blaðið - 02.12.2006, Síða 6

blaðið - 02.12.2006, Síða 6
VÍSINDAHEIMURINN VÍSINDAHEJMURf John farndon Stene Parker Fyrstu íjórar bækurnar í tíu bóka flokki um helstu svið náttúruvísinda. Bækurnar eru einkum sniðnar að þörfum 10-14 ára barna og eru gífurlegur þekkingarbrunnur sem allir geta haft gagn og gaman að. Glæsilegt myndefni og lífleg framsetning. Frábærar bækur handa fróðleiksþyrstum krökkum. Seinni bækurnar sex í flokknum koma út á næsta ári. Spiderwick-sögurnar Hörkuspennandi ævintýrabækur Allar komnar út! Æsispennandi og gullfallegar ævintýrabækur handa krökkum á aldrinum 8-14 ára í snilldarþýðingu Böðvars Guðmundssonar. Fyrstu tvær bækurnar komu út í fyrra en nú eru þær allar komnar út. Kvikmyndin verður frumsýnd seint á næsta ári. Fólkið í blokkinni Eftir Ólaf Hauk Símonarson er einhver allra skemmtilegasta barnabók sem komð hefur út á síðari árum. Sögurnar af fólkinu í blokkinni eru sprenghlægilegar en þó um leið svo raunsannar að allir sem einhverntíma hafa búið í blokk hrópa: Einmitt svona er þetta! SKRUDDA Eyjarslóð 9 -101 R. - skrudda@akrudda.is 6 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaöiö INNLENT LÝÐHEILSUSTOFNUN Reykingar minnka 18,8 prósent landsmanna á aldrinum 15 til 89 ára reykja daglega. Þetta er niðurstaöa könnunar Capacent Gallup sem Lýðheilsustöð lét gera. Aðeins fleiri karlar reykja eða um 21 prósent á meðan reykingakonur eru 17 prósent. Árið 1991 reyktu um 30 prósent þjóðarinnar. Því er Ijóst að reykingar eru á hægri en stöðugri niðurleið samkvæmt Lýðheilsustöð. Nýr þjóðarpúls Gallups um fylgi stjórnmálaflokka: Stjórnarflokkarnir tapa meirihluta ■ Frjálslyndir eru hástökkvararnir ■ Sjálfstæðisflokkur tapar mestu ■ Áfall fyrir Samfylkingu og Framsókn Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Frjálslyndir hafa sennilega verið að laða til sín fylgi þeirra sem eru ósáttir við innflytjendur. Það hefur ekkert annað gerst hjá flokknum sem gæti útskýrt aukið fylgi þeirra,“ segi Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Islands. I nýjasta þjóðarpúlsi Gallups um fylgi stjórnmálaflokkanna bætir Frjálslyndi flokkurinn við sig sjö prósentustigum frá síðasta þjóðar- púlsi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar aftur á móti sex prósentum á lands- vísu og í fyrsta sinn frá því í vor hafa stjórnarflokkarnir misst meirihluta fylgis. Vinstri grænir tapa einu pró- sentustigi. Aðspurður telur Gunnar Helgi það líklegt að Frjálslyndir muni ríghalda í málefni innflytj- enda fram á vor. „Ég myndi halda það geta verið freistingu fyrir flokk, sem gæti átt það á hættu að þurrkast út, að viðhalda umræðunni um innflytj- endur fram á vorið enda flokkurinn augljóslega í vandræðum," segir Gunnar Helgi. Hægri sundrung Gunnar Helgi telur fylgistap Sjálf- stæðisflokksins líklega tengjast aukningu Frjálslyndra. Skýringin þarf þó ekki að vera svo augljós að hans mati. „Sennilega er straumur- inn þarna á milli. Frjálslyndir eru hægra megin við miðju og gæti nú verið aðlaðandi fyrir einhverja kjós- endur Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Helgi. „Flokkurinn mælist nú yfir kjörfylgi við síðustu kosn- ingar en hann hefur líka iðulega mælst hærri í könnunum. Að mínu mati ætti flokkurinn að standa tals- vert betur á þessum árstíma til að ná sinni eðlilegu kosningu í vor.