blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaöiö blaðið. Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúar: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir og Janus Sigurjónsson Besta vitneskja Þremur og hálfu ári og tugþúsund mannslífum síðar er innrásin í írak orðin nákvæmlega það sem margir spáðu, illvígt borgarastríð sem kostar óbreytta borgara, saklaust fólk, lífið á hverjum degi. Það er engin furða að innrásin og stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrás skuli enn ( hámæli. Umræðan á Alþingi á dögunum, þar sem fjallað var um afstöðu íslenskra stjórnvalda til innrásarinnar á sínum tíma, var athyglisverð. Formaður Framsóknarflokksins hefur viðurkennt að ákvörðunin um stuðning ís- lenskra stjórnvalda við innrásina í írak hafi verið röng eða mistök. Að vísu vill hann ekki fella dóm yfir þeim mönnum sem tóku ákvörðunina en þetta er skref í rétta átt, að því gefnu að menn læri af þessum mistökum en séu ekki einfaldlega í yfirklóri skömmu fyrir kosningar. Geir H. Haarde forsætisráðherra virðist hins vegar ekki þykja þetta merkilegt, alla vega sé ákvörðunin um stuðning við innrásina ekkert til að sjá eftir. Hann segir að í raun og veru hafi íslensk stjórnvöld einfald- lega ákveðið að amast ekki við því að Bandaríkjamenn settu ísland á lista hinna viljugu (eða lista hinna staðföstu eins og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, nefndi hann). Þetta hafi því ekki verið svo mikið mál. Annars var þessu listi heldur skrautlegur. Þar vantaði flest stóru ríkin sem studdu Flóastríðið 1991 og í staðinn var listinn uppfullur af ríkjum sem áttu mikið undir veru bandarísks herliðs á landsvæði sínu. Flest voru þetta ríki sem fæstir höfðu heyrt minnst á. Míkrónesía? Sjálfstæðismenn virðast enn flestir líta svo á að ákvörðun um stuðning við innrás hafi verið rétt á sínum tíma, að ákvörðunin hafi verið rétt út frá þeim upplýsingum sem menn bjuggu að á þeim tíma. Skyldu það vera upplýsingarnar frá pakistönsku leyniþjónustunni sem sagði að ekki væru tengsl milli fraksstjórnar og al-Kaída, þvert á það sem lygalaupurinn Dick Cheney, varaforseti Bandarikjanna, hélt fram þá og hefur gert síðar? Voru það þessar upplýsingar sem þeir vísa til? Eða voru það upplýsingarnar frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni sem gekk ekkert að finna ummerki eða vísbendingar um að frakar réðu yfir gjöreyðingarvopnum? Voru það þessar upplýsingar? Nei. Einu upplýsingarnar sem stuðningsmenn inn- rásar gáfu gaum voru upplýsingar frá bandarískum og breskum stjórn- völdum. Þetta eru ekki aðeins upplýsingar sem hefur verið sýnt fram á síðar að voru rangar. Menn bentu á það á sínum tíma að þær væru rangar. Efasemdirnar voru fyrir hendi, það bara hentaði ekki að hlusta. Brynjólfur Þór Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN Ú R SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði, hefúr unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um alian heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana PENZIM er hrein, tær og litarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekkifitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni,- litarefni eða gerviefni sem geta valdíð ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, oílur eða kremblöndursem geta smitað og eyðílagt ílíkur eða rúmföt. Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is 20 ,TiMS 00 f>Ú SMð KÆRiTéLAGi JÓn' GrE'^GUR. ÁÚ-TLjóM/I^Pf VEL LÝ-£>Kæví9 SMt:LLA SAMKN í ÍRaK- ETIÖP GÁNGfl U'PFf'rRJfl SKULÞUCM ÍSLBuSKAtl ALMFvJMift/G. TJARMflaNsSTEfOUBLÍTArv ffl'i’TQ oQ |>ENc>LAfi L-AGPP$t fílVEQ EpTiR. PrO Vi-f) GkfUM Gl/MMA'fl GRBFUNWi Fftí'T VíKur m DflGnftN... . .. JÓN ? ...3ÓN?.. ( ERru MRNA7 00 GEilih Það sem sósíalistar aldrei skilja! Steingrímur J. Sigfússon fór mik- inn (umræðu um meintan tvískinn- ung formanns Framsóknarflokks- ins á Alþingi nú í vikunni. Sakaði þar Jón Sigurðsson um að vera tveir menn fyrir það misræmi sem er á stefnu ríkisstjórnarinnar annars- vegar og formannsins hins vegar í ræðu á miðstjórnarfundi þar sem hann ræddi um íraksmálið. Og auðvitað er það meira en leiðtogi sósíalista getur skilið að nokkur maður skuli nokkru sinni biðjast afsökunar á stefnu sinni eða stefnu sins flokks. Arftakar kommúnista Flokkur Steingríms J. er arftaki fslenska kommúnistaflokksins. Og þó svo að Steingrímur sjálfur sé einhverskonar framsóknarmaður að norðan hýsir hann stoltur innan síns flokks dreggjar heimskommún- ismans. Hvorki Vinstri grænir né forveri þess flokks, Alþýðubanda- lagið, sá nokkru sinni