blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 62

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaöið Grilluðu mömmu og pabba Hin 16 ára Marlene Olive var af mörgum talin norn. Þegar kærastinn hennar hafði myrt báða foreldra henn- ar svaraði hann því til í rétti að hún hefði stjórnað sér. Vinir hans tóku undir það og sögðu hann ávallt hafa látið Marlene stjórna sér á furðulegan hátt. Marlene bjó með foreldrum sín- um, James og Naomi, í borginni San Rafael í Kaliforníu. Faðir hennar var viðskiptaráðgjafi og þekktur fyrir iðjusemi í starfi. Vinnufélögum hans fannst því skrítið þegar hann mætti ekki til vinnu svo dögum skipti - án þess að láta heyra í sér. Vinnufélagi James hringdi heim til hans og Mar- lene svaraði. Hún sagði foreldra sína vera úti. „Segðu föður þínum að hringja í mig þegar hann kemur heim,“ sagði vinnufélaginn. James hringdi aldrei og frekari símhringing- um vinnufélaga hans var ekki svarað svo þeir hringdu í lögregluna. Hún hafði verri áhrif á hann Þegar lögreglan kom á vettvang var Marlene þar ein. Hún sagðist enga hug- mynd hafa um afdrif foreldra sinna og að hún óttaðist um þau vegna blóð- slettna sem hún sagðist hafa fundið í húsinu. Lögreglan fann byssukúlur og blóðblautan kjól á einu rúmanna. Marlene var flutt á lögreglustöðina þar sem hún sagði fimm mismun- andi sögur um hvar hún hefði haldið sig síðustu daga. Saksóknara grunaði að hún vissi mun meira en hún lét uppi. Lögreglan komst að því að foreldrar Marlene voru ekki sáttir við kærasta hennar. Fortíð hans var ekki falleg, Marlene og James faöir hennar voru ekki samrýnd feðgin. Saksóknari ályktaði að hún hataði forel- dra sína miðað við hvernig hún talaði um þá eftir morðin. en hann hafði verið handtekinn fyrir ýmsa glæpi í gegnum tíð- ina - meðal annars fyrir að eiga afsagaða haglabyssu. Foreldrar Marlene töldu hann hafa slæm áhrif á dóttur sína. Það sem þau vissu ekki var að hún hafði jafnvel verri áhrif á hann. Saksóknari var sann- færður um að Marlene hat- aði foreldra sína þar sem hún talaði mjög illa um þá í yfirheyrslum. Hann fékk ábendingu um að rannsaka eldstæði þar sem unglingar söfn- uðust oft saman til að grilla mat. Þar fundu þeir bein og tennur úr fólki. Seinna var staðfest að beinin og tennurnar voru úr James og Naomi, foreldrum Marlene. Spjót- in beindust strax að Mar- lene og kærasta hennar, Charles Riley. Merlene fékk Charles Riley til að fremja morðin. Þurfti að losa sig við manneskju Réttarhöldin hófust í janúar 1976. Það leið ekki á löngu þar til játning Rileys lá fyrir. Hann sagði Marlene hafa skipulagt morðin. Hún fór með föður sínum í verslunarferð og skildi útidyrnar eftir ólæstar. Hún skildi hamar eftir við dyrnar sem Riley átti að nota til að myrða móður hennar. Þegar Riley gekk inn í húsið lá móðir Marlene sofandi inni í stofu. Hann rak hamarinn i höfuð hennar og barði ítrekað, en hún hætti ekki að anda. Hann átti í miklum erfiðleikum með að ná hamrinum úr höfuðkúpu henn- ar eftir nokkur högg. Hún hætti ekki að anda svo hann hljóp inn í eld- hús og náði í hníf. Hann stakk hana í hjartastað en áfram andaði hún. Hans síðasta úr- ræði var að ná í kodda sem hann kæfði hana með. Þeg- ar faðir Marlene kom aftur reyndi hann að yfirbuga Riley, sem varð fyrri til “ og skaut hann til bana. Charles Riley hélt því ávallt fram að Mar- * lene hefði stjórn- að sér með yf- irnáttúrlegum kröftum. Þrátt fyrir að vinir hans staðfestu það fékk útskýringin ekki náð fyr- ir dómstólum. Hann var fundinn sekur um morðið á James og Naomi Olive og | dæmdur í lífstíðarfangelsi en lést í fangelsi níu árum síðar. Marlene Olive var fundin sek um þátttöku í morðunum. Þar sem hún var und- ir lögaldri var hún dæmd til vistar í unglingafangelsi í sex ár. „Þú ert heppin að vera kærð sem barn,“ sagði dómarinn Charles Best á meðan tár streymdu niður kinnar Marlene. atli@bladid.net Ekki gleyma þínu fólki í útlöndum um jólin Ef þú ætlar að senda vinum og vandamönnum í útlöndum pakka fyrir jólin skaltu láta DHL koma honum til skila. Það er fljótlegast, öruggast og einfaldast. Síðasti dagur til að senda jólapakka til landa utan Evrópu er 15. desember. Síðasti dagur til að senda jólapakka til landa innan Evrópu er 18. desember. Sendu jólapakkana með DHL, hafðu samband í síma 535 I 122.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.