blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaðið VEÐRIÐ ( DAG Léttskýjað og frost Norðan 18 til 23 við austurströndina, en tals- vert hægari vindur annars staðar. Él norðan- og austantil, annars þurrt að mestu og víða léttskýjað sunnanlands. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. AMORGUN Frystir meira Norðlæg átt, víða 10 til 15 metrar á sekúndu austanlands, en talsvert hægari vestantil. Víða él norðanlands, en bjartviðri að mestu syðra. Frost 4 til 15 stig. VÍÐA UM HEIM 1 Algarve 18 Glasgow 10 New York 19 Amsterdam 13 Hamborg 15 Orlando 23 Barcelona 19 Helsinki 2 Osló 9 Berlín 16 Kaupmannahöfn 12 Palma 21 Chicago 6 London 13 París 15 Dublin 7 Madrid 12 Stokkhólmur 6 Frankfurt 16 Montreal 15 Þórshöfn 7 Flugfélög: Sprengjuhótun í Sterlingvél Rýma þurfti flugvél danska lág- gjaldaflugfélagsins Sterling í gaer- morgun eftir félaginu barst hótun um að sprengja væri um borð. Um eitt hund ,að farþegar voru í vélinni sem var á leið frá Amsterdam til Ósló en engin sprengja fannst eftir rúmlega tveggja tíma leit. Fyrir rétt rúmum sex mán- uðum þurfti að rýma aðra flugvél á vegum Sterling vegna sprengjuhótunar og reyndist sú hótun líka \’era gabb. Á vefútgáfu danska dagblaðs- ins Ekstra Bladet er haft eftir Stefan Vilner, yfirmanni viðskipta- sviðs Sterling, að sprengjuhótanir verði sífellt algengari og flugfélög víða um heim fái að meðaltali eina til tvær hótanir á ári. Frakklandsforseti: íhugar aö halda áfram Bernadette, eiginkona Jacques Chiracs, forseta Frakklands, segir eiginmann sinn íhuga að bjóða sig fram til þriðja kjör- tímabils þrátt fyrir að skoðana- kannanir sýni að stuðningur við hann er ákaflega lítill. Þetta kemur fram í viðtali við tímaritið Le Nouvel Obser- vateur sem birtist á dögunum. Gengið verður til forsetakosn- inga í Frakklandi á næsta ári. Evrópusambandið: Möltubúar feitastir Grikkir og Möltubúar eru feitasta fólk Evrópu að jafnaði, samkvæmt skýrslu sem var gerð fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hinsvegar eru Italar og Frakkar spengilegast- ir. Skýrslan var gerð í því skyni að rannsaka hversu alvarlegt vandamál offita sé orðin meðal íbúa aðildarríkja sambandsins. Framkvæmdastjórnin hyggst leggja fram aðgerðaáætlun gegn offitu á næsta ári. Offita er miðuð við að líkams- þyngdarstuðullinn þyngd deilt með hæð sé á bilinu 18,5 til 25. Þeir sem eru með stuðulinn hærri en 25 falla í flokk þeirra sem eru of feitir. Þeir sem eru með líkamsþyngdarstuðul sem er hærri en 30 eru skil- greindir sem offitusjúklingar. Steingrímur J.: Ósáttur viö sendiherrann Grikkir og Möltubúar eru feitasta fólk Evrópu að jafnaði, samkvæmt skýrslu sem var gerð fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hinsvegar eru ftalar og Frakkar spengilegast- ir. Skýrslan var gerð í því skyni að rannsaka hversu alvarlegt vandamál offita sé orðin meðal íbúa aðildarríkja sambandsins. Framkvæmdastjórnin hyggst leggja fram aðgerðaáætlun gegn offitu á næsta ári. Offita er miðuð við að líkams- þyngdarstuðullinn þyngd deilt með hæð sé á bilinu 18,5 til 25. Þeir sem eru með stuðulinn hærri en 25 falla í flokk þeirra sem eru of feitir. Þeir sem eru með líkamsþyngdarstuðul sem er hærri en 30 eru skil- greindir sem offitusjúklingar. íslensk kona fær heilablóðfall úti í Skotlandi: Afall í fjölskyldu Anna (til vinstri) segir Súsönnu vinkonu sinni líða þokkanlega. Súsanna fékk heilablóðfall í Glasgow. Hún liggur á sjúkrahúsi. Súsanna er einstæð móðir með þrjú börn og sést hér á myndinni fyrir ofan ásamt vandamönnum. Líkt og spark í hausinn á henni Féll samstundis til