blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 24
-,.36 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 í Kattavinir ættu að fjölmenna í Kattholt á sunnudaginn klukkan 14 en þar verður haldinn basar til styrktar starfinu og þeim fjölmörgu köttum sem þar hafa fengið aðhlynningu og aðstoð. Kattholt ertil húsa að Stangarhyl 2. enmn blaðiö Verkið Jacqueline með gult hárband frá 1962 eftir Picasso sem er í vörslu Listasafns Islands er nú til sýnis á sýningunni PICASSO - Malen gegen die Zeit í Albertina-safninu í Vín. Á Listahátíð í Reykjavík 1986 afhenti Jacqueline Picasso forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verkið að gjöf og veitti hún því viðtöku fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Á sýningunni í Vín eru verk frá síðasta æviskeiði Picasso, þ.e. frá árunum 1961-73. Útgáfutónleikar Jóhanns Hinn landsþekkti lagasmiður Jóhann Helgason sendi á dög- -unum frá sér plötuna Söknuður. Þar er að finna öll þekktustu lög Jóhanns í nýjum útsetn- ingum Jóns Ólafssonar en Jóhann syngur sjálfur öll lögin á plötunni. ( kvöld heldur Jóhann útgáfutónleika í Salnum í Kópa- vogi ásamt fríðu föruneyti en honum til halds og trausts verða þeir Guðmundur Pétursson gít- arleikari, Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari og Jóhann Hjörleifs- son trommuleikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Listaskáldið góða I dag, á degi íslenskrar tungu, opnar Landsbókasafn (slands - Háskólabóka- safn vef um þjóðskáldið Jónas Hall- grímsson. Vefurinn er unninn að tillögu nefndar sem skipuð var af mennta- málaráð- herra í tilefni 200 ára fæðingarafmælis þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Markmiðið með vefnum er að heiðra minningu Jónasar, kynna verk hans og gera þau að- gengileg á Netinu auk þess að vekja athygli á vísindastörfum Jónasar. Slóðin er www.jonashallgrims- son.is. Eins og ferð til himna aritas á íslandi er deild í einum stærstu hjálp- arsamtökum í heimi, Caritas International. Meginmarkmið sam- takanna er að sinna hjálparstarfi, stuðla að félagslegu réttlæti og styðja við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Caritas á fslandi var stofnað 1989 og gerðist hluti af alþjóðlegu stofnuninni á Róm- arfundi 1991,“ útskýrir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas á fslandi, en samtökin halda glæsi- lega styrktartónleika í Kristskirkju við Landakot sunnudaginn 19. nóv- ember. Þetta eruþrettándu styrktar- tónleikarnir sem Caritas á íslandi stendur fyrir og þeir hafa hljómað reglulega á þessum árstíma í Krists- kirkju við Landakot frá 1994. Að þessi sinni styrkja samtökin fötluð börn. „Hjálparstarfsemi okkarbein- ist mikið að börnum, sérstaklega fyrir jólin og oft höfum við verið í samstarfi við Hjálparstofnun kirkj- unnar. Allur ágóði tónleikanna á sunnudaginn rennur til Greining- ar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins en þar eru langir biðlistar og margir sem þarfnast aðstoðar. Fjárskortur hefur háð starfsemi stofnunarinnar og við vildum að þessu sinni leggja miðstöðinni lið og leggja okkar af mörkum til að þau börn sem þurfa á þjónustu að halda fái hana. Okk- ur finnst skjóta skökku við að þeir smæstu hinna smæstu fái ekki til- hlýðilega aðstoð," segir Sigríður. Fjölbreytt dagskrá Dagskrá tónleikanna á sunnu- daginn er glæsileg en margir af helstu listamönnum þjóðarinnar leggja þessu góða málefni lið. Með- al þeirra sem fram koma eru Guðný Guðbjörnsdóttir fiðluleikari, Sess- elja Kristjánsdóttir messósópran, Gunnar Kvaran sellóleikari og Vox feminae og Stúlknakór Reykjavík- ur undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur. „Samvinna kóranna minna, Vox feminae og Stúlknakórs Reykja- víkur, við Caritas hefur gengið frá- bærlega vel. Og árlegir tónleikar Caritas eru eitt ánægjulegasta verk- efnið sem ég tek þátt í. Þarna fá kórfélagarnir að kynnast landsins bestu listamönnum ár eftir ár og þarna heyra þær skærustu perlur tónbókmenntanna. Ég hef ásamt mínum kórum tekið þátt í þessum tónleikum síðan árið 2000. Endur- fundirnir á hverju ári eru ákaflega ánægjulegir," segir Margrét full tilhlökkunar og bætir við að hljóm- burðurinn i Kristskirkju við Landa- kot sé engu líkur. „Það er eins og ferð til himna að fá að syngja þar og á mig virkar þetta eins og hugleiðsla. Það róar hugann að syngja í kirkj- unni og kærleikshormón, birta og ylur liðast um líkamann sem er ynd- islegt á þessum árstíma þegar úti er kalt og jólin á næsta leiti.“ Með frið í hjarta „I ár spannar efnisskráin mjög vítt svið í tónlistarsögunni. Við flytjum tónlist allt frá endurreisnartíman- um til dagsins í dag,“ segir Margrét. „Að þessu sinni er líka sérstaklega ánægjulegt að með Vox feminae syngja átta stúlkur sem eru vaxnar upp úr Stúlknakór Reykjavíkur og eru að taka sín fyrstu skref í starfi kvennakórsins. Einnig mun Guðný Guðmundsdóttir koma með litla sveit af sínum hæfileikariku nem- endum sem eru framtíðarstofninn í Sinfóníuhljómsveit íslands.“ Margr- ét segir Caritas-tónleikana marka upphaf aðventunnar fyrir marga og fjölmargir gestir komi ár eftir ár á þessa tónleika, njóti fagurra lista og leggi góðu málefni lið í leiðinni. „Þeg- ar líður að jólum er ekki síður nauð- synlegt að metta sálina en magann og það er yndislegur friður sem fylg- ir þessum tónleikum ár eftir ár.“ Forsala aðgöngumiða er í Penn- anum Eymundsson í Austurstræti og Smáralind og á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins að Digranes- vegi 5 í Kópavogi. Miðasala verður einnig við innganginn. Miðaverð er 2.500 krónur. Allur ágóði tónleik- anna mun renna til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Smurþjónusta Rafgeymar Dekkjaþjónusta ^ Car-rental / Bílaleisa Vetrardekk - Heilsársdekk - nagladekk - loftbóludekk Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Sími: 557-9110 Sími: 555 3330 www.bilko.is www.hasso.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.