“ Ekki góðar fréttir Samfylkinginn mælist með fjórð- ungsfylgi á landsvísu og stendur í stað frá síðustu mælingu. Gunnar Helgi telur það ekki góðar fréttir Meirihlutinn fallinn Samkvæmt nýjasta þjóð arpúlsi Gallups tapa stjórnarflokkarnir meiri- hluta. Hástökkvarinn er Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæöisflokkurinn tapar mestu fylgi. fyrir flokkinn. „Samfylkingin hefur ekki verið að ná vopnum sínum í pól- itík. Frá því í sumar hefur hún verið með stöðugt fylgi, sem er áhyggju- efni fyrir stóran flokk í stjórnarand- stöðu. Þetta eru slæmar fréttir fyrir kosningar í vor,“ segir Gunnar Helgi. „Þessi útkoma væri meiriháttar áfall fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum.“ Tvöfalt fylgi Gunnar Helgi segir stöðu Vinstri grænna vera vænlega enda hafi fylgi þeirra mjakast upp á við yfir lengri tíma. Hann bendir á að langt sé til kosninga og því of snemmt að mynda nýja stjórn. „Þessi útkoma núna gefur til kynna tvöföldun á Ekki náttúrulög- mál að Sjálfstæð- isflokkursé ávallt í stjóm Gunnar Helgi Kristinsson prófessor I stjórnmálafræði kjörfylgi frá síðustu kosningum. Þetta yrði alveg meiriháttar sigur fyrir flokkinn,“ segir Gunnar Helgi. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengi í stjórn og út af fyrir sig er það ekkert náttúrulögmál að hann sé það ávallt. Veikleiki stjórnarinnar liggur fyrst og fremst í því að Fram- sóknarflokkurinn er í bullandi vandræðum." f g|] Frjálslyndir Framsóknarflokkurinn ■ Samfylkingin ■ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri hreyfingin grænt framboð 19% 25% Fylgi flokkanna á landsvísu. Tölurerunámundaöar. Formaðurinn í hættu Aðspurður segir Gunnar Helgi Framsóknarflokkinn í bullandi vandræðum og að hann sé kominn langt niður fyrir það sem hann á að sér að vera. „Framsókn á það á hættu að verða algjör smáflokkur. Staðan er mjög svört og hún hefur verið þannig í nokkurn tima. I hugum fólks gæti hann farið að fest- ast sem smáflokkur," segir Gunnar Helgi. „Miðað við fylgi í Reykjavík þá þarf flokkurinn að berjast veru- lega fyrir því að ná þingmanni inn. Það er þvi ljóst að bæði flokkurinn og formaðurinn eiga á brattann að sækja.“ Ráðherrar vissu alltaf um hleranir: Heimildir Enginn vafi leikur á þvi að heim- ildir til hlerana hafi verið að fullu nýttar samkvæmt Guðna Th. Jó- hannessyni, sagnfræðingi og höf- undi bókarinnar Óvinir rikisins. Hann segir fjölmörg dæmi renna stoðum undir þá fullyrðingu. „Árið 1949 er kveðinn upp úr- skurður um hleranir og aftur seinna um að hlerunum skuli haldið áfram. Það segir sig sjálft að hleranir hafi átt sér stað, ann- ars hefði ekki verið hægt að halda þeim áfram.“ Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra ritaði á heimasíðu sinni að heimildir til hlerana jafngildi ekki því að þær hafi verið nýttar. voru að fullu nýttar Guðni segirþað ólíklegt að menn hafi gengið svo langt að óska eftir heimildum án þess að ætla sér að nýta þær. Þá segir Guðni það al- veg ljóst að dómsmálaráðherrar á hverjum tíma hafi alltaf haft vitn- eskju um þær hleranir sem voru í gangi. „Þegar dómsmálaráðuneyt- inu berst ósk frá lögreglunni um hlerunarheimild þá er ráðherra hafður með í ráðum. Þetta er ekk- ert sem minniháttar embættis- menn sinna.“ Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur Fjölmörg dæmi um að heimildir hafi veriö nýttar

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.