blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 18
blaðiö Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfuiltrúi: Árogdagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Lögregluforinginn og siðferðismörkin Lögregluforinginn Arnar Jensson skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann stráir efasemdum um heiðarleika Blaðsins. Tilefnið er fréttaút- tekt Blaðsins um sértækar aðferðir lögreglunnar. Arnar er þess fullviss að fréttaúttektin hafi verið unnin til þess eins að draga úr gildi hans sem vitnis í Baugsmálinu. Rök lögregluforingjans eru tær og klár, ritstjóri Blaðsins er bróðir manns sem hefur „haldið utanum fjölmiðlafyrirtæki Baugs”. Frekari sannanir virðist lögregluforinginn ekki þurfa, sest niður og fullyrðir á prenti að þannig sé þetta. Blaðið hafi verið notað af Baugi til að rýra trúverðugleika Arnars. Sé það rétt hjá Arnari að Blaðið hafi með einhverjum hætti opnað dyr efasemda, þá er það jafn ljóst að Arnar gekk inn um dyrnar, óboðinn, með grein sinni sem reyndar gerir það helst að kalla á spurningar og svör. Svörin hefur hann en spurningarnar hver sem les. Arnar á að minnsta kosti tvo félaga. Hann notast við þá nafnlausa í grein sinni og báðir eru þeir vissir um annarlegan tilgang Blaðsins. Annar þeirra er blaðamaður og hann sagði lögregluforingjanum að það væri augljóst að fréttaskrif Blaðsins, sem náttúrlega eru Baugi fullkomlega óviðkomandi, væru til þess gerð að varpa rýrð á Arnar. Sá blaðamaður sem þannig talar miðar væntanlega út frá eigin siðferðismati og þess vegna er knýjandi að vita hver hann er og hvar hann starfar, til þess að lesendur geti varað sig á honum. Blaðamaður sem lætur stjórnast af fólki og skrifar fréttir í þeim tilgangi sem Arnar og vinur hans halda er vondur blaðamaður og hann ber að varast. Þess vegna er nauðsyn að fréttist hver hann er. Allar tilgátur Arnars Jenssonar eru meira en sérstakar. Það eitt er svo sem í góðu lagi. Hitt er alvarlegra að ætla má að það siðferðisþrek sem hann ætlar öðru fólki sé sótt í hans eigin viðmið. Að hann látist stjórnast. Fyrir tilviljun heyrði ég rithöfundinn Hallgrím Helgason svara spurningu um hvaða mál séu verstu mál núverandi ríkisstjórnar. Hallgrímur hóf upp- talninguna á þessum málum: Baugsmálið, íraksmálið... Má vera að rithöf- undurinn hafi rétt fyrir sér að Baugsmálið, sem var alls ekki helsta málið í fréttaúttekt Blaðsins, hafi allan tímann verið pólitískt og Arnar og aðrir í lögreglunni hafi verið þær tuskur sem þeir ætla öðrum að vera. Davíð Oddsson sagði eitt sinn að ef Baugsmálið væri pólitískt myndu dómstólar bara henda því, sem þeir og gerðu. Skrif lögregluforingjans og þær kröfur sem hann gerir til sönnunar- færslu varpa kannski ljósi á smánarlega útreið mála hans fyrir dómstólum, svo sem einsog Málverkafölsunarmálsins og Baugsmálsins. Brýnt er að Arnar og aðrir í hans liði hafi í huga hversu ógurlegt vald þeim er falið og þess er krafist að þeir fari vel með valdið og vonandi er Arnar oftast kröfuharðari við sjálfan sig en hann var í Morgunblaðsgreininni. Hvernig sem Arnar lætur skal hann aldrei kæfa umræðu um vinnubrögð lögreglu. Til þess eru fjölmiðlar of sterkir og sjálfstæðir, þrátt fyrir hið eitraða peð, hinn veikgerða blaðamann sem er vinur lögregluforingjans. Sigurjón M. Egilsson Auglýslngastjórl: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 18 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaöiö Hin hliðin á krónunni. Prófkjör stjórnmálaflokkanna fara fram hvert á fætur öðru. Fjöl- miðlar úthluta þingsætum í sam- ræmi við niðurstöðu síðustu alþing- iskosninga. Talað er um að þessi eða hinn hafi komist í öruggt sæti miðað við fylgi flokks frambjóð- andans í síðustu kosningum. Úrslit kosninga liggja þó fyrst fyrir þegar síðasta atkvæðið hefur verið talið. Eitt af því sem jafnan er rætt um er með hvaða hætti karlar og konur raðast á framboðslista. I flestum tilvikum er hlutur kvenna mun rýr- ari en karla. Það er mikilvægt að jafnstaða sé milli kynjanna. Undanfarið hefur mikið verið rætt um að mun færri konur gegni þingmennsku, sitji í sveitarstjórnum eða gegni stjórn- unarstarfi í stjórn stórra hlutafé- laga. Þessir hlutir eru þó óðum að breytast og minna má á að rektorar beggja stærstu háskólanna á íslandi, Háskóla íslands og Háskólans í Reykjavík, eru konur. Fleiri konur gegna sem betur fer áberandi for- ystuhlutverki í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Ný kynslóð kvenna hefur haslað sér völl á þessu sviði og eru þær fyllilega jafnokar karlanna. Á sama tíma og menntaðasti hluti kvenna sækir fram í jafnréttisbar- áttunni þá virðast sumar aðrar kyn- systur þeirra ekki hafa náð sama árangri. Ef til vill snýst umræðan og áherslan í jafnréttisbaráttunni of mikið um nauðsyn þess að koma konum í stjórnunarstörf á Alþingi og í sveitarstjórnir. Ef til