blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 56

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaðiö Capello er varnarlaus Fabio Capello, stjóri Real Madrid, klórar sér I hausnum yfir þvi hvernig hann hyggst manna hjá sér varnarlínuna þegar liðið mætir Atletico Bilbao á sunnudag. Fabio Cannavaro er í banni, Ivan Helguera er meiddur og sömu sögu er að segja af Sergio Ramos og Francisco Pavon. tveggja mánaða lánssamning við Manchester United. Samningur- inn tekur gildi í janúar og rennur út í mars, þegar nýtt knattspyrnu- tímabil hefst í Svíþjóð. Wayne Rooney og Louis Saha eru einu framherjarnir sem Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur til umráða en Ole Gunnar Solskjær er meiddur, Guiseppe Rossi er í útláni og Alan Smith er ekki í leikformi. George Graham, fyrrver- andi knattspyrnustjóri og leikmaður Arsenal, segir aðdáendur félagsins ekki sætta sig við fjögur ár í röð án titils og að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, verði að finna liðinu leiðtoga. „Arsenal hefur misst Ashley Cole, Sol Campbell, Lauren, Patrick Vieira, Edu, Robert Pires og Dennis Berg- kamp. Ekki reyna að segja mér að það sé hægt að skipta þeim út fyrir krakka og ná sömu úrslitum," sagði Graham. Carlos Tevez vill ekki fara frá West Ham United í janúar en segist gera sér grein fyrir að ef nýr eigandi fé- lagsins, Eggert Magnússon, vilji að hann fari, verði það svo að vera. Alan Pardew, stjóri West Ham, og Eggert Magnússon munu hittast snemma í næstu viku og ræða framtíð Argentínu- mannanna Tevezar og Javiers Mascherano hjá félaginu. Bjarni Þór Viðarsson við það að komast í lið Everton: Hlýtur að fara að bresta á ■ Æfir með aðalliðinu ■ Hefur alltaf haldið með Newcastle Bjarna líkar lífið í Everton Bjarni Þór Viöarsson segir aö þess verði ekki langt að bíða að Islending- ar fái að berja hann augum íbtárri treyju á sjónvarpsskjánum. Bjarni segist þó sjálfur alltaf hafa haldið með Newcastle, sem ekki sé vinsælt í Liverpool, en Newcastle er aðeins í tveggja klukkutíma aksturs- fjarlægð frá Liverpool. „Ég hef ekki hátt um það hérna og segist auð- vitað halda með Everton þegar ég er spurður, sérstaklega ef spurningin kemur frá þjálfara eða einhverjum í liðinu,“ segir Bjarni og hlær. Hagurinn vænkaðist með nýjum samningi „Mér líkar annars mjög vel í Li- verpool-borg þó ég búi hérna einn. Ég hafði efni á að kaupa mér íbúð í miðbænum í sumar eftir að ég skrif- aði undir atvinnumannasamning- inn, en hann var töluvert hærri en unglingasamningurinn sem ég var á,“ segir Bjarni. Þótt Bjarni búi einn í íbúðinni segir hann að það sé ekki vegna þeirrar víðfrægu þjóðsögu að kven- fólkið sé svo óálitlegt í Englandi. „Ég get alfarið sjálfum mér um kennt í þeim málum því stelpurnar eru mun myndárlegri í Liverpool en í öðrum borgum í Englandi," segir Bjarni í léttum tón að lokum. „Mér hefur verið sagt að tækifærið sé handan við hornið, ég þurfi bara að vera þolinmóður," segir Bjarni Þór Viðarsson, átján ára miðvallar- leikmaður knattspyrnuliðs Everton, spurður um hvort þess sé langt að bíða að íslenskir áhorfendur fái að berja hann augum í bláu treyjunni á sjónvarpsskjánum. „Ég æfi núna með aðalliðinu og hef nokkrum sinnum verið valinn í leikmannahópinn, nú síðast í okt- óber, en hef enn ekki komið inn á. Þjálfararnir eru samt mjög ánægðir með mig og hafa sagt mér að ef ég haldi bara mínu striki hljóti þetta að fara að bresta á,“ segir Bjarni og bætir við að það hafi einnig komið til tals að hann yrði lánaður til fé- lags í neðri deildum í einhvern tíma til að öðlast leikreynslu. Samningsbundinn til 2008 Bjarni hefur verið leikmaður Everton frá því í hittifyrra þegar fé- lagið bauð honum tveggja ára ung- lingasamning við félagið. Eftir tvö farsæl ár í ung- linga- og varaliði Ev- erton bauðst Bjarna atvinnumannasamn- ingur við félagið til tveggja og hálfs árs. Hann er því samn- ingsbundinn félaginu til ársins 2008. Bjarni segir að sér líki lífið vel í Liverpool- borg, fólkið sé almennilegt og að hann hafi aldrei orðið fyrir aðkasti Liverpool-aðdáenda, enda sé það óalgengt. „ILiverpool er þetta ekki eins og til dæmis í London og Manchester. Hér er ekki svo mikill rígur á milli félaganna,“ segir Bjarni og bætir við Evert að aðdáendur Liverpool og Everton þrífist vel í sömu fjölskyldu. „Hér getur pabbinn vel haldið með Ever- ton og mamman og sonurinn með Liverpool. Það er kannski rígur, en hann er yfirleitt góðlátlegur." Okkar frábæru jólatllboð eru í fullum gangi í desember. Ef þú átt ekki bílinn sem hentar þá eigum við hann örugglega og mundu að við erum á þrettán stöðum um allt land. þínar þarfir - okkar þjónusta BILALEIGA AKUREYRAR SHöldur Upplýsingar og bókanir i síma 461-6000 Et 568-6915 • Fljótlegt og þægilegt aó bóka bíl á www.holdur.is Nýjung í skákíþróttinni: Lyfjapróf framkvæmd á skákmönnum Alþjóðaskáksambandið mun í fyrsta sinn standa fyrir lyfjaprófum á skákmönnum á Asíuleikunum sem standa yfir næstu tvær vik- urnar. Framkvæmdastjóri leik- anna, Yousuf Ahmad Ali, segir þó enn ekki hafa verið ákveðið hvaða lyfjum eigi að prófa fyrir þar sem hann hafi ekki hugmynd um hvaða lyf það ættu að vera sem bættu frammi- stöðu skákmanna. Ásamt þríþraut er þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í skák á Asíuleikunum en reglur leikanna krefjast þess að lyfjapróf séu framkvæmd í öllum íþrótta- greinum. Sama gildir um Ólympíu- leikana, en Alþjóðaskáksambandið hefur hug á því að fá skákíþróttina viðurkennda sem Ólympíugrein. Skákmenn að tafli 60 skákmenn sem taka þátt i Asíuleikunum geta átt von á þvíað vera kallaðir i lyfjapróf. Fram- kvæmdastjóri leikanna veit þó ekki enn hvaða lyfjum verður prófað fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.