blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 52

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2006 Fílabrandarar Hvað er gult að utan en grátt að innan? Fíll dulbúinn sem banani. Hvað er stórt, grátt og rautt? Sólbrunninn fíll. Hvernig kemurðu fíl í eldspýtna- stokk? Byrjaðu á því að taka allar eldspýt- urnar úr stokknum. Hvað er 4 tonn að þyngd og eld- rautt? Fíll sem heldur niðri í sér andanum. Af hverju málaði fíllinn táneglurn- ar sínar rauðar? Svo hann gæti falið sig í eplatrénu. Af hverju eru fílar gráir? Svo þú getir þekkt þá í sundur frá flamingóunum! Mörgæsir hoppa ekki... þærskoppa! Mörgæsin er eini fugl- inn semgetursynten ekki flogið! Bæjarstjóri Hörðuvalla he'rtir Baldur. Hann er 40 ára og hans áhugamál er sund. Hann hefur það að hlutverki að búa til reglur. Ein reglan er að halda fund og búa til reglur og ákveða hvað á að gera. Hann ákveður hvort það eigi að hækka launin hjá öllum. Dýragarðsvörðurinn: „Fíllinn er veikur, þekkirðu einhvern góðan dýralækni?” Dýragarðseigandi: „Nei, allir læknar sem ég þekki eru menn!“ Hvernig kemst fíllinn niður úr trénu? Hann situr á laufunum og bíð- ur þess að það komi haust! Krakkarnir 1 Hörðuvallaskóla í Kópavogi byggðu heila götu í smíðakennslu úti á skólalóðinni og var hún opnuð við hátíðlega athöfn í gær. Fulltrúi bæjarstjóra Hörðu- valla, Erna, og bæjarstjóri Kópa- vogs klipptu á borðann og fékk gatan nafnið Hörðuvellir. Krökkunum fannst gaman að smíða húsin en þau byggðu til að mynda verslun, lögreglustöð, banka og pósthús. Húsin voru máluð og skreytt og krakkarnir bjuggu til sögur um íbúa, fána, skipulag og sömdu lög og reglur fyrir bæinn. Skólastjóra Hörðuvallaskóla, Helga Halldórssyni, fannst gráupp- lagt að krakkarnir færu út að smíða þar sem engin smíðastofa er í skól- anum. Helgi og húsvörður skólans stjórnuðu smíðakennslunni og eftir stuttan tíma hefur bærinn tekið á sig fallega mynd Krakkarnir í Hörðuvallaskóla ætla að læra og skemmta sér á Hörðuvöllum því þau ætla að halda áfram að byggja upp bæinn því eins og allir vita þá þarf mikla vinnu til að halda lífi og lagi á götum bæjarins. Sirkus-krakkar Halli °9 Heiðar gleðja börnin Frábær plata fyrir börn á öllum aldri Tindur Af hverju litaði fíllinn sig í mörgum litum? Af því að hann vildi fela sig í litakassanum! Hvernig veistu að hnetur eru fitandi? Hefurðu einhvern tímann séð mjóan fíl? -Lærðu að Þetta þarftu: - 6 blöðrur -1 stór poki af linsubaunum - Skæri - Teskeið halda boltum á lofti! Fyrst skaltu búa til æfingabolta 1. Klipptu hálsinn af blöðr- unum og fylltu 3 þeirra með linsubaunum með skeiðinni. 2. Notaðu hinar blöðrurnar til að setja utan um þær sem þú fyiltir með baun- unum. Kannski þarftu smá hjálp því það þarf að teygja svolítið og toga. 3. Núna ertu tilbú- inn til sirkusæfinga. Nú skaltu æfa þig 4. Taktu upp einn bolta og kastaðu honum upp í loft. Æfðu þig að kasta honum rétt yfir höfuð þér og gríptu með sömu hendi. 5. Þegar þú ert tilbú- inn skaltu taka annan bolta og halda í hinni hendinni. Hentu bolt- anum sem þú ert með í vinstri hendi yfir í hægri hönd í stórum boga. 6. Þegar sá bolti er rétt yfir höfði þér þá skaltu kasta þeim sem þú heldur á í hægri hendi yfir í vinstri hönd. 7. Haltu áfram að æfa þig að kasta boltunum milli handa og grípa þá þangað til að þér finnst þetta ekkert mál. Úfff... 3 boltar! 8. Haltu tveimur boltum í einni hendi og einum í annarri. Byrjaðu eins og venjulega með tveimur boltum. Þegar seinni boltinn er í loftinu skaltu henda þeim þriðja í loftið. Reyndu að halda þeim öllum á lofti. Þú þarft að fylgjast stöðugt með boltunum. Þetta krefst töluverðra æfinga og mikillar einbeitingar. Tilraun: Búðu til þinn eigin ís! -1 tsk. sykur -1/2 bolli rjómi -1/4 bolli súkkulaðiflögur -1/4 tsk. vanilla -1/2 bolli matarsalt -1 stór lokanlegur plastpoki -1 lítill lokanlegur plastpoki - 4 bollar mulinn ís Gerðu þetta! 1. Fylltu stóra pokann með 2 bollum af klaka og salti. 2. Helltu rjóma, vanillu, súkkulaðiflögum og sykri í litla pokann. 3. Lokaðu litla pokanum og settu hann í stóra pokann. Passaðu að pokarnir séu vel lokaðir og að það sé eins lítið loft og mögulegt er í stóra pokanum áður en þú lokar honum. 4. Hristu pokann í 5 mín- útur, ísinn fer þá að bráðna. 5. Helltu vatninu úr pok- anum. Settu meiri ís í pok- ann og hristu meira. Fylgstu með því hvernig blandan fer að breytast í ís!!! 6. Taktu litla pokann úr þeim stóra og settu ísinn í skál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.