blaðið - 26.01.2007, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007
blaftið
i
!
Áttuvon
á gestum?
f NAUTI ERUM VIÐ BESTIR
GRENSÁSVEGI 48 • SÍMI 553 1600
KAUPÞING
Kaupþing eignast hlut í Notio
INNLENT
Kaupþing Bank og Fram Invest í Færeyjum hafa eignast 98,5
prósenta hlut í færeyska fjárfestingarfélaginu Notio. Fram
kemur á fréttavefnum skip.is að þetta hafi gerst eftir að bank-
inn og Fram Invest keyptu 66 prósenta hlut Sparikassagrunns-
ins og hlutafélagsins 14 i Notio.
Hæstiréttur íslands:
Sýknað í Baugsmáli
■ Saksóknara líkt viö fjósamann ■ Nýtt mál á dagskrá
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Hæstiréttur sýknaði í gær fjóra aðila
í Baugsmálinu, af þeim sex ákæru-
liðum sem eftir stóðu af uppruna-
legri ákæru í málinu, og staðfesti nið-
urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Samkvæmt dómsuppkvaðningu á
allur áfrýjunarkostnaður málsins
að greiðast úr rikissjóði og eru þar
með talin málsvarnarlaun verjenda
hinna ákærðu sem nema samtals
rúmum tveimur milljónum króna.
Jón Ásgeir og Kristín Jóhannes-
börn voru ákærð ásamt endurskoð-
endunum Stefáni Hilmari Hilm-
arssyni og Önnur Þórðardóttur.
Rannsókn málsins hófst árið 2002
og var 32 ákæruliðum af 40 vísað
frá Héraðsdómi Reykjavíkur í sept-
ember árið 2005. Hæstiréttur stað-
festi þessa niðurstöðu í október
sama ár en Sigurður Tómas Magnús-
son saksóknari hélt áfram með þá
ákæruliði sem eftir voru.
„Við flutning málsins í Hæsta-
rétti í síðustu viku viðhafði hann
[Sigurður] mjög ósmekkleg og
ómakleg ummæli um mig og líkti
mér við fjósamann sem stæli mjólk-
inni úr kúnum sem honum væri
treyst fyrir“, segir í yfirlýsingu frá
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. „Sýknu-
dómur Hæstaréttar í dag [gær]
leiðir á hinn bóginn í ljós að það er
hann sjálfur, Sigurður Tómas, sem
er hinn eiginlegi fjósamaður í mál-
inu. Hann situr í forinni sem þeir
Haraldur Johannessen og Jón H.B.
Snorrason skildu eftir sig þegar
þeir hrökkluðust frá málinu."
Gestur Jónsson, hæstaréttarlög-
maður og verjandi Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, sagðist hafa átt von
á þessari niðurstöðu. „Ég hef haft
sannfæringu fyrir því að þessi
niðurstaða hlyti að verða. Þetta er
gríðarlega stór áfangi í þessu máli
því að með þessu er endanlega
afgreidd ákæra sem var gefin út
1. júlí árið 2005. Það má segja að
þessi Hæstaréttardómur sé endir
þess máls.“
„Niðurstaðan kemur mér ekk-
ert á óvart“, segir Kristín Edwald
hæstaréttarlögmaður, verjandi
Kristínar Jóhannesdóttur. „Um-
bjóðandi minn hefur haldið fram
sakleysi sínu alveg frá því að rann-
sókn málsins hófst og nú er þessu
máli lokið.“
Aðalmeðferð hefst í öðru máli
12. febrúar en þá verða teknir fyrir
18 af 19 ákæruliðum sem sérstakur
saksóknari fór af stað með. Búið er
að vísa einum ákærulið frá þannig
að eftir standa ákæruatriði sem
varða bókhaldsbrot og brot gegn
ákvæðum hlutafélaga. Samkvæmt
Gesti er krafist sýknu af öllum
ákæruliðunum í þessu máli.
Fjögur af þessum sex ákæruat-
riðumsneruað meintumlögbrotum
við gerð ársreikninga Baugs á ár-
unum 1998 til 2001 en eitt þeirra
að innflutningi á tveimur bílum til
landsins á árunum 1999 og 2000.
Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari:
Sakborningar njóta vafans
„Ég tel forsendur dómsins vera mjög
traustar og rökstuöninginn vandaðan.
Niðurstöðu héraðsdóms er algjörlega
snúið við og forsendur um lánveitingar eru
byggðar á öðrum skilgreiningum. Ákaeru-
valdið er mun sáttara við þennan dóm þó
svo ekki sé hægt að fallast á hann að
öllu leyti. Til dæmis er fullsannað að
ólöglega var staðið að innflutningi
bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og
honum var kunnugt um það. Hann
er hins vegar látinn njóta vafans þar
sem ekki sé fullsannað að mistökin
hafi ekki verið gerð af starfsmönnum
fyrirtækisins. Hinir ákærðu njóta
almennt vafans og við
því er ekkert að segja
þar sem okkar rétt-
arríki byggir á því.
Sakborningar
eiga að njóta
skynsamlegs
vafa. Dóm-
urinn mun
hafa
áhrif á
fram-
vindu
mála og almennt tel ég dóminn hafa skýrt
mjög vel inntak ársreikningalaga. Hugsan-
lega liggur þarna ábending til löggjafar-
valdsins um að skilgreina og skýra þann
lagabókstaf betur því hann er mun þrengri
en fyrirmyndirnar í nágrannalöndunum.
Minnsti hluti málsins er búinn og fyr-
irliggur endanleg niðurstaða. Að-
alhluti málsins, bókhaldsbrot
og fjárdráttur, er eftir. Engu að
síður tel ég þetta geta haft
fordæmisgefandi áhrif á það
sem koma skal, með hvaða
hætti treysti ég mér ekki til að
segja nákvæmlega. Ég
er ekki endilega
viss um að
þetta auki
líkurnar á
sýknudómi
í stærri lið-