blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 22
Thomas Alva Edison 34 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 K»«ú,& blaöiö um ævina. Þetta var ollt cUpmmti in Afmælisborn dagsins TÍBERÍUS KEISARI í RÓM, 42. F. KR. PAUL HINDEMITH TÓNSKÁLD, 1895 kolbrun@bladid.net Metsölulistinn - allar bækur 2 Konungsbók Arnaldur Indriöason 2 Barbapabbi Annette Tison 3 Drekafræði Doktor Ernest Drake 4 Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 5 Konungsbók - kilja (aðeins fáanleg í Leifsstöð) Arnaldur Indriðason 6 Sunnudagsklúbbur heimspekinganna • kilja Alexander McCall Smith 2 Englaflug - kilja Michael Connell y 8 Biblían á 100 mínútum Michael Hinton j Útkall - Leifur Eiríksson brotlendir Óttar Sveinsson 18 Öðruvísi saga Guðrún Helgadóttir íHRNRLOUR IfiMIOASON ;Ko»»y»ics<ré* Metsölulistinn - innlendar bækur 2 Konungsbók Arnaldur Indríðason 2 Indjáninn, skálduð ævisaga JónGnarr j Sendiherrann Bragi Ólafsson 4 Borðaði ég kvöldmat í gær? ÓskarMagnússon 5 Fyrir kvölddyrum Hannes Pétursson 6 Feimnismál Sigrún Daviðsdóttir ? HringurTankados Dan Brown 8 Farþeginn Árni Þórarinsson / Páll Kristinn Pálsson ? IhúsiJúlíu Fríða Sigurðardóttir 10 Fljótandi heimur Sölvi Björn Sigurðsson Metsölulistinn - handbækur/ fræðibækur/ ævisögur Biblían á TOO mínútum Michael Hínton 2 Útkall: Leifur Eiríksson brotlendir Óttar Sveinsson 5 Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson 4 Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn Robin Sharman 5 Draumalandið AndriSnærMagnason 6 Ein til frásagnar Immaculée llibagiza 7 Frumskógarstelpan Sabine Kuegler 8 Su Doku 3 Wayne Gould 9 SuDoku 2 WayneGould 19 Experience lceland Haukur Snorrason I hlutverki skáldsins æstkomandi Iaugar- dag frumsýna íslenska óperan og Strengja- leikhúsið óperuna Skuggaleik. Tónlistin er eftir Karólínu Eiríksdóttur og textinn eftir Sjón. Óperan byggir á sögunni Skugganum eftir H.C. Andersen. í Skugganum felur skáld skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Nokkru síðar vitjar skugginn skáldsins aftur og er þá orðinn að manni án skugga og það sem verra er án siðferðiskenndar. Skugginn nær valdi yfir skáldinu og þeir skipta um hlutverk. Þegar blekking- arnar loks ganga fram af skáldinu vill hann leiða sannleikann í ljós, en það er of seint og hann geldur fyrir með lífi sínu. (fyrstu færeysku óperunni Eyjólfur Eyjólfsson fer með hlut- verk skáldsins en hann stundaði nám við Guildhall School of Mus- ic and Drama í London. „Þetta var þriggja ára nám, mjög strangt og oft erfitt. Allt snerist um námið og ég lifði hálfgerðu klausturlífi,“ segir hann. „London er skemmtileg stór- borg en ég upplifði ekki borgina al- mennilega fyrr en ég lauk náminu, dvaldi mest bara í Barbican-bygg- ingunni, sem er satt að segja fremur ljót bygging." Nýverið söng Eyjólfur í fyrstu færeysku óperunni, í Óðamans- garði, eftir Sunleif Rasmussen sem var sett upp í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. „Þetta þótti sögulegur viðburður í Færeyjum,“ segir hann. „Færeyingar buðu gagnrýnendum frá Englandi, Þýskalandi og öllum Norðurlöndunum en enginn gagn- rýnandi kom frá íslandi. Frumsýn- ingin tókst mjög vel, óperan fékk sérlega góðar viðtökur, fjórar stjörn- ur af fimm í The Times og afar góða umfjöllun í Politiken þar sem gagnrýnandinn mæltist til þess að óperan yrði flutt í Nýja óperuhús- inu í Kaupmannahöfn og það er vonandi að af því verði. Þetta voru sex sýningar og fullur salur á hverri einustu sýningu." Kreijandi hlutverk I Skugganum reynir mjög á Eyj- ólf því hann er á sviðinu nánast all- an tímann. „Þetta er erfitt en mjög skemmtilegt hlutverk og það tók tíma að læra bæði tónlistina og text- ann. Ég var að læra hann á sama tíma og óperuna hans Sunleifs. Fyr- ir hádegi æfði ég færeysku óperuna og eftir hádegi lærði ég Skuggaleik, þannig að ég gerði ekkert annað í þrjá mánuði en að læra nútímatón- list.“ Hann segir hlutverk skáldsins mjög krefjandi: „Skáldið er eina manneskjan í þessari óperu því aðrar persónur eru hugarsmíðar skáldsins. Ég held að flestir lista- menn geti tengt sig við skáldið vegna þess að í grunninn er þetta hæfileikaríkur náungi sem hefur fengið mikinn meðbyr en allt í einu kemur að því að gagnrýnin verður ekki eins góð. Það er högg fyrir hann og líf hans fer að riðl- ast. 1 óperunni er meðal annars spurt: Hvað er það sem drífur lista- manninn áfram? Er það hólið og viðurkenningarnar eða er það list- in sjálf?“ Eyjólfur segir að vinnan við Skuggaleik hafi verið ströng en skemmtileg: „Þetta er stórt tæki- færi fyrir mig og mikill heiður að fá að taka þátt því það er frábært fólk sem kemur að sýningunni.“ Listarnir eru gerðir út frá sölu dagana 08.11.06 -14.11.06 i Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar Skáldsaga frá Guðbergi JPV útgáfa hefur sentrrá sér nýja skáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem ber heitið 1 Z2 bók- Hryllileg saga. 1 V/2 bók - Hryllilegri sögu tekst Guðbergur Bergsson á við íslenska menningu og áhrifavalda hennar, allt frá því að íslendingar tilheyrðu Dana- veldi til samtímans. menningarmolinn Dostojevskíj dæmdur til dauöa Á þessum degi árið 1849 var rússneski rithöfundurinn Fjodor Dostojevskíj dæmdur til dauða fyrir meinta aðild að samtökum róttækra menntamanna. 22. des- ember þetta sama ár var Dostojev- skíj leiddur fyrir aftökusveit en á síðustu stundu var hann náðaður og sendur í þrælabúðir í Síberíu þar sem hann var í fjögur ár. Þessi skelfilega lífsreynsla hafði vitan- lega mikil áhrif á Dostojevskíj og setti mark á verk hans. Árið 1866 gaf hann út Glæp og refsingu og árið 1880 komu Kar- amazov-bræðurnir út. Báðar eru skáldsögurnar meðal merkustu verka bókmenntasögunnar. Do- stojevskíj lést árið 1881 og hvílir í Pétursborg. Helstu verk Dostojev- skíj hafa komið út í íslenskri þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.