blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 58

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 58
58 LAUG/ IMBER 2006 blaöiA Ljós tendruð á Hamborgartré Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykja- víkurhafnar klukkan 17 í dag. Flutt verða ávörp og unglinga- kór Dómkirkjunnar syngur jólalög undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í Hafnarhúsinu. fm. Syngjandi jól í Hafnarborg Um 30 kórar taka þátt í hátiðinni Syngjandi jólum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag en þetta er í tíunda skiþti sem hátíðin er haldin. Dagskráin hefst klukkan 10 um morguninn og stendur fram á kvöld. helgin@bladid.net Opið í Gleri í Bergvík Opið hús verður í glerblástursverk- stæðinu á Kjalarnesi í dag og á morgun, sunnudag, klukkan 10 til 15. Sigrún og Ólöf Einarsdætur munu sýna glerblástur ásamt gesta- blásurunum Jette Boge Sorensen og Camilla Mikkelsen frá Dan- mörku. Á laugardagsmorgun munu félagar úr Vinabandinu einnig leika á munnhörpu og gítar. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur, útsala verður á útlitsgölluðum gler- munum og afsláttur á öðru gleri. Verkstæðið er milli Klébergsskóla og Grundarhverfis. MMMM...GLOÐADUR | Möst á djamminu | I Opið til kl. 05:00 á laugardags og j til kl. 07:00 á sunnudagsmorgnum i Lækjargata 8 Jólasýning Árbæjarsafns á morgun Jólahald fyrr á tímum Fólki gefst kostur á að hverfa aftur í tímann á Árbæjarsafni á morgun og kynna sér jólahald hér á landi fyrr á tímum. Jólasýning safnsins hefur fest sig í sessi á und- anförnum árum og margir koma ár eftir ár að sögn Helgu Gylfadóttur, starfsmanns húsadeildar. „Hingað kemur fólk á öllum aldri og börnin hafa líka gaman af því að fá að taka þátt í þessu,“ segir Helga. Hangikjöt og laufabrauð Flest húsin verða opin og í þeim verður boðið upp á sýningar og við- burði sem tengjast jólunum. „í Hábæ er fólki til að mynda boð- ið að smakka nýsoðið hangikjöt og þar er einnig maður að skera út jólaskraut. Það verður skorið út laufabrauð í Árbænum, föndrað í Kornhúsinu og í húsinu sem áð- ur stóð á Suðurgötu 7 er verið að sýna jólahald heldra fólks eins og það var upp úr 1900“ segir Helga og bætir við að flest húsin verði skreytt jólaskrauti frá þeim tíma sem sýningarnar í þeim sýna. Jólasyeinarnir ákváðu að líta aðeins fyrr við hjá okkur. Þetta eru þessir gömlu og góðu sem eiga til að vera svolitlir hrekkjalómar Jólasveinar á ferð Jafnframt verða hestvagnar á ferð um safnsvæðið og klukkan 15 verður efnt til jólatrésskemmtunar á torginu. „Jólasveinarnir ákváðu að líta að- eins fyrr við hjá okkur. Þetta eru þessir gömlu og góðu sem eiga til að vera svolitlir hrekkjalómar," seg- ir Helga og bætir við að þeir séu samt hin vænstu skinn og góðir inn við beinið. „Við höfum stund- um fengið Kjötkrók hingað og hann hefur viljað ræna hangilær- inu okkar í Árbænum og hlaupa með það í burtu en hann skilar því nú alltaf aftur." Guðrún Helgadóttir kemur einn- ig í heimsókn og les úr nýjustu bók sinni klukkan 14. og á sama tíma verður guðsþjónusta í safnkirkj- unni. Sýningin verður opin frá klukk- an 13 til 17 á morgun og á sama tíma sunnudaginn 10. desember. Hrekkjóttir jólasveinar Gömlu íslensku jólasveinarnir láta sig ekki vanta á Jólasýningu Árbæjar- safns á morgun. Söngleikur um Jósef Söngleikur um Jósef frá Nasaret Björgúlfur Egilsson tónlistarmaöur, Jón Benjamín Egilsson leikskáld og Vilhjálmur Hjálmarsson leikstjóri standa að söngleik um Jósef frá Nasaret sem frumfluttur verður á Grand Rokk annaö kvöld. Leikhópurinn Peðið frumsýnir á morgun söngleikinn Jólaperu - helgi- leikinn um Jósef frá Nasaret á Grand Rokk. Verkið er byggt á Jólaguðspjall- inu og í því er sjónum beint að stöðu Jósefs sem hefur hingað til fallið nokkuð í skuggann af öðrum sögu- hetjum guðspjallsins. Jón Benjamín Einarsson er höfundur verksins en um leikstjórn sér Vilhjálmur Hjálm- arsson. Vilhjálmur segir að í með- förum leikhópsins verði Jósef ekki ólíkur hefðbundnum íslendingi og því ættu margir að geta samsamað sig við hann. Vinnur myrkranna á milli „Eins og við sjáum hann þá er þetta maður sem vinnur myrkranna á milli við að halda heimili fýrir ólétta konu og er síðan dreginn til Betlehem þar sem þau þurfa að gista í fjárhúsi og konan elur barn. Það er búið að ýja að því við hana að eitthvað muni gerast en hún tekur þessu öllu með jafnaðargeði. Hann fær yfir sig hóp af englum og vitringum og konan er ólétt eftir mögulega einhvern ann- an. Hvernig líður þá manngreyinu?" spyr Vilhjálmur sem býst ekki við að þessi nýstárlega nálgun á guðspjallið komi til með að valda hneykslan eða fara fyrir brjóstið á fólki. „Þetta er fyrst og fremst góð skemmtun á aðventunni. Ég veit ekki með yngstu börnin en allir aðr- ir ættu að geta haft gaman af þessu,“ segir hann. Fastagestir á öllum sviðum Fastagestir Grand Rokk koma að uppfærslunni frá öllum hliðum, allt frá því að hanna leikmynd og bún- inga til þess að semja tónlist og leika. Magnús R. Einarsson og Björgúlfur Egilsson semja tónlistina og flytja hana ásamt Stuðmanninum Tómasi Tómassyni. Guðmundur Hreiðarsson fer með aðalhlutverkið í sýningunni og læt- ur Vilhjálmur vel af frammistöðu hans. „Þetta er hans fyrsta hlutverk á sviði eftir því sem ég best veit og hann stendur sig með prýði, enda er hann með dúndurrödd, mikla og stóra,“ segir Vilhjálmur. Söngleikurinn verður sýndur fyrstu þrjá sunnudaga í aðventu og hefjast sýningar í öll skipti klukkan 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.