blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaðiö hm_ 5 í C ■ p ' v '-''itn iii 1IB P m 11 yjSSSUk m WBþíf - SEKSY kvenmannsúr með bleikri skífu úr ekta bleikri perlumóðurskel og bleikum steinum. Armbandskeðjan er með bleikum Swarovski kristöllum sem einfalt er að minnka eða stækka að vild. lltsölustaðir: Jens Kringlunni ■ Gilbert úrsmiður Laugavegi‘62 • Helgi Sigurðsson úrsmiður Skólavörðustíg 3 • Georg Hannah úrsmiöur Keflavík • Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi • Úra- og skartgripaverslujp Karls R. Guðmundssonar Selfossi Leonard Krmglunní Björn Bjarnason Erhann virkilega ekki vanhæfur til að fjalla um hlerunarmálin? Hinn hættulegi Arnar Jónsson Inýlegu viðtali við Evu Maríu Jónsdóttur í Kastljósi Sjónvarpsins sagði Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgun- blaðsins eitthvað á þá leið að ENGINN gæti skilið andrúmsloft kalda stríðsins nema sá sem þá var upp á sitt besta. Með þessu vildi Styrmir afsaka framferði þeirra ráðamanna sem nú er komið í ljós að stunduðu hleranir á símum pólitískra andstæðinga og einnig njósnir af öðru tagi. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur talað mjög á sömu nótum. Réttlætanlegar njósnir? Þetta er náttúrlega sjónarmið sem taka ber fullt tillit til. Það er ekki gott að dæma framferði manna á einum tíma einvörð- ungu út frá viðhorfum sem upp eru á teningnum kannski löngu seinna. Þetta bendir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur líka gjarnan á í viðtölum um nýju bók- ina sína, en hana hefur mér því miður ekki auðnast að lesa þegar þetta er skrifað. I viðtölum vegna bókarinnar hefur Guðni látið svo um mælt að honum finnist skiljan- legt og jafnvel réttlætanlegt að ís- lenskir ráðamenn hafi látið hlera síma hjá andstæðingum aðildar Islands að NATO árið 1949 og sömuleiðis tveimur árum seinna, þegar ameríski herinn birtist óvænt á Keflavikurflugvelli og tók að hreiðra um sig. En Guðni hefur bætt við að honum finnist mun vafasamari ýmsar njósnir sem hin dularfulla íslenska leyni- þjónusta stundaði seinna meir og nefnir þá sérstaklega að njósnað skuli hafa verið um þá sem lýstu andstöðu við samninga um 12 mílna lögsöguna við Breta eftir fyrsta þorskastríðið. Það er rétt hjá Guðna að slíkt var í hæsta máta vafasamt, svo ekki sé nú f a s t a r að orði kveðið. Og tala nú ekki kemur fram í bók hans að njósnað skuli hafa verið um fólk eins og Arnar Jónsson leikara árið 1968, undir þeim formerkjum að því er virðist að hann hafi verið “hættu- legur öryggi ríkisins”, eða eitt- hvað í þá áttina. Sprenghlægilegar njósnir, en líka hrollvekjandi Þar hafa njósnir íslenskra ráða- manna um þegnana og pólitíska andstæðinga bersýnilega verið komnar svo langt út fyrir allan þjófabálk að það væri spreng- hlægilegt - ef það væri bara ekki svona hrollvekjandi í leiðinni. Því hafi njósnir af því tagi verið stund- aðar um fólk eins og Arnar árið 1968 - hvernig getum við þá vitað að þær hafi ekki stundaðar miklu lengur og á jafn fáránlegum for- sendum? Það verður æ augljósara hversu brýnt það er að fram fari einhvers konar allsherjar rann- sókn á hlerunar- og njósnamálum hérlendis; það þýðir ekkert fyrir Björn Bjarnason að streitast á móti því lengur og raunar spurn- ing hvort hann ætti ekki að segja sig frá öllu sem lýtur að slikum málum vegna vanhæfis. Og við skulum fara varlega í að afsaka óforsvaranlegar njósnir ráðamanna og leyniþjónustu þeirra um einkalíf pólitískra andstæðinga, raunverulegra eða ímyndaðra. Jafnvel þótt þá hafi staðið yfir kalt stríð í heiminum. Látum vera þótt pólitísk barátta hafi kannski verið harðari og óvægnari á þessum árum - það mátti öllum vera ljóst að jafnvel þótt hér væri að finna stuðnings- menn Sovétríkjanna fram eftir kalda stríðinu - þá var það fólk ekki „hættulegt öryggi ríkisins". Ég skora á einhvern að sýna fram á það. „Þvíhafi njósnii af þvi tagí verið stundaðai um fólk eins og Ampi órið 1968 - hvernig getum við þú vitað aö 'þœr hafi ekki stundaðar miklu lengur og ú jafn fúrón- legum forsendum?" saman á Austurvelli var ekki þangað kominn til að gera árás af neinu tagi. Hann var kominn til að lýsa á lýðræðislegan hátt yfir andstyggð sinni á framferði ríkis- stjórnarinnar og hafði fulla heim- ild til þess. Fáeinir pörupiltar t hópnum notuðu tækifærið til að stofna til illinda, eins og pöru- piltar gera ævinlega, með því að kasta grjóti og þá gerðu lögreglan og hvítaliðasveitin í Alþingishús- inu árás á mannfjöldann. Það var fyrst þá sem grjótkastið hófst fyrir alvöru. Þaðerþvííhæstamátavafasamt að nota uppþotið á Austurvelli sem afsökun fyrir langvinnum og óskiljanlegum njósnum íslenskra ráðamanna marga áratugi á eftir. Og athugum það að ef eitthvað var spunnið í njósnarana og þá sem hleruðu, þá hafa þeir væntan- lega fljótlega áttað sig á að jafnvel hinir harðsvíruðustu Þjóðvilja- menn voru ekki á nokkurn hátt „ógnun við öryggi rikisins“. Samt var haldið áfram að njósna og hlera. Sem sýnir að njósnirnar voru fyrst og fremst af pólitískum rótum runnar og komu „öryggi ríkisins" ekkert við. Látum það ekki eftir kaldastríðsjálkunum Og við skulum til dæmis ekki láta það eftir kaldastríð- sjálkum að tala stöðugt um „árás á Alþingis- húsið" þann 30. mars ? 1949. Vissulega var herskár tónn í yf- irlýsingum Þjóð- viljans þegar gangan í NATO stóð fyrir dyrum en sá mannfjöldi sem safnaðist m þegar /PÍfc' einnig Brengluð mynd af samfélaginu Umframt allt; Þetta verður að komast á hreint. Það á '**, ekki að vera neitt mark- mið að finna einstaka sökudólga eða senda minningu einstak- inga í gapastokk. En ef við fáum ekki að vita allan sannleikann um þessar ógeðfelldu njósnir, þá er mjög brengluð sú mynd sem við höfum af samfélagi okkar, bæði fyrr og nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.