blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaöiö „Að elska er að þjóna. Þú vilt þjóna börnum þínum afþví þú elskar þau skilyrðislaust og á sama máta vilt þú þjóna þínum maka. Ást er orð sem margir erufeimnir við að nota og hugsa ekki nógu mikið um það hversu mögnuð ástin er." Bókin sm allir eru «5 U\a m - oy þú verhr að ba! „Ég œtlaði ekkert að lesa hana, bara pefa af henni eins og maður gerir við flestar b&kur á þessum árstíma. En það var eitthvað við upphafið [...] sem laðaði mig inn í bókina uns éggat ekki hatt að lesa. Flott verk. “ Silja Aðalsteinsdóttir á tmm.is „Með betri œvisögum íslenskra stjómmálaleiðtoga. Opinská, fróðleg, áhrifarík og umfram allt skemmtileg. Ég mali sterklega með þessari bók. “ Guðmundur Steingrímsson á gummisteingrims. blog. is Einlæg og átakamikil ævisaga sem lætur engan ósnortinn BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Þeir eru afar þakklátir að fá að helga sig því að vera klassískir hljóð- færaleikarar og tónlistarmenn og bera mikla virðingu fyrir öðrum tónlistarmönnum. Þetta er nokkuð sem er merkilegt að upplifa og ég hef ekki fundið það annars staðar. Þetta hefur gefið mér mikið.“ Þú hefur alltaf virkað á mig sem austrœn, finnurðu til andlegra tengsla við þessarþjóðir? „Eg næ mjög góðri tengingu við fólk frá Austurlöndum. Japanir eru til dæmis mjög andlega sinnaðir en tala ekki mikið um það. Ég kann vel við það.“ En ertu ekki sjálf andlega leitandi? „Ég er ekkert gagntekin af and- legum málefnum en ég hef ákveðnar skoðanir á því um hvað lífið snýst. Ég tel alveg víst að ég hafi ekki verið áður á þessari jörð. Eg held að þetta jarðlíf hafi verið það erfið og mikil reynsla að ég þurfi ekki að koma hingað aftur. Það finnst mér ágætt.“ Hvað hefur verið erfið reynsla? „Það sem ég á við er að þegar maður fæðist hér á jörðina og verður áhorf- andi að því sem gerist þá er maður aldrei í fríi. Maður er sífellt að glíma við erfiðleika. Allir eru í einhverjum átökum og eiga í sínu stríði, mis- miklu. Þetta er engin paradís. Menn reyna samt að búa til paradís innra með sér með því að sýna ákveðið kæruleysi gagnvart því sem ber fyrir augu. En það er ekki hægt að lokað augunum fyrir hörmungum, eins og til dæmis því hvernig farið er með börn. Af hverju eru sumir að eiga börn? Fólk sem getur ekki séð um börn og kærir sig ekkert um þau er að eignast börn. Börn eru sífellt að verða fyrir ofbeldi. Nýr geisladiskur, Bergmál, er að detta inn á markaðinn á mánudag. Þetta er verk sem var flutt á Listahátíð í fyrra og var síðan flutt í Japan. Sjón samdi textann og ég tónlistina Þetta er verk fyrir barnakór, orgel og slag- verk. Bæði Sigtryggur Baldursson og hinn japanslei Stomu Yamash'ta leika á slagverk, Davíð Þór Jónsson á orgel og svo eru dúllurnar í Skólakór Kársness sem syngja. Verkið fjallar um góða og vonda reynslu barna. Það er saga barna sem koma sem englar hér á jörð, eru saklaus og full af gleði og una sér við að leika sér. Þá kemur ljóta höndin og tekur þau og fer með þau á kaldan stað þar sem þau fá martraðir. Börnin spyrja: Af hverju elskið þið okkur ekki bara? Af hverju eruð þið ekki bara góð við okkur? Þá koma hinir fullorðnu með fáránleg svör og útskýringar „Mér finnst ég ekkert kunna. Eg er auðmjúkur nemandi, sem er stundum óþægilegt. Ég hugsa: Hvað er ég að gera? Er ég að mis- skilja þetta allt? Ég hugsa oft þannig." sem enginn skilur auðvitað. En allt fer vel að lokum og hin fallega von um betri heim birtist i hugum barn- anna. Það var kraftaverkakonan og snillingurinn Þórunn Björnsdóttir kórstjóri sem átti hugmyndina að því að koma þessu verki til útgáfu á geisladisk." Oft á byrjunarreit Það er sterkur boðskapur í Berg- máli. Tekurðu nœrri þér það slœma sem gerist í heiminum? „Það hljóta allir að gera. Það slæma er allt i kringum okkur. Ég get ekki ímyndað mér að það finnist mann- eskja sem tekur það ekki nærri sér. Fólk er bara mismunandi hart af sér, margir kjósa að loka augunum fyrir því illa, vilja ekki sjá það og gera bara eitthvað skemmtilegra.“ Trúirðu því að það taki eitthvað betra við eftir dauðann? „Það fer eftir þvi hvernig maður vinnur úr lífi sínu. Maður uppsker eins og maður sáir. Það sem maður segir, það sem maður gerir, hittir mann hvort sem það er gott eða illt.“ Hefurðu alltaf hugsað á þennan hátt? „Langt fram eftir aldri hugsaði ég ekki á þennan hátt. Ég man ekki hvað það var sem breytti því. Ég áttaði mig bara skyndilega á því að ég þurfti að horfa á heildina, alheim- inn, ekki bara jarðarkúluna. Þegar maður eldist hlýtur að koma að þvi að maður áttar sig á að það er ekki möguleiki á að einungis sé til eitt sól- kerfi. Hvernig datt manni i hug að það væri bara til eitt sólkerfi? En ég er ekki búin að ná þeim þroska og næ honum ekki hér i þessari jarðvist að skilja hversu stór heimurinn er.“ Ertu rómantísk kona? „Já, mjög. Ég trúi á ástina." Hefurðu fundið hanafyrir lífstíð? „ Algjörlega og finnst ég vera heppn- asta kona í heimi. Að elska er að þjóna. Þú vilt þjóna börnum þínum af því þú elskar þau skilyrðislaust og á sama máta vilt þú þjóna þínum maka. Ást er orð sem margir eru feimnir við að nota og hugsa ekki nógu mikið um það hversu mögnuð ástin er. Kannski þarf að byrja á sjálfum sér. Elska sjálfan sig svo maður geti elskað aðra.“ Ertu sátt við lífþitt í dag? „Já, mjög. Það er svo margt sem ég á eftir að gera. Ég er oft mikið á byrj- unarreit. Líf mitt er dálítið mikið svoleiðis. Kannski er það þess vegna sem mér finnst ég eiga allt eftir. Og það heldur flæðinu gangandi og við- heldur spennunni því lífið verður líka að vera skemmtilegt.“ kolbrun@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.