blaðið - 02.12.2006, Page 61

blaðið - 02.12.2006, Page 61
Atvinnuauglýsingar Auglýsingasíminn er 510 3735 VSSTUMBYGOO Forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar Sveitarfélagið Vesturbyggð auglýsir nýtt starf forstöðumanns tæknideildar sveitarfélagsins laust til umsóknar. Staða forstöðumanns tæknideildar er nýtt áhugavert starf í sveitarfélaginu og verður starfið mótað í samvinnu við bæjaryfirvöld í Vesturbyggð. Forstöðumaður verður yfirmaður skipulags- og tæknimála hjá sveitarfélaginu og mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélagsins. Næsti yfirmaður forstöðumanns er bæjarstjóri. Helstu verkefni: • Skipulags- og Byggingarfulltrúi (Vesturbyggð. • Yfirumsjón þjónustumiðstöðva Vesturbyggðar. • Yfirumsjón með fasteignum og stofnunum sveitarfélagsins. • Yfirumsjón með framkvæmdum og viðhaldi á eignum sveitarfélagsins. • Yfirumsjón með veitum í eigu sveitarfélagsins. • Yfimmsjón með gerð fjárhagsáætlana fyrir framangreinda málaflokka. • Vinna við stefnumótun fyrir framangreinda málaflokka. • Áætlanagerð um verklegar framkvæmdir sveitarfélagsins. Starfinu tilheyrir m.a.: • Framkvæmdaáætlanir. • Viðhaldsáætlanir. • Sorphreinsun og urðun. • Skipulags- og byggingarmál. • Götur, fráveitur, vatnsveitur og umferðarmál. • Hafnarmannvirki. • Eftirlit með eignum sveitarfélagsins. Við leitum að vel menntuðun og duglegum einstaklingi. Lögð er áhersla á frumkvæði og sjálfstæði I starfi, sem og góða samskiptahæfni. Krafa er um háskólamenntun og starfsreynslu á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða aðra sambærilega menntun og reynslu sem uppfyllir skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga. Vesturbyggð er staðsett á sunnanverðum Vestfjörðum með góðar samgöngur innan sveitarfélagsins sem og til og frá sveitarfélaginu. í Vesturbyggð starfar Grunnskóli Vesturbyggðar með deildir á Patreksfirði, Bíldudal og Barðaströnd og er starfræktur tónlistarskóli á vegum einstaklinga. í sveitarfélaginu eru tvö nýleg íþróttahús og ein sundlaug. öflugt íþróttastarf er í sveitarfélaginu sem og menningar- og tónlistarstarf. Auðvelt er njóta útivistar í Vesturbyggð þar sem ægifögur náttúra Vestfjarða er allstaðar innan seilingar. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember nk. Skriflegar umsóknir, ásamt ferilskrá, berist til Ragnars Jörundssonar bæjarstjóra, Aðalstræti 63, 450 Patreksfjörður. Upplýsingar um starfið veita; bæjarstjóri í síma 450-2300 og Bjarni Þór Einarsson byggingarfulltrúi Vesturbyggðar í síma 455-2511. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti til bæjarstjóra: baejarstjori@vesturbyggd.is og byggingarfulltrúa: bthe@ itn.is Heimahjúkrun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Vegna stækkandi umfangs, fjölbreyttari verkefna og nýs vaktaskipulags vantar okkur fleiri hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Um er að ræða 1,6 stöður. Heimahjúkrun á Suðurnesjum hefur vakið landsathygli fyrir skýra stefnu og sýn, mannúðlega og metnaðargjarna hugmyndafræði ásamt kjarki og áræðni til að takast sífellt á við nýjar áskoranir. Starfsemin er mjög fjölbreytt, skjólstæðingar eru á öllum aldri og starfssvæðið nær frá Kúagerði út á Garðskaga. Starfsfólk heimahjúkrunar starfar i anda teymisvinnu þar sem allir hlekkir keðjunnar eru jafn mikilvægir. Samstarf við sjúkradeildir og bráðamóttöku er frábært, mikið og gott samstarf er við félagsþjónustu og aðra aðila sem að málum skjólstæðinga heimahjúkrunar koma. Fræðslustarf er markvisst og öflugt Mikill kostur, en ekki skilyrði, að umsækjendur hafi reynslu af heimahjúkrun, einkennameðferð eða geðhjúkrun. Störfin eru laus nú þegar eða skv. samkomulagi. Laun og kjör skv. stofnanasamningi HSS og BHM. Umsóknarfrestur er tii 20. desember 2006. Frekari upplýsingar veita Bryndís Guðbrandsdóttir deildarstjóri heimahjúkrunar, bryndisg@hss.is, s. 422-0620 og Hildur Helgadóttir hjúkrunarforstjóri, hildurhelga@hss.is, s. 422-0625 sem einnig taka á móti umsóknum. HSS er reyklaus vinnustaður. Útkeyrsla - Lager. Óskum eftir að ráða duglegan og hressan starfsmann til útkeyrslu og lagerstarfa. Vinnutími 8:00-17:00 virka daga. Umsóknir berist til Danco Melabraut 19, 220 Hafnarflörður eða á siggi@danco.is DANCO www.danco.is Skólaskrifstofa ||gS| Hafnarfjarðar Lausar stöður Áslandsskóli (585 4600 leifur@aslandsskoli.is) Skólaliði Engidalsskólí (555 4433 audur@engjadalsskoli.is) Kennsla yngri nemenda vegna forfalla Hraunvallaskóli (590 2800 hraunvallaskóli® hraunvallaskóli.is) Almenn kennsla á yngsta stigi. Almennt starfsfólk skóla. | Um er að ræða hlutastörf og heilar stöður. (sjá heimasiðu skólans) Hvaleyrarskóli (565 