blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 19
blaðið FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 31 Sleggjudómar og hótanir um líkamsmeiðingar! Umræðan um frjálst flæði út- lendinga inn í landið fer mjög fyrir brjóstið á fjórflokknum Sjálfstæðis- flokki, VG, Samfylkingu og Fram- sóknarflokki enda voru flokkarnir samtaka í því að opna allar gáttir ís- lensks vinnumarkaðar. fstaðþessaðræðaþessimálefnimeð yfirveguðum hætti, ræða það hvernig þessi málefni snerta allan þorra al- mennings, hafa talsmenn flokkanna og pistlahöfundar afvegaleitt umræð- una. Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa sætt svívirðingum frá forystu- mönnum ungliðahreyfinga og tals- mönnum fjórflokksins, verið kallaðir kynþáttahatarar, fenjafólk, aðskilnað- arsinnar, að þeir ali á ótta og svo má fEinelti gagn- vart frjáls- lyndum vegna umræðu um innflytjendur. Umrœðan Sigurjón Þórðarson lengi telja. Sumar yfirlýsingarnar hafa endað með því að réttast væri að setja Frjálslynda flokkinn í einhvers konar einangrun eins og holdsjúk stjórnmálasamtök. Það er rétt að spyrja hvort þessi við- brögð og þessar yfirlýsingar séu eðli- leg viðbrögð við þeirri umræðu sem þingmenn Frjálslynda flokksins hafa staðið fyrir um afleiðingar af frjálsu flæði erlends vinnuafls til landsins. Það er mín skoðun að viðbrögðin séu ekki eðlileg, heldur er markmiðið að reyna að þagga niður umræðu um áhrif af frjálsu flæði á vinnumarkað- inn, þar á meðal umræðu um upp- sagnir íslenskra starfsmanna. Það er einnig rétt að velta upp þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að velta því fyrir sér hvað sé viðurkvæmileg umræða. Þess eru dæmi að framan- greindir talsmenn hafa ekki einungis látið sér nægja að fella sleggjudóma, heldur er dæmi um að pistlahöfundur Ríkisútvarpsins á Isafirði hafi gengið svo langt að hóta Jóni Magnússyni líkamsmeiðingum ef hann léti sjá til sín á ísafirði. Þessi hótun hefur ef- laust verið sett fram í nafni upplýsts umburðarlyndis. Það er einnig athyglisvert að það hefur verið látið óátalið af sjálfskip- uðum fulltrúa umburðarlyndis að ófaglært íslenskt starfsfólk og iðnaðar- menn hafi verið rægð. I sjálfu Ríkissjónvarpinu, í miðjum Kastljóssþætti, var eins og ekkert væri spilað viðtal við atvinnurekanda sem leyfði sér að rakka niður íslenskt verkafólk. Það var sagt óáreiðanlegt upp til hópa, að það hefði reynst illa, það mætti illa og væri alltaf í símanum. Tekið var fram að ungir íslenskir karlmenn væru sérstaklega kærulausir. Að lokum er rétt að geta þess að Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei sýnt neins konar andúð í garð útlend- inga, meðal annars margoft boðið fram fólk af erlendu bergi og gefið út kynningarefni á pólsku ofl. Vonandi verður þessi umræða til þess að forysta fjórflokksins hugsi sinn gang og hætti að útmála alla um- ræðu, sem varðar almenning miklu, sem afhinuilla. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Útlendir flæpamenn, úsettir hér Nálægt þrátíu þúsund útlendingar eru nú hér í vinnu, eða leita hennar. Það er óhugnanlega stórt hlutfall af ís- lensku þjóðinni. I svo miklum fjölda leynist misjafn sauður, eins og komið hefur i ljós. Undanfarna mánuði hafa grófir glæpir aukist og hafa Litháar komið þar mikið við sögu og eru þjóð sinni til skammar. Á veitingastað réð- ust nokkrir Pólverjar og Litháar inn á konu á salerni. Konan var svo heppin að maður hennar heyrði neyðaróp hennar. Þegar hann kom til hjálpar, slösuðu þeir manninn svo illa, að hann varð að fara Umrœðan Albert Jensen á spítala. Eigandi staðarins sagði ósatt um ástand hurðar á salerninu og getur það hjálpað útlendingunum til að ljúga sig út úr málinu. Ég vona að hjónin láti ekki úrhrök þessi hræða sig frá að kæra. Þau hafa þjóðina með sér. Útlendur maður bauð ungri stúlku far sem hún þáði, því hún hélt þar vera leigubíl. Hann ók út fyrir bæinn og nauðgaði henni. Tvær aðrar nauðganir voru framdar rétt áður af grímuklæddum mönnum. Stúlkur voru dregnar af al- faraleið inn í skúmaskot og nauðgað þar. Sextán ára unglingsstúlka beið eftir strædó, þegar bíll með fjórum útlendingum renndi að skýlinu. Þeir hvöttu hana á ensku til að koma inn í bílinn. Hún varð hrædd og hljóp inn í sjoppu rétt hjá. Þrír þeirra eltu hana þar inn og ætluðu greinilega að bíða þess að hún færi út. Hún hringdi og lét sækja sig. Upp hefur komist um sömu útlend- ingana oftar en einu sinni við smygl á eiturlyfjum. Landar þeirra hér sjá svo um dreifingu eitursins til barna okkar og ungmenna. Það er þakklætið sem við fáum frá þessum óþjóðalýð, fyrir að leyfa þeim landvist. Sannist glæpur á slíka menn fá þeir skilorð eða stutta vist í lúxusfangelsi. Siðlaus lýður gengst upp við svo væga meðferð fyrir svo stóra glæpi sem nauðgun og eitursala eru. Hann bókstaflega blæs út og verður illviðráðanlegur óskapnaður. I mínum huga eru nauðganir og eitursala morði líkar og eiga að meðhöndlast á samahátt. Verði útlendingar uppvisir að slíkum glæpum á að nýta þyngstu refsingu og fá svo vist fyrir þá í fangelsi í öðru landi. I þeim efnum eigum við að leita tilboða. Dómi fylgi, að fólk þetta eigi aldrei afturkvæmt til Islands. Þjóðin á fullt í fangi með eigið vandræðafólk og glæpamenn og athugandi að senda þá verstu í útlenda vist. Þannig má spara peninga og fækka glæpum. Óþolandi er að glæpalýður geri borg- ina hættulega að fara um. Þau úrhrök sem sitja dulbúin fyrir stúlkum og nauðga þeim verða að nást. Þar má ekk- ert til spara. Ein leið er að setja vaktaðar tálbeitur samtímis á nokkra staði. Það þarf að byrja strax og vara óslitið um tíma og spila svo af fingrum fram. For- varnir skila árangri. Höfundur er trésmíðameistari.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.