blaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 36
36
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006
blaöið
1UIUII1I
ithrottir@bladid.net
Skeytin inn
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálf-
ari í handbolta, hefur valið nítján
manna æfingahóp fyrir komandi
átök liðsins í janúar. Liðið tekur
þátt í LK Cup í Danmörku 5. til
7. janúar og leikur síðan tvo vin-
áttuleiki gegn Tékkum 13. og
14. janúar. Hæst ber þó heims-
meistaramótið í Þýskalandi þann
18. janúar. ísland er í riðli með
Ástralíu, Frakklandi, og Úkraínu
og þykir ljóst að erfiðustu viður-
eignirnar verða gegn Frökkum og
Úkraínumönnum.
Blaðið fékk þrjá valinkunna hand-
boltaspekinga til að segja álit sitt á
vali liðsins:
Fín breidd í liðinu
Sigurður telur lands-
liðið feiknarsterkt um
þessar mundir og að
sjaldan hafi svo mikil
breidd einkennt hóp-
inn. „Þettaergóður
hópur sem mér líst
vel á. Það eina er að
það virðist skortur
á öflugum rétt-
hentum skyttum,
og spurning hvort
Guðjón Valur leysi
skyttustöðuna og
Logi detti í hornið í
einhverjum tilfellum.
Arnór fær eflaust ann-
ars að byrja, en ef hann
klikkar mun Markús
Máni eflaust fá að spreyta
sig og hann á alveg að geta
stritt þessum liðum.“ Sigurður
telur einnig að hugsanlega taki A1
freð aðeins 15 menn út og Hreiðar
Guðmundsson og Sigfús Sigfússon
sitji eftir. „Það getur komið sér vel
að bíða og sjá, sérstaklega ef að
menn detta í meiðsli, en annars
velur hópurinn sig nokkurn veginn
sjálfur."
Arnór gæti blómstrað
Þjálfari Akureyrar telur mögu-
leika landsliðsins mikla einnig.
Hann telur að Arnór Atlason muni
og eigi að fá byrjunarstöðu sem
Finnskar loðhúfur
„v-.*. -frábær
mmm
RAMM
Hafnarstræti 19l S(ml 551 1122
skytta og blæs á allt tal um að sú
staða sé helsti veikleiki liðsins.
„Arnór hefur gífurlegan skilning
á leiknum. Hann er frábær sóknar-
maður sem getur bæði skorað og
spilað félaga sína uppi með frábærum
linusendingum." Rúnar segir að hugs-
anlega detti Sigfús Sigfússon úr liðinu
og annaðhvort Hreiðar Guðmunds-
son eða Björgvin Gústavsson mark-
menn. Hann hefur þó trú á sínum
manni í Akureyrarliðinu. „Hreiðar á
að mínu mati heima í þessi landsliði.
Hahn hefur jafnað sig ótrúlega vel af
meiðslunum sem voru að hrjá hann
og frammistaða hans gegn Stjörn-
unni sannar það.“ Rúnar segir
einnig að hugsanlega mætti
• - f gefa yngri mönnum séns
oJ v á kostnað atvinnu-
manna sem lítið hafa
spilað með sínum
félagsliðum. „Jó-
hann Gunnar
Einarsson er
feikiefnilegur,
meðan Ásgeir
Örn hefur
ekki verið að
fá marga sénsa
hjá Lemgo. Ás-
geir er auðvitað
góður, en menn
verða að vera í
leikæfingu,“ sagði
Rúnar að lokum.
Eigum góða
möguleika
Viggó Sigurðsson, fyrir-
rennari Alfreðs, segir ekkert
koma á óvart í valinu að þessu
Akureyringur og Dalvíkingur skara framúr á skíðum:
Dagný Linda og Björgvin best
Dagný Linda Kristjánsdóttir frá
Akureyri og Björgvin Björgvinsson
frá Dalvík eru skíðamenn ársins
samkvæmt vali Skíðasambands ís-
lands. Vali sínu til stuðnings bendir
skíðasambandið á góðan árangur
þeirra beggja á Ólympíuleikunum í
Tórínó í febrúar s.l. en þar urðu þau
bæði í 23. sæti; Dagný í bruni og risa-
svigi en Björgvin í svigi.
Eftir að hafa verið frá keppni í
nærri tvö ár sneri Dagný til leiks að
nýju haustið 2005. Hún hefur átta
sinnum náð að vera meðal tíu bestu
á alþjóðlegum mótum undanfarið
og kórónaði svo tímabilið með þre-
földum Islandsmeistaratitli á Skíða-
landsmótinu á Dalvík. Á síðustu
tveimur mótum, í Lake Louis og Val
d 'Isere hafnaði hún í 37. og 36. sæti.
Björgvin hóf síðasta tímabil með
því að verða Eyjaálfumeistari, en
mótið fór fram á Nýja-Sjálandi og
Ásralíu. Hann hefur 13 sinnum orðið
meðal tíu efstu á alþjóðlegum mótum
bæði í Evrópu og N-Ameríku. Einnig
varð hann þrefaldur Islandsmeistari
á Skíðalandsmótinu á Dalvík. Björg-
vin hefur svo byrjað tímabilið á sigri
á alþjóðlegu stórsvigsmóti í Noregi,
og varð svo annar á samskonar móti,
einnig í Noregi.
