blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaöift VEÐRIÐ í DAG Hvasst og él Norðan 13 til 18 og él eða snjókoma norðvestanlands á morgun, en annars suðvestan 3-10. Stöku él vestanlands en léttir til um landið austanvert á morgun. Hiti 0 til 6 stig. Á MORGUN Hægari Norðaustlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndu. Annars hægari og þurrt að mestu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en frostlaust við sjávarsíðuna. VI'ÐAUMHEIM I Algarve 17 Glasgow 9 New York Amsterdam 9 Hamborg 9 Orlando Barcelona 17 Helsinki 7 Osló Berlin 8 Kaupmannahöfn 8 Palma Chicago -8 London 13 París Dublin 11 Madrid 12 Stokkhólmur Frankfurt 8 Montreal 2 Þórshöfn 16 21 9 22 9 7 Lögreglan nær þrjótum: Börðu blaðbera og stálu banka Búið er að upplýsa tilraun til þess að stela hraðbanka í Reykjavík en þjófarnir náðust á myndavél. Einnig slasaðist einn lítillega við átökin en einn hraðbanki vegur tæplega hálft tonn. Einnig var árás á blaðbera í lok október upplýst. í ljós kom að tveir af hraðbankaþjófunum voru viðriðnir það ódæði. Árásin átti sér stað 31. okt- óber þegar blaðberar voru að bera út blöðin um morgun. Komu þá fjórir einstaklingar á bíl og rændu af þeim lítilræði af fé og farsíma. Ætlun þjófanna var að fjármagna fíkniefna- neyslu. Málið hefur vtrið sent til löglærðra fulltrúa 1 jgreglu- stjóra til ákæru. Verðhækkun: Stenst ekki skoðun Talsmenn Landsvirkjunar segja að því fari fjarri að kostn- aður Orkuveitu Reykjavíkur af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að Orkuveitan telji sig knúna til að hækka raf- orkutaxta sína um 2,4 prósent um næstu áramót. Orkuveitan skýrir fyrirhug- aða hækkun með tíu prósenta hækkun á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á síðustu tveimur árum. „1 þessu sam- bandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smá- sölu,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Krabbameinssjúklingar: Mánaðabið eftir nýjum lyfjum Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Krabbameinssjúklingar geta þurft að bíða i nokkrar vikur eða jafnvel mánuði eftir úrskurði um hvort þeir fái nýjustu og bestu lyfin. Viðbót- arkostnaður Landspítala-háskóla- sjúkrahúss vegna nýrra lyfja er allt að 350 milljónir króna á ári. „Sjúklingar hafa stundum ekki tíma til að bíða, sérstaklega ekki í nokkra mánuði eins og gerst hefur. Ef sjúklingur situr við borðið hjá mér og spy r hvort ég viti ekki um einhver nýlyf segi ég auðvitað að komin séu á markað ný og betri lyf og að þau muni hugsanlega geta hjálpað í hans tilfelli. En þar sem ég þarf að bera það undir nefnd hvort ég megi ávísa á þessi nýju, dýru lyf getur orðið bið á að sjúklingurinn fái þau,” segir Sigurður Björnsson, yfirlæknir á lyflækningadeild krabbameina á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. „Þessi nýju lyf eru byggð á allt öðrum forsendum en gömlu lyfin sem höfðu margvíslegar aukaverk- anir í för með sér. Nýju lyfin ráðast bara gegn illkynja frumum og þess vegna er meðferðin markvissari. Kostnaðurinn við klínískar rann- sóknir við þróun lyfjanna er óheyri- lega mikill og Iyfin þess vegna marg- falt dýrari en þau gömlu,” greinir Sigurður frá. Sjúklingar hafa ekki tima til að bíða Sigurður Björnsson yfirlæknir Forstjóri Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, Magnús Pétursson, greinir frá því á vef spítalans að miðað við núverandi lyfjakostnað og fjölda sjúklinga verði viðbótar- kostnaður vegna nýrra lyfja 300 til 350 milljónir króna á ári. „Við höldum fundi um þetta á spít- alanum og ég er alveg viss um að heilbrigðisráðuneytið beitir sér við fjárveitingavaldið. Við læknarnir erum hins vegar óþolinmóðir þar sem við erum málsvarar sjúkling- anna. Þeir eiga allt sitt undir okkur,” segir Sigurður og bætir því við að krabbameinsdeildin sé í alveg sér- stakri stöðu. „Þótt sjúklingar liggi ekki á Land- spítalanum þurfa krabbameinslyf þeirra að fara í gegnum fjárveit- ingakerfi spítalans en það þurfa lyf fyrir flesta aðra sjúkdómaflokka ekki ef sjúklingarnir dvelja ekki á spítalanum. Aður greiddi Trygg- ingastofnun hluta af lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga eins og allra annarra sjúklinga sem ekki liggja inni. En fyrir um það bil sex árum var búinn til svolítill svigi utan um krabbameinssjúklinga og lyf sem þeir nota s-merkt, eða