ástæðu til að biðja landsmenn afsökunar á að hafa stutt helstefnu hinna sósíal- ísku alþýðulýðvelda. Margir innan VG eru raunar svo forblindaðir að þeir mæra enn þau fáu alþýðulýð- veldi sem lifa í heiminum, Kúbu og Kína. Lönd þar sem fólk er fang- elsað og myrt fyrir skoðanir sínar. Ég veit að Steingrímur sjálfur gerir þetta ekki en hann reynir ekki hið minnsta að stugga við þessum talsmönnum ofbeldis, kúgunar og Klippt & skorið heimsku. Þegar tal vinstri manna berst að sósíalismanum ríkir ótrú- legur tvískinnungur. Menn hampa sér af því að hafa verið byltingar- sinnar og segjast jafnvel vera það í hjartanu enn. Telja kinnroðalaust að réttlætanlegt sé og hafi verið að styðja morðóða menn svo fremi að þeir sveipuðu sig rauðri dulu heimskommúnismans. Bjarni Haröarson Að viðurkenna og læra af mistökum En aftur að þingumræðunni. Jón Sigurðsson gerði það sem allir fram- sóknarmenn hafa beðið eftir. Hann rétti af kúrsinn í utanríkispólitík flokksins. Fyrst með umræðunni um þjóðhyggju flokksins sem tekur raunar af allan vafa um stuðning við sjálfstæðisafsal í hendur Evr- ópusambandinu. Siðan nú með því að viðurkenna mistök síns flokks í aðdraganda Íraksstríðsins. Það er alltaf stórmannlegt að viðurkenna mistök þó svo að vinstri grænir skilji það auðvitað ekki og varla kratar heldur. 1 þessu efni var Jóni aftur á móti nokkur vandi búinn því það var ekki hann sjálfur sem gerði þessi mistök. Almennt er það alls ekki hlutverk núverandi formanns að fara yfir stjórnarathafnir forvera síns og gera þær upp. En ákvörðunin um stuðning við óréttlætanlegt stríð og dráp á saklausu fólki er utan við hið almenna. Þessvegna átti við að Jón Sigurðsson tæki af skarið. Af ræðu hans verður raunar fátt ráðið um það hversvegna hann telji að svo illa hafi tekist til enda er það hlutverk sagnfræðinga framtíðarinnar að vinna úr því. Þeir Halldór Ásgríms- son og Davíð Oddsson hafa hætt af- skiptum af stjórnmálum og það er þeirra mál hvort þeir skýra ákvarð- anaferli sitt. Það mikilvægasta við yfirlýsingu Jóns er að af henni er ljóst að nú myndi forysta Framsóknarflokks- ins taka á sambærilegum aðstæðum með öðrum hætti en gert var. Þetta heitir í uppeldismálum að læra af mistökum sínum. Og alltaf læðist nú að mér að það hafi eitthvað með uppeldið að gera þegar menn ganga öfgaflokkum eins og Vinstri grænum á hönd. Höfundur er bóksali á Selfossi og fram- bjóðandi I prófkjöri Framsóknarflokksins f Suðurkjördæmi sem fer fram 20. janúar næstkomandi Meirihlutinn í Reykja- vík hefur skipað hóp valinkunnra flokks- manna og eins endurskoðanda _____ til að vinna að hagræðingu í a rekstri borgarinnar. KPMG er ætlað að tilnefna einn í hópinn en flokkarnir hafa fundið sína menn til verksins. Frá Sjálfstæðiflokki verða fé- lagarnlr af kontór borgarstjórans, Jón Kristinn Snæhólm og Magnús Þór Gylfason, og borg- arstjóri tilefndi einnig einn sinna traustustu félaga, Hauk Leósson, en hann er talinn eiga að taka við stjórnarformennsku (Orkuveitunni þegar Guðlaugur Þór Þórðarson hættir. Frá Birni Inga Hrafnssyni, það er að segja Fram- sóknarflokki, kemur Steingrímur Sævarr Úl- afsson, fyrrverandi upplýsingastjóri Halldórs Ásgrímssonar, þá gerður út af hinu opinbera. Steingrimur Sævarr sagði nýverið á heimasíðu sinni um sjálfan sig: „Síðuskrifari hefur ekki verið á : launum hjá hinu opinbera síðan ié »4 f sumar. Hann vinnur nú sjálfstætt og á eigin vegum." Annað hvort vissi upplýsingastjórinn fyrrverandi ekki um nýja starfið sitt eða kaus að nefna það ekki. Enn hefur ekki verið upplýst hversu há laun Steingrímur Sævarr fær sem fulltrúi Framsóknar í hagræðingarhópnum, frekar en aðrir hópsfélagar hans, en það verður eflaust upplýst von bráðar. En það mega þeir eiga Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi að þeir leituðu ekkl langt þegar þeir skipuðu í hópinn, nánir félagar og samstarfsmenn og enginkona. Þingmönnum, sumum hverjum, er tilhlökkun í huga þar sem stutt er í langt jólaleyfi. Ótti um að þing- störf kunni að dragast á lang- inn skemmir eitthvað fyrir og setur efa í huga þeirra sem hlakka til. Sumir munu hafa lagt á ráðin um ferðalög strax þegar útgefin dagskrá þingsins er á enda. Þetta gera þingmenn þó reynsla segi þeim að árlega séu átakadagar á þinginu síðustu daga fyrir jól, stjórnin á eftir að koma RÚV-málinu (gegn svo og Landsvirkj- unarmálinu, lækkun á matarsköttum og ef- laust ýmsu fleira. Það er þess vegna allsendis óvist að Sólveig Pétursdóttir þingforseti nái að Ijúka þingstörfum fyrirbrottförferðaglaðra þingmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.