blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaöiö GENERAL TIRE m. Gerð: Cintamani Eyglo CM-712 Litir: Beinhvítur, svartur, mosagrænn og rauður Linarigrun 95% dúnn, 5% fiður Foður: Polyester Ytra byrði Polyester Loðkragi: Ekta skinn Þyngd:780gr. Verð Kemur á óvart FERÐA- 0G ÚTIVISTARVERSLUN Skeifunni 6. sími 533 4450 5PJARAÐU ÞIG everest.is LÖGREGLA KJARAMÁL Sautján ára ökuníöingur Sautján ára ökumaður mældist á 161 kílómetrá hraða á Reykjanesbraut aðfaranótt miðvikudags. Lögreglan í Kópa- vogi stöðvaði piltinn á móti verslunarmiðstöðinni Smáralind. Ekki er nema rúmur mánuður síðan pilturinn fékk bílprófið. Hann verður sviptur ökuleyfi og fær háa fjársekt. Árétta launaleiðréttingu Kennarar í Snælandsskóla fara fram á að Kópavogur og önnur sveitarfélög sem standa að Launanefnd sveitarfélaga leiðrétti laun grunnskólakennara vegna verðbólgunnar. Aðrar stéttir hafi fengið launaleiðréttingu og því full ástæða til að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við aðra. .ÖGREGLAH Faðir Ivars segir son sinn ekki vera ofbeldishneigð- an. Lögreglan telur ivar vera varasaman einstakllng. Faðir strokufangans frá Litla Hrauni: Sonur minn er ekki varasamur ■ Skrautlegur afbrotaferill ■ Lögregla telur hann varasaman Eftir Höskuid Kára Schram hoskuldur@bladid.net Fanginn ívar Smári Guðmunds- son sem strauk frá fangaflutnings- mönnum við Héraðsdóm Reykja- víkur á þriðjudaginn á að baki langan afbrotaferil. Þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu sex ára gamall hefur hann hlotið fimm dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur og einn í Svíþjóð. Meðal annars fyrir fíkni- efnabrot og þjófnað. Lögreglan telur að ívar geti verið varasamur en faðir hans segir það ekki rétt. Hljóp í burtu „Hann er ekki ofbeldishneigður og ekki varasamur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur Gísli Björns- son, faðir Ivars. „Kannski er hann varasamur lögreglunni.“ ívar strauk úr haldi lögregl- unnar þegar verið var flytja hann frá Héraðsdómi Reykjavíkur að Litla-Hrauni þar sem hann af- plánar tuttugu mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Tókst honum að rífa sig lausan frá fangaflutningsmönnum og hlaupa í burtu án þess að þeir næðu að bregð- ast við. Lögreglan lýsti fljótlega eftir Ivari og í tilkynningu lögreglunnar frá því á þriðjudaginn segir meðal ann- ars að ástæða sé til að ætla að Ivar geti verið varasamur. Guðmundur segist ekki kannast við ofbeldishneigð í syni sínum og undrast að lögreglan skuli telja hann varasaman. „Þegar menn eru í fíkniefnaneyslu þá getur ýmislegt gerst. En það er ekki til ofbeldi í honum og ég veit ekki betur en að hann hafi verið hættur neyslu.“ Sló mann í andlitið Ivar hefur einu sinni hlotið dóm vegna líkamsárásar eftir að hann sló karlmann tvisvar í andlitið í Lækjar- götu í Reykjavík í ágústmánuði 2004. Hlaut sá skrámur íandliti enívarját- aði brot sitt fyrir dómi. Árið 2004 var ívar dæmdur í 20 mán aða fanj í Svíjóð Ivar Smári Guðmundsson Strokufanginn hafði ekki fundist | þegarBlaðið var prentað. fyrir að smygla 2 kílóum af kanna- bisefnum og 1,19 grömmum af kókaíni inn í landið. Þá hefur hann tvisvar hlotið dóm hér á landi fyrir vörslu á óleyfilegum fíkniefnum. Ekki fengust nákvæmar upplýs- ingar frá lögreglunni í Reykjavík um hvað það væri sem gerði Ivar vara- saman. Vísaði lögreglan til þess að ofbeldi og fíkniefni ætti oft samleið. BROTAFERILL ÍVARS 1999 Héraðsdómur Reykjavíkur 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og ölvun við akstur 2004 Héraðsdómur Reykjavíkur Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot 2004 Tingsrátten I Malmö í Svíþjóð 20 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl 2005 Héraðsdómur Reykjavikur Fíkni efnabrot og sviptur ökuleyfi í tvö ár fyrir ölvun við akstur. 2005 Héraðsdómur Reykjavíkur Líkamsárás 2006 Héraðsdómur Reykjavíkur 200 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur og fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda. Könnun á sjónvarpsáhorfi: Spaugstofan á toppnum Gæludýraþátturinn Dýravinir á Skjá einum er jafnvinsæll og þátt- urinn Island í dag á Stöð 2, að því er niðurstöður könnunar Capacent Gallups á sjónvarpsáhorfi í október sýna. Báðir þættirnir voru með 9,1 prósent áhorf. Silfur Egils á Stöð 2 mældist með enn minna áhorf eða 8,9 prósent. Fréttir NFS voru með mest áhorf hjá Stöð 2 eða 26,7 prósent. Næst- vinsælasti þátturinn var 1 sjöunda himni með Hemma Gunn sem var með 15,4 prósenta áhorf. Kompás var með 11,4 prósenta áhorf. Vinsælasti þátturinn hjá Skjá einum var C.S.I. New York með 21,5 prósenta áhorf. Spaugstofan var sá þáttur Rík- issjónvarpsins sem var með mest áhorf eða 47,3 prósent en fréttir með 43,3 prósenta áhorf. Kastljós var með 34,5 prósenta áhorf. Hjá Sirkus var þátturinn Tekinn með mest áhorf eða 17,3 prósent. Næstvinsælasti þátturinn var So You Think You Can Dance með 12,3 prósenta áhorf. A Dýravinur Guðrún Heimisdóttir, stjórnandi þáttarins Dýravinir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.