jarðar ■ Óvíst með tryggingar ■ Söfnun í gangi Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Henni líður bara þokkalega. Hún fór í mikinn uppskurð í fyrradag og þekkti bróður sinn í sjón síðar um daginn,“ segir Anna Aðalsteins- dóttir, vinkona Súsönnu Jónsdóttur sem á föstudag fékk heilablóðfall þegar hún var stödd á ferðalagi í Glasgow. Súsanna er þriggja barna móðir frá Reykjanesbæ og dvelja börnin nú hjá feðrum sínum. Rannveig Pálsdóttir, systir Súsönnu, segir hana hafa verið stadda uppi á hót- elherbergi með vinum sínum þegar áfallið reið yfir. „Þetta eru erfiðir tímar. Það var eins og sparkað hefði verið í höfuðið á henni. Hún féll samstundis meðvitundarlaus SÖFNUNARREIKNINGUR FYRIR SÚSÖNNU: 1109-05-411500 610269-3389 niður og tók heila mínútu að koma henni aftur til meðvitundar,“ segir Rannveig. Óvissa um tryggingar Anna segir ljóst að Súsanna þurfi að vera að minnsta kosti mánuð úti. Eftir uppskurð verður hún i viku á gjörgæslu undir eftirliti og síðan bíða hennar nokkrar vikur í endur- hæfingu. „Hún var bara að hlæja og datt síðan niður. Farið var með hana í flýti á sjúkrahús og síðan var hún flutt yfir á annað,“ segir Anna. „Loks var hún skorin upp í fyrradag og liggur nú á gjörgæslu. Hún þarf alla vega að vera í mánuð þarna úti og það er mjög kostnaðarsamt." Bróðir Súsönnu, Georg Jónsson, er staddur úti í Glasgow til þess að fylgjast með gangi mála og veita systur sinni stuðning. Rannveig á von á því að skipta á næstunni við bróður sinn. „Við þurfum að sjá til hvernig málin þróast á næstu dögum. Sem stendur vitum við of lítið um ástandið og ég er ekki viss hvernig tryggingamálin standa,“ segir Rannveig. Þekkti bróður sinn Súsanna er lömuð í öðrum helm- ingi líkamans. Eftir uppskurðinn í fyrradag sýndi hún hreyfingu í handlegg þeim megin og því gætu verið möguleikar á því að þetta gæti gengið eitthvað til baka. Að- spurð segir Rannveig lítið þýða að gera sér of miklar vonir. „Lækn- arnir hafa sagt okkur að taka jannig merki ekki of alvarlega því jað getur alltaf komið bakslag í ferlið. Það eina sem þýði sé að bíða og vera þolinmóður,“ segir Rann- veig. „f fyrradag þekkti hún bróður okkar og náði að gera smá grin. Hún datt síðan fljótlega út aftur. Við reynum að hanga í voninni og það að hún náði meðvitund í gær gefur okkur von.“ Vinir og vandamenn hafa stofnað söfnunarreikning fyrir Súsönnu og börnin hennar í þeim erfiðleikum sem framundan eru. Skemmdarverk unglinga á Akranesi Kveiktu í brettum og tjöruhreinsi Lögreglan á Akranesi hefur nú upplýst tvo bruna sem áttu sér stað í júní í sumar. Annars vegar var um að ræða bruna við Sementsverk- smiðjuna þar sem kveikt var í bretta- stæðum og hins vegar var kveikt í tanki með tjöruhreinsi í birgðastöð Olís. f báðum tilfellum varð tjón töluvert, bæði á eignum og bygg- ingum. Lögreglunni barst i vikunni ábending um að brennuvargarnir sem þarna voru að verki hefðu verið tveir þrettán ára drengir. Þegar þeir voru teknir í viðtal hjá lögreglunni játuðu þeir hiklaust brot sín. Vegna ungs aldurs er ekki hægt að kæra drengina en mál þeirra hefur verið sent til félagsmálayfirvalda. Blaðið greindi nýlega frá því að níu 14 ára drengir hafi verið teknir á Akranesi vegna fjölda skemmdar- verka sem hófust síðastliðið sumar og stóðu fram á haust. Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, segir að þessir tveir drengir séu ekki hluti af þessum fyrrgreinda hópi heldur hafi þeir bara verið tveir að verki. Hann segir ennfremur að hann von- ist til þess að það versta sé afstaðið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.