blaðið - 05.01.2007, Page 28

blaðið - 05.01.2007, Page 28
28 FÖSTUDAGUR ÍLJANÚAR 2007 blaöiö matur Jólagjöfin í ár Ein vinsælasta jólagjöfin í ár var svokölluð isgerðarvél og kannski . ekki að furða, því að ísinn er jafnan vinsæll eftirréttur á mörgum heimilum. Isgerðarvélar hafa verið vinsælar á íslandi undanfarið ár og vinsældirnar eru ekki síst tilkomnar vegna þess að í vélinni er hægt að búa til hollan ís, til að mynda úr jóg- úrt. Fyrir þá sem vilja ísinn feitan og góðan er líka hægt að búa til dýrindisís og hér er til að mynda uppskrift að einum slíkum. Jarðarberjaís • 3 eggjarauður, hrærðar • 250 ml mjólk • 500 ml rjómi • 100 g sykur • 2 bollar af jarðarberjum • 1 tsk. vanilludropar • 'A tsk. salt Setjið jarðarberin í skál og maukið þau ásamt 50 g af sykri. Setjið til hliðar. Blandið eggjarauðunum, mjólk, restinni af sykrinum og salti saman í pott. Hitið blönduna upp án þess að hún sjóði en hrærið allan tímann í pottinum. Setjið blönduna í skál og setjið inn í ís- skáp í allt að þrjá tíma, hrærið af og til í blöndunni. Þegar blandan hefur kólnað má bæta rjómanum og van- illudropunum við. Blöndunni er svo bætt við jarðarberjablönduna sem er síðan sett í ísgerðarvélina. t Heimatilbúinn ís Þrátt fyrir að jólunum Ijúki senn er ekki þar með sagt að allar kræsingarnar fái að fjúka. Holl- ustuæði gríþur landann brátt, rétt eins og venjan er eftir jólin og því ekki seinna vænna að njóta góðs matar. Hér er einföld uppskrift að jólaís sem fengin var úr bókinni Jólahefðir'eftir Nönnu Rögnvaldar- dóttur. • 6 eggjarauður • 50 g sykur • 50 g púðursykur • Vz lítri rjómi • 1-2 msk. sérrí eða 1 tsk. vanilludropar • 100 g saxað súkkulaði, til dæmis Toblerone • 50 g pekanhnetur eða valhnetur, saxaðar Eggjarauður, sykur og púðursykur þeytt mjög vel saman. Rjóminn stíf- þeyttur og blandað saman við með sleikju. Bragðbætt með sérríi eða vanilludropum eftir smekk. Súkku- laði og hnetum blandað gætilega saman við með sleikju. Sett í form og fryst. ísinn má bera fram með súkkulaði og/eða karamellusósu. Súkkulaðisósa 150 g dökkt súkkulaði 100 ml rjómi 2 msk. Ijóst síróp 1 tsk. vanilludropar Allt sett ípott, hitað rólega og hrært stöðugt á meðan. Sósan er borin fram heit eða volg. Afsakanir Á morgun er þrettándinn sem þýðir að jólunum er að Ijúka. Það er því ekki seinna vænna að dýfa sér ofan í konfektkass- ann, svona rétt á meðan við erum löglega afsökuð. Alvöruappelsínur Gleymið ekki appelsínunum (hollustunni í janúar. Appelsínur eru ekki Para bragðgóðar heldur eru þær ríkar af kalki og C-vítamini. matur@bladid.net & Þóra Tómasdóttir: „Ég elda yfirleitt ekki neitt nema þad sé uppskrift frá Jamie Oiiver. Það sem er svo frábært við matargerðina hans er að það þarf ekki að fylgja henni alveg eftir heldur er þetta svolitið frjáls aðferð." Þora Tomasdottir eldar oft pasta Fer eftir Jamie Oliver „Sumir segja að ég gæti verið dug- legri að elda en ég elda nokkrum sinn- um í viku,“ segir Þóra Tómasdóttir dagskrárgerðarmaður. „Yfirleitt elda ég pastarétti og það er bara út af því að það tekur svo stuttan tíma. Reynd- ar er ég farin að færa mig upp á skaft- ið og var til dæmis mjög nýstárleg og flippuð um hátíðarnar en þá eldaði ég hreindýr, önd og humar. Öndin var mjög flókin en hún heppnaðist vel. Ég gerði öndina eftir uppskrift frá Jamie Oliver en ég elda yfirleitt ekki neitt nema það sé uppskrift frá Jamie Oliver. Það sem er svo frábært við matargerðina hans er að það þarf ekki að fylgja henni alveg eftir held- ur er þetta svolítið frjáls aðferð. Ég kíki stundum í bækurnar hans þeg- ar ég elda pasta og nota þá eitthvað svipað og hann notar.