0200 helgi@hvaleyrarskóli.is) Umsjónarkennari í 9. bekk frá áramótum (ísl., enska, stærðfræði) Enskukennsla e. áramót Skólaliði (50%) Starfsmaður (frístundaheimili (50%) Setbergsskóli (565 1011 gudosk@setbergsskóli.is) Víðistaðaskóli (595 5800 sigurdur@vidistadaskoli.is) Skólaliði Kennsla (sérdeild Öldutúnsskóli (555 1546 herla@oldutunsskoli.is) Skólaliði Kennari í sérdeild íþróttakennari Skólaliði Arnarberg (555 3493 arnarberg@hafnafjordur.is) Leikskólakennarar Almennt starfsfólk Álfaberg (555 3021 alfaberg@hafnafjordur.is) Leikskóli fyrir 5 ára börn Leikskólakennari Annað uppeldismenntað starfsfólk Álfasteinn (555 6155 alfasteinn@hafnafjordur.is) Myndlistakennsla Leikskólakennari með áherslu á elstu börnin Annað uppeldismenntað starfsfólk Aðstoð í eldhúsi f. hádegi Hlíðarberg (565 0556 hlidarberg@hafnafjordur.is) Leikskólakennari Hvammur (565 0499 hvammur@hafnafjordur.is) Leikskólakennarar Sjá nánar á heimasíðu skólans www.leikskolinn. is/hvammur Hörðuvellir (664 5845 horduvellir@hafnafjordur.is Leikskólakennari Flugstoðir ohf. óska eftir að ráða umdæmisstjóra á Austurlandi Starfssvið Flugstoðir ohf. óska eftir að ráða umdæmisstjóra á Austurlandi til starfa. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra flugvalla - og leiðsögusviðs Flugstoða ohf. Um er að ræða landssvæðið frá Skeiðarársandi til Vopnafjarðar. Á svæðinu eru þrír áætlanavellir og fimm lendingarstaðir. Starfsstöð er á Egilsstöðum. Helstu verkefni umdæmisstjóra er ábyrgð á að daglegur rekstur flugvalla í umdæmi IV (Austurlandi) sé faglega í samræmi við flugvallarhandbækur, sem og aðrar reglur og skuldbindingar sem varða flugvelli. Viðkomandi mun taka þátt í gerð rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir flugvellina og ber ábyrgð á að daglegur rekstur sé í samræmi við áætlanir. Viðkomandi mun einnig taka þátt í verkefnastjórn einstakra framkvæmda á flugvöllum í umdæminu eftir þörfum. Umdæmisstjóri ber ábyrgð á að flugverndaraðgerðum, gæðaeftirliti og öryggisstjórnunarkerfum sé fylgt eftir með réttum hætti. Umdæmisstjóri ber ábyrgð á samskiptum við Flugmálastjórn íslands. Hann ber einnig ábyrgð á samskiptum við Rannóknarnefnd flugslysa, sem og við sveitarstjórnir vegna flugvalla í umdæminu. Hæfniskröfur Umsækjendur skulu að minnsta kosti hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. BSc gráða frá viðurkenndum háskóla er æskileg. Viðkomandi skal hafa haldgóða starfsreynslu sem nýtist í starfinu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í töluðu og rituðu máli. Auk þess þarf viðkomandi að hafa góða tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf þann 02. janúar 2007. Frekari upplýsingar um starfið gefa Haukur Hauksson framkvæmdastjóri og Ingunn Ólafsdóttir starfsmannastjóri í síma 569-4100. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf og mynd sendist starfsmannahaldi Flugmálastjórnar fyrir 11. desember 2006. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugmálastjórnar, www.flugmalastjom.is Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn (slands er ríkisstofnun sem sett var á stofn árið 1945 og innt hefur af hendi margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Þann 1. janúar 2007 munu þjónustuverkefni Flugmálastjórnar Islands verða flutt frá stofnuninni og hefur verið stofnað um þau nýtt opinbert hlutafélag, Flugstoðir ohf. Hjá Flugstoðum ohf. munu starfa um 230 starfsmenn, Helstu verkefni fyrirtækisins að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar - og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður - Atlantshafi. Flugstoðir ohf. leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Smáralundur (565 4493 smaralundur@hafnafjordur. is) Leikskólakennarar/uppeldismenntað starfsfólk Stekkjarás (517 5920/664 5862 stekkjaas® hafnafjordur.is) Deildarstjóri Leikskólakennarar Þroskaþjálfi Sérkennsla Starfsmenn með aðra uppeldismenntun eða reynslu Skilastöður/hlutastöður/heilsdagsstöður Tjarnarás (565 9710 tjarnaras@hafnafjordur.is Leikskólakennari frá áramótum (sjá heimasíðu leikskolinn.is/tjarnaras) Vesturkot (565 0220 vesturkot@hafnafjordur.is) Leikskólakenn arar Starfsmenn með aðra uppeldismenntun Víðivellir (555 2004 vidivellir@hafnafjordur.is) Leikskólakennarar Allar upplýsingar um störfin gefa skólastjórar viðkomandi skóla. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði VEIKOMIN TIL HAFNARFJARÐARI Haföu samband og fáöu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvislega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins i síma 585 5500 og á heimasíöunni www.hafnarfjordur.is HAFNARFJÖRÐUR

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.