blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 46
4 6 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaðiö ARIÐ 1945 GERÐUST ÞRIR FELAGAR UMSVIFAMIKLIR AVISANAFALSARAR Illa fengnar ávísanir Einar Þórarinsson hafði verið skipverji á Haraldi frá Akranesi en kom atvinnulaus og húsnæð- islaus til Reykjavíkur í septemb- ermánuði 1945. Hann fékk leigt herbergi á hótelinu Winston. Þar var meðal gesta Árni Björnsson, verslunarstjóri í Borgarnesi. Þeir hittust og tóku að drekka saman og það í nokkra daga. Fljótlega bættist þriðji maðurinn í hópinn, Lárus Guðmundsson, en hann var kyndari á hótelinu. Lárus var mað- ur einfaldur. Drykkjan fór ýmist fram á her- bergi Árna eða Einars. Eitt kvöld- ið þegar þeir voru allir vel við skál fylltist Árni skyndilega áhyggjum, hann fann hvergi veskið sitt. Ein- ar hjálpaði honum að leita. Þeir fundu veskið í tösku Árna. Einar sá að í veskinu voru tvö tékkhefti og í báðum var búið að stimpla nokkrar ávísanir. Annað heftið var frá Sparisjóði Mýrasýslu en hitt frá Utvegsbankanum. Árni var forstjóri Verslunarfélagsins Borgar og var stimpill fyrirtækis- ins á ávísunum. Nokkru síðar eru þeir að ræða saman Einar og Lárus og segir Einar þá að hægt sé að fá stimpl- uðum ávísununum skipt fyrir peninga og af þessu leiðir að þeir fara að herbergi Árna. Þegar þeir koma inn sjá þeir hvar Árni sefur í rúminu. Einar fer að tösku Árna og opnar hana. Hann tekur veskið og rífur nokkrar ávísanir úr hvoru heftinu. Þegar hann er að ljúka við það vaknar Árni en verður ekki var við hvað Einar hafði verið að gera. Það eina sem hann gerir er að spyrja hvort þeir geti rétt sér sokka. Fyrsti tékkinn Einar skrifaði á fyrsta tékkann nafn Árna Björnssonar sem útgef- anda. Lárus og Einar veltu fyrir sér hvaða nafn þeir ættu að skrifa sem framseljanda. ívar, stakk Lár- us upp á. Einari heyrðist hann segja Hlífar og skrifaði þá nafnið Hlífar Guðmundsson. Tékkinn var frá Sparisjóðnum og sem reikn- ingsnúmer skrifuðu þeir 90 og upphæðin var 1.500 krónur. Einar fór með tékkann í áfengisverslun og keypti áfengi. Því sem eftir var af upphæðinni skiptu þeir á milli sín og settust að drykkju. Úr því svo vel hafði gengið að koma tékkanum í verð var ekki annað að gera en halda áfram. Ein- ar og Lárus tóku annað eyðublað frá Sparisjóðnum og notuðu sama númer og áður, það er 90. Enn skrifuðu þeir nafn Árna Björns- sonar sem útgefanda. Nú var upphæðin öllu hærri eða tvö þús- und krónur. Þeir voru ekki vissir hvaða nafn þeir ættu að nota sem framseljanda en þá mundi Einar eftir því að hafa séð á stofni í öðru heftanna nafnið Jóhann Magnús- son svo þeir stíluðu tékkann á það nafn. Nú var komið að Lárusi að skipta tékkanum fyrir peninga. Þeir fóru að áfengisútsölunni á Hverfisgötu 108. Þegar Lárus ætl- aði að greiða með tékkanum gerði afgreiðslumaðurinn athugasemd. Það vantaði framsal á bakhlið tékkans. Lárus brá skjótt við og tók að skrifa á bakhliðina. Hann skrifaði Björn Guðm., sem átti að standa fyrir Björn Guðmundsson. Afgreiðslumanninum þótti þetta ekki nóg, enda stemmdi framsal- ið ekki við nafn þess sem tékk- Nokkru síðar eru þeir að ræða saman Einar og Lárus og segir Einar þá að hægt sé að fá stimpl- uðum ávísununum skipt fyrir peninga. anum hafði verið vísað á. Lárus fór út og sagði Einari, sem hafði beðið fyrir utan, hvað gerst hafði. Einar tók tékkann og viskaði út það sem Lárus hafði skrifað á bakhliðina og skrifaði í staðinn nafnið Jóhann Magnússon. Lárus fór aftur inn með tékkann og nú gekk allt upp. Þeir fengu áfengi og um átta hundrað krónur hvor í peningum. Fleiri faisanir Áfram var haldið. Einar skrifaði næst á tékkaeyðublað frá Útvegs- banka Islands. Einar var einn að verki. Hann notaði aftur sama núm- er og fyrr, 90. Upphæðin hækkaði, nú var tékkinn upp á 2.400 krónur. Einar Bjarni fékk kunningja sinn til að framvísa tékkanum í áfengis- verslun og gekk það eftir. Fjórði falsaði tékkinn var hærri en hinir þrír, nú var upphæðin 3.700 krónur. Nú var notast við númerið 203 og tékkinn var úr heft- inu frá Útvegsbankanum. Nafn Árna Björnssonar var aftur notað en nú var tékkanum ávísað á nafn Magnúsar Sölmundssonar. Einar, Bjarni og Lárus voru saman við að skrifa á tékkann en það gerðu þeir eftir hádegi á sunnudegi, en báðir höfðu þeir verið að drekka kvöldið áður. Einar skrifaði upphæðina á tékkann en Lárus allt annað eftir leiðsögn Einars. Ekki var Einar fullsáttur við hvernig til tókst hjá Lárusi að fylla út tékkann og brá á það ráð að skrifa ofan í það sem Lárus hafði gert. Ekki skiptu þeir tékkanum strax. Það var ekki fyrr en 22. októb- er að Einar Bjarni fór til félaga síns, Hauks Þorsteinssonar, og sýndi honum tékkann. Þeir urðu sammála um að skipta tékkan- um fyrir peninga. Þeir ákváðu að Haukur skyldi reyna að fá honum skipt. Fyrst var ætlunin að fara í áfengisverslunina við Hverfisgötu og ef það gengi ekki var ætlunin að fara í verslun Halla Þórarins á Vesturgötu 17 og kaupa gólfteppi og greiða fyrir með tékkanum og fá afganginn í peningum. Þeir fóru að áfengisversluninni og Haukur fór inn en hann fékk tékkanum ekki skipt. Þá fóru þeir í verslun Halla Þórarins og Hauk- ur fór inn. Hann keypti gólfteppi sem kostaði tvö þúsund krónur og fékk 1.700 krónur til baka. Þeir fóru með teppið í geymslu hjá föður Hauks og að því loknu fékk Haukur 600 krónur í peningum. Dómurinn Daginn eftir að síðasta tékkan- um var skipt komst upp hverjir höfðu stolið tékkaeyðublöðunum frá Árna Björnssyni. Haukur hafði litlu eytt af sínum hluta og greiddi til baka það sem honum bar. Einar átti hluta af andvirði síðasta tékk- ans eftir en Lárus átti ekkert eftir. Læknir athugaði andlegt ástand Lárusar og komst að því að hann væri vanþroska einfeldningur og hefði vitsmunalegan þroska á við niu til ellefu ára gamalt barn. Einar var dæmdur í átta mán- aða fangelsi, Lárus í fimm mánaða fangelsi og Haukur í fjögurra mán- aða fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.