“ Pastauppskrift frá Gísla Marteini Þóra segir að grunnurinn að pasta- réttunum sem hún eldar sé fenginn frá Gísla Marteini Baldurssyni borg- arfulltrúa. „Uppskriftin hefur verið þróuð í allar áttir og er til í ýmsum útfærslum. Grunnurinn er pasta sem er rétt soðið og svo er góð ólífu- olía og sítrónusafi til helminga velgt á pönnu. Ofan í þá blöndu er sett hvítlauksrif og rauður chili-pipar en passa þarf upp á að steikja hvít- laukinn ekki alveg. Pastað er síðan sett ofan í pönnuna og fersk stein- selja of fullt af parmesan osti þar ofan á. Þetta er mjög góður grunnur og út á hann má setja hvað sem er, kjöt og alls konar grænmeti. Þetta er fersk og góð uppskrift sem Gísli Marteinn gaf mér einhvern tímann og ég hef eldað hana vikulega síðan. Hann býr hana oft til þegar hann kemur heim af skemmtunum en ég geri hana frekar þegar ég kem heim úr vinnunni," segir Þóra og hlær. Sakna þess að fá ekki rjúpur Þóra segir að sér finnist gaman að elda þegar hún hefur nægan tíma og er ekki að koma þreytt heim seint á kvöldin. „Ég elda meira núna þvi litla barnið mitt er að verða svo dug- legt að borða. Uppáhaldsmaturinn minn er tvímælalaust rjúpur en því miður var engin nógu góð skytta í fjölskyldunni til að bjarga mér með rjúpur um jólin. Ég saknaði þess mikið en þetta eru þriðju jólin sem ég fæ ekki rjúpur. Þetta er mjög sorg- legt og það verður eitthvað að gerast í þessum rjúpnastofni til að ég fái rjúpur í jólamatinn,“ segir Þóra og bætir við að þessa dagana sé hún í öflugu heilsuátaki. „Það er manískt heilsuátak á mínu heimili um þess- ar mundir og mikil samkeppni. Ég stend mig mjög vel á þriðja degi og er búin að vera dugleg að hlaupa." svanhvit@bladid.net Fljótlegt Janúar er jafnan sá mánuður þeg- ar fólk tekur heilsuna föstum tökum og borðar hollan mat. Það er mis- jafnt hve lengi slikt líferni endist en fyrstu dagar mánaðarins einkennast sérstaklega af fiski og öðrum hollari mat enda fólk komið með nóg af feit- um sósum, reyktu kjöti og öðrum há- tíðarmat. í nútímasamfélagi er ekki nóg að maturinn sé hollur heldur þarf hann líka að vera fljótgerður. 1 þessari ljúffengu fiskuppskrift, sem tekur einungis 35 mínútur að elda, eru einungis 580 kaloríur á skammt ásamt 10 grömmum af fitu og 44 grömmum af prótíni. Þorskur með papriku og iauk fyrir tvo Hráefni: • Salt • 1 Vz bolli skeljapasta og hollt • 1 matskeið ólífuolía • 1 lítill laukur, þunnar sneiðar • V2 litil rauð paprika, þunnar sneiðar • Vz lítil gul paprika, þunnar sneiðar • 1 hvítlauksrif, smátt skorið • Va tsk. fenníkufræ • 1 dós niðurskornir tómatar í safa • 1 þorskflak eða annar mildur hvítur fiskur • % tsk. salt • Steinselja • Svartur pipar Aðferð: Látið vatn, salt og olíu í stóran pott og hitið þar til vatnið fer að sjóða. Bætið pastanu við og eldið eins og leiðbeiningar segja til um. Hitið olíu í pönnu þar til hún er orðin heit. Bætið lauk, papriku, hvít- lauk og fenníkufræjum í olíuna, eld- ið í 5 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Hrærið reglulega í pönnunni og bætið tómötum og saf- anum við og hitið upp að suðumarki. Lækkið hitann og leyfið matnum að krauma í fimm mínútur. Setjið þorskinn ofan á tómatblönduna í pönnunni. Kryddið þorskinn með salti og pipar. Setjið lokið á pönnuna og leyfið að krauma í 8-10 mínútur, hellið sósu yfir þorskinn annað slag- ið. Setjið pasta á disk og þorsk ásamt sósu ofan á.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.