sjúkrahús- merkt, þótt þeir séu ekki á Landspít- alanum. Það þýðir að sjúklingur sem býr á Hornafirði eða Súðavík og þarf að taka eina töflu af lyfinu sínu á dag á það undir fjárveitingu til Landspítalans hvort hann fái lyfið eða ekki. Ef sjúklingur sem ekki liggur inni á Landspítalanum þarf að taka hjartalyf eða asmalyf borgar Tryggingastofnun.” Það er mat Sigurðar að reglu- verkið sé þunglamalegt og mis- muni fólki eftir sjúkdómum. „Mér finnst ekki að ávísun á lyf fyrir sjúklinga sem ekki dvelja á Land- spítalanum eigi að tengjast fjárhag spítalans. Það á heldur ekki að þurfa að fara fyrir einhverja nefnd hvaða meðferð mínir sjúklingar eigi að fá. Ef mér finnst ég vera hæfasti maðurinn á landinu til að ákveða eitthvað fyrir mína sjúk- linga finnst mér svolítið afbrigði- legt að einhver nefnd lækna, sem ekki eru beinlínis sérfræðingar á mínu sviði, skuli eiga að segja mér hvort meðferðin sé skynsamleg eða hvort spítalinn eigi að borga fyrir hana. Regluverkið er orðið of mikið og fjármagnið of lítið en læknar, stjórnendur spítalans og heilbrigðisráðherra eru allir af vilja gerðir til að fá þessu breytt.” Margrét Sverrisdóttir: Þarf tíma í kosningaslag Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, var sagt upp störfum sem fram- kvæmdastjóra þingflokksins í fyrradag. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að hann hafi reifaði það við Margréti í sumar að hún fengi frí frá framkvæmdastjórn þegar komið væri í harða kosningabaráttu. „Málið snýst um að hún hafi tíma til að sinna baráttunni og að þingmenn hafi greiðan aðgang að starfsmanni. Það er heldur ekki eðlilegt að hún verði á tvöföldum launum þegar hún verður væntanlega búin að ná kjöri. Hún þarf fri í þeim kosn- ingaslag sem hún tekur þátt og við munum styðja hana i því að leiða annan listann i Reykjavík. Annað hefur ekki staðið til af okkar hálfu,”;segir Guðjón. Ekki náðist í Margréti. Dæmdur í fangelsi: Rændi apótek í lyfjafráhvarfi Rúmlega fertugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykja- ness í gær fyrir að ræna apótek vopnaður öxi. Maðurinn ruddist inn í apó- tek í Kópavogi og hélt öxinni ógnandi á lofti. Hann segist sjálfur hafa verið illa haldinn í morfínfráhvörfum en hann heimtaði að afgreiðslukona léti hann fá rítalín og kontalgin sem sprautufíklar nota gjarnan. Maðurinn komst undan en lögreglan fann hann stuttu síðar. Hann hafði margsinnis komist í kast við lögin áður. Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka dagæ 10-18, lau: 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Tveir Rúmenar dæmdir fyrir að afrita greiðslukort: Ár fyrir afritun EdjtVal Grettisson valur@bladid.net ,Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verður áfrýjað," segir Hilmar Ingimundarson, lög- fræðingur Alexandru Cipria Nica, sem var dæmdur í árs fangelsi ásamt vitorðsmanni fyrir að afrita greiðslukort í hraðbönkum, en þeir komu þremur slíkum búnuðum fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Vitorðs- maður hans, Florin Daniel Zgondea, fékk átta mánaða fangelsi. Mennirnir komu fyrir falskri framhlið á hraðbanka í Reykjavík og Kópavogi í byrjun nóvember síð- astliðins. Þegar fólk setti kortin sín inn í bankann las útbúnaður, sem þeir höfðu sérstaklega lagað að ís- lenskum aðstæðum, kortanúmerin. Náðu þeir alls 20 reiknings- og aðgangsnúmerum. Þeir notuðu númerin til þess að svíkja út vörur fyrir rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur. Þar á meðal keyptu þeir far- tölvu og í matinn. Samkvæmt dómsorði var það at- hugull viðskiptavinur eins bankans sem varð var við háttsemina á fyrstu stigum hennar. Talið er að skaðinn hefði getað orðið mun meiri hefði brotið ekki komist svona fljótt upp. Telur dómurinn að Florin hafi eingöngu aðstoðað Alexandru við svikin og því fær hann vægari dóm en ella. Samkvæmt Hilmari er dómurinn í takt við það sem gengur í nágranna- löndum. Þá kom svipað mál upp í Fölsk framhlið Tveir menn voru dæmdir í fangelsi fyriraö stela korta- upptýsingum. Danmörku fyrir ekki svo Iöngu og var þá maður dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Hann, líkt og hinir dæmdu, var ekki á sakaskrá í því landi þar sem þeir voru handteknir. Gæsluvarðhald sem þeir sættu í upphafi rannsóknar mun verða dregið frá dómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.