Sannarlega glæsilegur árangur
besta skíðafólks landsins.
Sir Alex Fergusson mun
fá talsverða peninga
til leikmannakaupa í
janúarglugganum samkvæmt
Glazer-bræðrunum, eigend-
um Manchester United liðsins.
Talið er að Ferguson hafi úr um
25 milljónum punda að ráða
á hverju ári, en í sérstökum
„Súperstjörnutilfellum" muni
hann fá alla þá peninga sem
þurfi til, líkt og gerðist með
ungstirnið Wayne Rooney
sem keyptur var frá Everton á
28 milljónir punda árið 2004.
Fellur um tvö sæti
Samkvæmt nýjum styrkieikalista FIFA er
kvennaiið íslands í 21. sæti og stendur
i stað síðan i september. Liðið hefur þó
failið um tvö sæti á árinu.
Yfirmaður íþróttamála hjá
franska knattspyrnulið-
inu Marseille, Jose Anigo,
hefur neitað staðfastlega
þeim orðrómi að Svíinn síkáti,
Sven- Göran Eriksson, muni
taka við liðinu. Anigo segir
að núverandi þjálfari liðsins,
Albert Emon, hafi fullt traust
sitt og annarra stjórnarmanna
klúbbsins. Þrálátur orðrómur
er uppi um að
kanadískur
milljarða-
mæringur
muni
kaupa lið-
ið og koma
Sven-Göran
í stjórastól-
inn, en Anigo
þverneitar
því einnig.
Javier Irureta hefur sagt af
sér stjórnartaumunum hjá
spænska knattspyrnuliðinu
Real Betis eftir aðeins þrjá
sigra i 15 leikjum.
Liðið sigraði þó í
síðasta kappleik
gegn Tarrag-
ona, en Irureta
segist hafa tekið
ákvörðun
sína fyrir
þann leik.
Real Betis er sem stend-
ur í 18. sæti spænsku
deildarinnar en hefur
gengið illa eftir að hafa selt
sínar skærustu stjörnur, þá
Joaquin til Valencia og Ri-
cardo Oliveira til AC Milan.
Lyfjaráð Ólympíunefndar
Italíu birti í gær niðurstöð-
ur úr lyfjaprófi sem tekið
var eitir leik stórliðanna AC
Milan og Roma 11. nóvember
sl Þar kemur fram að Marco
Borriello, 24 ára sóknarmaður
AC Milan hafi fallið á umræddu
lyíjaprófi. Talið er að Borriello
hafi tekið inn efnið prednisol-
one eða prednisone. Aganefnd
knattspyrnusambands Ítalíu
er með málið til rannsóknar
og er Borriello
kominn í
tímabundið
keppnisbann
á meðan
henni stendur.
Þess má geta
að Rómverj-
ar unnu
leikinn
Markverðir:
Roland Eradsze Stjörnunni,
Birkir Guðmundsson Tus.Lubecke,
Hreiðar Guðmundsson Akureyri
Björgvin Gústavsson Fram.
Aðrir leikmenn,
Vignir Svavarsson Skjern,
Logi Geirsson Lemgo,
Sigfús Sigfússon Fram,
Sigfús Sigurðsson Ademar Leon,
Ásgeir Hallgrímsson Lemgo,
Arnór Atlason FC Köbenhavn,
Markús Michaelsson Val,
Guðjón Val Sigurðsson Gummersbach,
Snorri Guðjónsson GWD Minden,
Ólafur Stefánsson Ciudad Real,
Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt,
Ragnar Óskarsson Ivry,
Alexander Petterson Grosswallstadt,
Sverrir Jakobsson Gummersbach
Róbert Gunnarsson Gummersbach.
Tíff
sinni. „Þetta er öflugur hópur sem
á fullt erindi á stórmót. Áuðvitað
detta einhverjir út, en þar sem ég
hef ekki getað fylgst með deildinni
heima get ég ekki tjáð mig um
hverjir það verða. Ég hef heyrt af
gagnrýni á Ásgeir Orn, en hann
hefur verið að spila alla leiki síðasta
mánuðinn þar sem Florian Kerman
er meiddur, þannig að hann ætti að
vera í ágætis formi,“ segir hann.
„Roland hefur verið óheppinn
með meiðsli á stórmótum, en við
þurfum á góðri markvörslu að
halda ef árangur á að nást. Það yrði
plús ef hann gæti spilað með, við
sjáum hvað setur,” sagði Viggó sem
staddur var í Þýskalandi.
LIÐIÐ ER SKIPAÐ ÞESSUM
19 LEIKMÖNNUM:
Alfreö velur nitjan mannáihc
Hópurinn ler öf lugur
Góö niarkvarsla nauðsynleg Sterkt sóknarliö Breiddin góö