blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 blaöiö DoubleVvpar Stay-iri'Piace .Vtakeup Teint {cngue reruic- mtránsfe»able st'f 10 Nicorette Fruitmint Nýtt bragð sem kemurá óvart Nícorette nikótínfyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til aó ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áóur en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aórar upplýsirtgar. Léitið tíl læknis eóa lyfjafræðings ef þörf er ó frekari upplýsingum um lyfin. I>eir sem fengíð tiafa ofnæmi fyrir riikótíni eða öörum inriihaldsefrium lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóöfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur meö barn á brjósti eiga ekki aó nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fytgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðiiinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboðá íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is *Tilboðsverð 2006 Stay-in-Place Makeup SPF 10 Hið fullkomna útlit sem þú vandar þig við að ná að morgni helst daglangt. Þessi þægilegi fljótandi farði auðveldar þér sannarlega lífið- áferðin er fersk og eðlileg fram á kvöld, jafnvel í hita og raka, öllu amstri dags- ins. Farðinn breytir ekki lit, rennur ekki til og smitar ekki í fötin. Nýjung. Stay-in Place Powder Makeuþ SPF 10 fæst nú líka sem púðurfarði sem endist ekki síður vel. Gefur fullkomið útlit - þarf ekki að betrumbæta yfir daginn. esteelauder.com ESTEE LAUDER n ý 11 Double Wear Vín og villtar meyjar I dag klukkan 12.15 flytur Annadís Rúdólfsdóttir félagssálfræðingur fyrirlestur í Norræna húsinu sem hún kallar: Vín og villtar meyjar. Fyrirlesturinn fjailar um eiginlega rannsókn sem Annadís stóð að ásamt Philippu Morgan þar sem hún tók 5 hópviðtöl við konur á aldrinum 17 til 22 ára þar sem reynt var að grafast fyrir um hvaða hlutverki áfengi gegndi í lífi þeirra. Áfengisneysla ungra kvenna hefur breyst mikið og fræðimenn benda á að mismunandi mælistikur eru lagðar á drykkju karla og kvenna. konan konan@bladid.net 'Blaðið/Frikki Sigríður Dögg Auðunsdóttir er í FéKagi kvenna í Ijöimiðluns Vilja knýja fram jafnrétti Anæstu vikum verður Fé- lag kvenna í fjölmiðlum formlega stofnað en und- irbúningur að stofnun þess hefur staðið að undanförnu. „Það eru fimmtíu konur sem þegar eru búnar að skrá sig sem stofnfélagar og við vonumst til að sem flestar konur sem starfa í blaða- og fréttamennsku skrái sig í félagið,” segir Sigríður Dögg Auð- unsdóttir blaðamaður sem er ein af stofnendum félagsins. Hún seg- ir að hlutverk félagsins verði fyrst og fremst að stuðla að jafnrétti í faginu. „Konur í fjölmiðlum hafa undanfarin tvö ár hist og það hafa verið haldin umræðukvöld og skemmtikvöld en með stofnun félagsins viljum við gera meira en bara tala og fyrsta verkefni félags- ins verður að rannsaka launamál kynjanna í blaðamennsku. Rann- sókn sem Blaðamannafélagið gerði í fyrra sýndi fram á að kon- ur eru með töluvert lægri laun en karlar í stéttinni. Síðan virðist gler- þakið margumtalaða vera hertara í fjölmiðlum en hjá mörgum öðr- um stéttum. Það eru of fáar konur í fréttastjórastöðum og stjórnun- arstöðum inni á fjölmiðlunum og við viljum beita okkur í þessum málum og knýja fram breytingar.” Félagið verður vettvangur fyrir konur til að spjalla saman og fyr- irhugað er að halda málþing og fundi reglulega. Hlutverk félagsins er líka að búa til fyrirmyndir fyrir ungar konur sem vilja starfa í blaða- mennsku og auðvelda konum að- gang að þeim konum sem eru reynd- ari í faginu. Margt að gerast Sigríður er sjálf að hætta í starfi sínu á Fréttablaðinu og hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvað