blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006
blaöiö
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Ætti norski flugherinn að sjá
um flugumferðarstjórn?
„Nei, enda vantar vist flugumferðarstjóra í Noregi."
Hjfírdís Guðinuudsdóttir,
upplýsingafitlltrúi Fluginálastjórnar
Til röskunar gæti komið á flugþjónustu um næstu áramót vegna mann-
eklu. Fáirflugumferðarstjórar hafa viljað ráða sig lijá Flugstoðum ohf.
sem tekur við flugumferðarstjórn af Flugmálastjórn. Norski flugherinn
hefur sýnt áhuga á að æfa sig við ísland.
Aðventan er tími kyrrðar
HEYRST HEFUR...
Fréttaflutningur sjónvarps-
fréttamanna er oft litlaus
og það er sjaldan
að sest er við
sjónvarpstækið af
mikilli eftirvænt-
ingu til að fylgjast
með þurrum upplestri þeirra.
Undirrituð á það til að horfa á
tíufréttir með hálflukt augun í
nokkru móki og var það raunin
í fyrrakvöld þar sem Margrét
Marteinsdóttir fréttakona þuldi
upp fréttir. Eitthvað hafði skol-
ast til í undirbúningi því þegar
Margrét ætlaði að lesa úrslit
leikja vildi ekki betur til en að
allar tölur vantaði. Margrét bað
áhorfendur afsökunar áður en
útsendingu var beint að íþrótta-
leiknum sjálfum. Þegar Margrét
birtist aftur sýndist mér hún
gefa mér fingurinn. Sjálfsagt
hefur fingri Margrétar ekki
verið beint að islensku þjóðinni
heldur starfsmönnum í upp-
tökuveri. Loksins er hlaupið líf i
tuskurnar!
Blaðamenn fsafoldar eru
tvíefldir eftir þá umræðu
sem skrif Ingibjargar Kjartans-
dóttur hefur hlotið og láta hót-
anir um málssókn lítið á sig fá.
Dagbókarskrif Ingibjargar lýsa
slæmum aðbúnaði eldra fólks
sem getur ekki nema af veikum
mætti haft áhrif á aðstæður
sínar. í greininni segir frá
vistmanni sem féll úr rúmi sínu,
fótbrotnaði og var ekki sinnt
fyrr en löngu síðar þrátt fyrir
mikla kveinstafi. Vanræksluna
viður-
kennir
forstjóri
Grundar
en vill
verjast
óhróðri
um stofnunina með því að fara
í mál. Formælingar forstjórans
virðast hins vegar máttlausar
og best væri auðvitað að greinin
yrði til að gera aðbúnað betri á
Grund.
dista@bladid.net
„Við þurfum að forgangsraða,”
segir Jóna Hrönn Bolladóttir, sókn-
arprestur í Garðaprestakalli, um það
hvernig fólk getur tekist á við annir
jólavertíðarinnar sem hefst nú fyrir
alvöru um helgina, fyrsta sunnudag
í aðventu. „Það er erfitt að meðtaka
þennan sannleika og oft hlustum við
ekki fyrr en við erum búin að reka
okkur harkalega á. Ég held að þetta
sé svolítið í eðli okkar. Þess vegna
er mjög skynsamlegt að hlusta á boð-
skap trúarinnar.”
„Við tölum um aðventu eða jóla-
föstu. Sá tími er hugsaður þannig
að við búum okkur undir hátíðarnar
með íhugun og kyrrð og minnkum
við okkur í allri neyslu. En þvi miður
hefur aðventan farið út í andhverfu
sína að einhverju leyti, segir Jóna.
,Þótt ég skynji ákveðið afturhvarf til
upphafsins og heyri meira um það
að fólk sé farið að dreifa álaginu og
gefa sér meiri tíma í kyrrð. í skólum
og leikskólum er óheyrileg föndur-
gerð ekki lengur í myndinni og meiri
tima eytt í samveru, kyrrð og það
að hlusta á börn. Svo heyri ég hjá
ungum mæðrum að það er ákveðin
endurskoðun í gangi hvort þær
hefðir sem hafa gengið ættliða á milli
þjóni fjölskyldunni í raun eða ekki að
innihaldi. Það er mikilvægt með und-
irbúning jólanna að við finnum frelsi
í því að skoða innihald hefðanna
og leggja niður þær sem hafa ekki
nógu góð markmið í sjálfum sér. Við
þurfum ekki að halda í hefðir og und-
irbúning formsins vegna.“
Jóna Hrönn segir frá því að litur að-
ventunnar sé fjólublár og sá litur sé
samsettur úr fleiri litum er einkenna
aðventuna, nefnilega rauðum og
svörtum. „Rauði liturinn þýðir kær-
leikur og það er í eðli aðventunnar
að sýna kærleika. Mér finnst vera
aukning í því að fólk sé meðvitaðra
um hjálparstarf og kærleiksþjónustu.
