrita aðgangskort að útihurð eins bankans. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, er málið enn í rannsókn og ekki vitað hversu lengi mennirnir stunduðu iðju sína hér á landi. Þjófnaðir af þessu tagi eru þekktir víða erlendis en hingað til hafa hrað- bankar hér á landi ekki verið sérstak- lega varðir gegn slíku svindli. Haukur Þór Haraldsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Lands- bankans, segir bankann nýverið hafa lokið breytingum á öllum hraðbönkum sínum til að útiloka að hægt sé að koma fyrir svindl- búnaði af einhverju tagi. „Þessi bún- aður torveldar að hægt sé að koma svona búnaði upp. Við byrjuðum á þessum breytingum fyrir nokkru síðan og nú eru allir hraðbankar okkar varðir." Óvíst hvað þeir komust yfir rniklar upplýsingar Komu fyrir falskri fram- hliö á þrjá hraöbanka Hreint ehf. var stofnaö áriö 1983 og er eitt elsta og staersta ræstingarfyrirtæki landsins. Er HREINT hjá þínu fyrirtæki Hreint býður upp á ókeypis ráðgjöf Auðbrekku 8, 200 Kopavogi, slmi 5S4 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.