vill hafa langskólamenntaðar konur leitt þessa baráttu um of og ekki gætt nægjanlega að öðrum kynsystrum sínum sem hafa ekki eins öfluga málsvara. Önnur atriði jafnréttisbarátt- unnar skipta ekki minna máli. Bar- áttan fyrir hagsmunum láglauna- kvenna hefur verið of veikburða. Raunar má segja það að vörnin um hagsmuni þeirra sem hafa lægstu launin, karla eða kvenna, hafi oftast verið of veik. Gríðarlegt launamisrétti er samt á milli karla og kvenna. Svonefnd hefðbundin kvennastörf eru hræðilega illa launuð. Fyrir nokkrum árum kom ég á vinnustað þar sem unnu nán- ast eingöngu konur. Karlmennirnir sem unnu á staðnum voru yfirmenn. Störf kvennanna voru mun erfiðari og óþrifalegri en launin þeirra voru Jón Magnússon samt mun lægri, venjulegast innan viðhelminguraflaunum karlanna sem unnu við mun betri aðstæður á þessum vinnustað. Þetta var fyrir nokkrum árum en hvernig skyldi staðan vera nú. Launamunurinn hefur ekki minnkað milli karl- anna og kvennanna heldur aukist ef eitthvað var. Mér er einnig nær að halda að launakjör þeirra sem báru þarna hita og þunga dagsins hafi versnað hlutfallslega á und- anförnum árum. Sjálfsagt vegna þess að stór hluti þeirra sem þarna vinna í dag eru konur nýfluttar til landsins. Kvennabaráttan á að vera og er í eðli sínu jafnréttisbarátta. Barátta fyrir því að borgarar þessa þjóðfélags búi við mannsæmandi kjör og fái sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kynferði eða öðru. Með sama hætti þá er það óviðunandi að launakjör þeirra lægstlaunuðu skuli versna hlutfallslega vegna aðstreymis erlends vinnuafls. Bar- áttan stendur því ekki bara um launajafnrétti heldur líka um að þola það ekki að konum sé jafn- vel ýtt út úr láglaunastörfum með undirboðum eins og mér er sagt að raunin sé. Kvennabaráttan er ekki bara jafnréttisbarátta. Hún er mannréttindabarátta. Með sama hætti er það barátta fyrir mann- réttindum að launakjör þeirra sem lökust hafa launin lækki ekki bæði hlutfallslega og að krónutölu. Varð- staða um réttindi þessa hóps er eitt brýnasta viðfangsefnið í þjóðmála- baráttunni. Ríkisstjórnin vinnur gegn hagsmunum þessa fólks meðal annars með því að haga skattastefnunni þannig að skattar bitna stöðugt þyngra á þeim sem lægst hafa launin en léttar á há- launafólkinu. Til að ná auknum jöfnuði verður að hækka skattleys- ismörk í 150 þúsund. Þrátt fyrir að á það hafi verið bent með gildum rökum meðal annars af Stefáni Ólafssyni prófessor þá kynnir rík- isstjórnin nú niðurstöðu nefndar sinnar sem hvetur til enn meiri lækkunar skatta fjármagnseigenda og hátekjufólks. Jafnréttisbaráttan felst því í að losna við ríkisstjórnina. Þar situr fólk sem lætur eins og það viti ekki að það er til önnur hlið á krónupeningnum en verðbréfavið- skipti og stjórnunarstörf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Klippt & skorið Kratar á Suðurnesjum eru víst ekki allir ánægðir með lyktirnar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og finnst vont að þessi fjölmennasti hluti kjör- dæmisins eigi sér engan mál- svara á listanum, sem vona jrgjj megi að rati inn á Alþingi eftir kosningar. Svo mikið er mönnum niðri fyrir, að rætt er um sérframboð undir merkjum Sam- fylkingar á Suðurnesjum. Þó telja sumir veru- legan annmarka þar á, að varla sé gæfulegt að bera fram lista undir merkjum listabókstaf- anna SS, allra síst ef kosningabaráttan litast af viðkvæmu álitaefni eins og málefnum innflytj- enda. Hitt er svo annað mál, að Róbert Mars- hall hyggst sinna Suðurnesjum sérstaklega. þeir verða því varla alveg vinalausir á þingi. Sem kunnugt er fækkar þingsætum Norðvesturkjördæmis um eitt í kom- andi þingkosningum, en að sama skapi fjölgar í Suðvesturkjör- dæmi - Kraganum - um einn stól. Hinn frjálsyndi þjóðhyggjumaður Magnús Þór Hafsteinsson er sagður hugleiða að flytja sig í Kragann með þingsætinu, enda um að gera að sinna fjölmennu kjördæmunum þegar gæsirnar gefast, en stjórnmálaskýrendur í Málstofu Kormáks og Skjaldar telja fullvíst að frjálslyndir geti klófest viðvarandi fylgi upp á 10-12% með því að gera út á heimóttarskap- inn. Vafalaust taka Kragamenn vel á móti ný- búanumaf Skaganum. Fyrir síðustu kosningar gerðu sjálfstæð- ismenn í Reykjavík heilmikið með það þegar dregið var um það í hvoru Reykja- víkurkjördæminu menn lentu. Var boðað til mikils fjölmiðlahúllumhæs af því tilefni, en lyktirnar urðu þær að Davíð Oddsson fór fyrir listanum í Norður-Reykjavik, en Geir H. Haarde í Suður-Reykja- vik. Að þessu sinni var hins vegar dregið fyrir luktum dyrum og er hermt að formaðurinn hafi æft sig áður en að hinum eiginlega drætti kom. Fóru leikar svo að hann dró einmitt að óskum, því hann mun áfram leiða í suðrinu, en það sem meira erum vert: Grafarvogsjarlinn Guðlaugur Þór Þórðarson verður í efsta sæti í norðrinu. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.