Svarti liturinn táknar sorg en þessi
tlmi hefur verið mörgum erfiður. Að-
venta, jól og áramót eru syrgjendum
oft erfiður tími. Og á aðventunni geta
syrgjendur oft upplifað að þeir vilji að
hátíðinni ljúki sem fyrst.”
„Ég segi því bara við lesendur Blaðs-
ins að ef þú veist að þú getur liðsinnt
fólki í sorg og erfiðleikum, ekki halda
aftur af þér. Láttu verða af því að
mæta fólki.”
Aðspurð um hvað hún hafi sjálf
fyrir stafni á aðventunni, segir Jóna
að fyrir presta sé desember innihalds-
ríkur tími þar sem kirkjustarf er
margbreytilegt.
„Svo reyni ég allt hvað ég get að
sýna mínum nánustu sem mest af
sjálfri mér.
Málið er það að þetta er ósköp
einfalt I mínu lífi. Ég baka ekki og
stend ekki í matargerð. Ég gef mér
fullkomið frelsi. Það er svo dimmt
núna, það er hreinasti óþarfi að fara
að þrífa einhvern skít og svo eru allir
að berjast við aukakíló þannig að það
er algjör fásinna að fara að baka. Það
sem ég legg upp úr varðandi undir-
búning er að ég skrifa jólakort og gef
jólagjafir. Ég reyni að ljúka þessum
verkum í nóvember.”
dista@bladid.net
Aðventan hefst Séra
Jórta Hrönn forgangsraðar
og eyðir ekki tíma íað baka
og þrífa meira en gengur
og gerist í desember.
■ Friðurinn minn
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir I hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers n(u
reita fylkís. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
8 4 9 6
5 2 3 1
1 7 6 3
3 8 7 1
8 7
5 9 2 3
6 7 1
9 7
3 4 5 8 6 9
3 i 5 4 7 8 9 6 2
6 7 2 1 9 5 3 4 8
8 4 9 2 3 6 5 7 1
7 8 4 5 1 3 2 9 6
5 9 3 6 8 2 4 1 7
1 2 6 7 4 9 8 3 5
9 5 7 3 2 1 6 8 4
2 3 1 8 6 4 7 5 9
4 6 8 9 s 7 i 2 3
eftir Jim Unger
Vítamínið er uppselt
1-10
by Uniioö Madia, 2004
Hvað bar hæst
í vikunni?
Elfar Logi Hannesson leikari
*
Eg vaknaði heldur illa á mánu-
deginum þegar ég skoðaði
Fréttablaðið og þar var heldur
negatíf grein, sem var alltof
mikil DV-lykt af, þar sem verið
var að fjalla um krummaskuð
landsins. Mér hefur alltaf þótt
vænt um krummann og allt það,
þó að maður sé sagður vera frá
krummaskuði, en þau orð sem
voru viðhöfð þarna voru alls
ekki við hæfi og mér fannst það
vera hrein móðgun við allt það
góða fólk sem býr víðsvegar um
landið. Ég leyfi mér að efast um
að þessi grein hefði komist inn
í skólablað á krummaskuðinu
Bíldudal."
Guðrún Helgadóttir rithöfundur
*
Eg fylgist með örlögum Ríkis-
útvarpsins af miklum áhuga
og er nú ekki mjög glöð að verið
sé að breyta rekstrarfyrirkomu-
Iagi þess. Ég tel að við eigum
að eiga okkar Ríkisútvarp ein
og óskipt. Óneitanlega kemur
styrkur Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi dálítið á óvart.
Svo er líka himinhátt verð á
landi í Kópavogi eitthvað sem
vekur furðu mína. Það er margt
tiltölulega undarltgt að gerast í
þessu landi.“
Sú frétt sem er mér efst í
huga í augnablikinu er að
Frjálsyndi flokkurinn hefur
nú sagt Margréti Sverrisdóttur
upp störfum. Svo virðist sem
Frjálslyndi flokkurinn ætli að
fórna öllu fyrir fylgið. Mér hefur
oft fundist Margrét vera sálin
og samviskan í þessum annars
furðulega flokki. Það er ekki góð
hugmynd að reka bæði sálina og
samviskuna.11