tekur við og segir að margt komi til greina þótt hún telji víst að hún verði áfram á sviði fréttamennsku. „Það eru miklir möguleikar og margt að ger- ast á sviði fjölmiðla á íslandi í dag og ég hlakka til að takast á við ný viðfangsefni á sviði fréttamennsku.” Um vinnuna segir Sigríður að hún sé skemmtileg en einnig krefj- andi og á hverjum degi læri maður eitthvað nýtt. Hún byrjaði feril sinn sem blaðamaður hjá Morgunblað- inu 1999 og starfaði síðan í London við fjölmiðlun þar til hún kom heim 2004 og fór þá að vinna hjá Frétta- blaðinu. „Ég kann vel að meta það frelsi sem maður hefur i starfinu og þá staðreynd að maður þarf alltaf að vera á tánum og opinn fyrir nýjum hugmyndum.“ Til í að hjálpa körlunum að berjast Þegar Sigríður er beðin um að segja frá áhugamálum utan vinnu segir hún að þá sé fjölskyldan í að- alhlutverki en hún á tvær stelpur og þrjú stjúpbörn þannig að stundum eru þau sjö í heimili. „Við vorum ein- mitt að kaupa okkur rútu.” Þegar hún er spurð hvernig gangi að sameina stóra fjölskyldu og krefj- andi vinnu, segir hún að það gangi vel en maður þurfi að setja sig í ákveðnar stellingar. „Maðurinn minn er líka mikill jafnréttissinni og við gerum sömu kröfur til okk- ar beggja um að sameina vinnu og fjölskyldu og deilum verkum á milli okkar. Mér finnst mikilvægt að konur láti af hendi ábyrgðina innan heimilisins. Það virðist vera þannig í dag að konur beri enn meiri ábyrgð inni á heimilinu og það er svolítið undir konum komið að sleppa þessari ábyrgð og deila henni með körlunum. Mér finnst líka vera kominn tími til að karlar fari að berjast fyrir sínu jafnrétti og karlar verða að vera virkari í umræð- unni um jafnrétti. Ég væri alveg til í að hjálpa körlunum að berjast en ég ætla ekki að gera það fyrir þá, þeir þurfa að hafa frumkvæðið.” loa@bladid.net Kvennadeildin 40 ára Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands heldur upp á 40 ára starfsafmæli þann 12. des- ember. í Kvennadeildinni starfa um 220 sjálfboðaliðar og deildin rekur meðal annars sölubúðirnar á sjúkrahúsum, bókasöfn á sjúkra- húsum auk þess sem hún rekur heimsóknarþjónustu fyrir aldraða. I tilefni afmælisins mun deildin gefa alls 8 milljónir króna til góð- gerðamála og í ár er sjónum beint að börnum sem glíma við sjúk- dóma eða fötlun. Sigríður María Sigurjónsdóttir, formaður Kvenna- deildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, segir að deildin geti allt- af bætt við sig nýjum sjálfboðalið- um „Það vantar alltaf gott fólk, ekki síst í heimsóknarþjónustunni. Við bjóðum líka karla velkomna sem vilja leggja góðu málefni lið. Starfið er mjög gef- andi og hentar vel þeim sem eru hætt- ir að vinna eða komnir á eftirlaun eða þeim sem eru á leiðinni aftur út á vinnumarkaðinn eftir veikindi og þetta er góð leið til að koma sér í gang og gefur fólki mjög mikið.” Félagið hefur einnig gefið út jóla- kort í tilefni afmælisins og allur ágóði sem safnast með sölu þeirra rennur óskiptur til fatlaðra barna á íslandi. „Þetta eru mjög falleg kort en það var Penninn sem styrkti okk- ur við gerð þeirra,” segir Sigríður. „Búðirnar á sjúkrahúsunum eru okkar eina fjáröflun en auk þess höldum við basar einu sinni á ári. í ár rann afrakstur þess sem á basarn- um safnaðist til barna með hreyfi- hömlun.” í dag mun Kvennadeildin færa Blindrafélaginu peningagjöf upp á þrjár og hálfa milljón króna sem verða nýttar til að efla þjónustu við blind og sjónskert börn, meðal annars með kaupum á hjálpartækj- um. Gjöfin verður afhent við stutta athöfn í dag í Blindrafélaginu við Hamrahlíð 17 klukkan 16.00.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.