blaðið - 26.01.2007, Síða 15

blaðið - 26.01.2007, Síða 15
blaðið LÍFLAND Hækka verð á kjarnfóðri Lífland mun hækka verð á kjamfóðri um fjögur prósent og tekur hækkunin gildi 1. febrúar næst- komandi. Ástæða verðhækkunarinnar er sögð vera hækkun á verði hráefnis til fóðurgerðar auk hækkunar á aðflutningsgjöldum. EIMSKIP Hækka afgreiðslugjald um 24 prósent Eimskip hefur ákveðið að hækka gjaldskrá sína fyrir flutninga um 4,5 prósent, frá og með 1. febrúar næstkomandi. Afgreiðslu- gjald mun hækka úr 129 krónum í 160 krónur, eða um 24 prósent. Olíuálag mun hins vegar lækka úr 3,74 prósentum í 2,68 prósent vegna lækkunar á olíuverði. FÖSTUDAGUR 26. NOKIA Skilar methagnaði Finnska farsímafyrirtækið Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á fjórða fjórðungi síðasta árs. Þetta er nítján prósenta aukning samanborið við sama tímabil árið 2005. Nokia hefur aldrei skilað meiri hagnaði og má aðallega rekja tekjuaukninguna til vaxtar markaðar á Indlandi og í Kína. JA<. 2007 15 ngja á Indlandi: Dg átu börnin íkamshlutar fundust í holræsi Nithari-drápin Málið hefur vakið mikla athygli og reiðin hefur meðal annars beinst að lögreglu sem sök- uð er um vanrækslu. af barnaklæðum á heimilinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nauðgað og myrt fjölda barna og skorið líkin í sundur að því loknu. Indverskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Koli eigi að hafa viðurkennt að hafa lagst með líkum barnanna til að svala kynferðislegum þörfum sínum og lagt suma líkamshluta barn- anna sér til munns. Við yfir- heyrslur hefur hann sömuleiðis lýst yfir sterkri löngun til að myrða á nýjan leik. Ibúar í hverfinu þar sem Pand- her bjó segja að rúmlega fjörutíu börn hafi týnst í nágrenninu síð- ustu tvö árin og krefjast sumir foreldrar fórnarlambanna að mennirnir tveir hljóti dauða- dóm. Allt frá því að mennirnir voru handteknir hafa íbúar í borginni staðið mótmælavakt fyrir utan heimili mannsins. Mikil reiði ríkir á Indlandi vegna málsins, sérstaklega í garð lögreglunnar sem sökuð er um vanrækslu og að hafa hunsað fjölmargar og ítrekaðar ábendingar um týnd börn á síðustu árum. Lögregla er talin hafa brugðist skyldum sínum, þar sem flest hinna týndu barna komu úr fátækum fjöl- skyldum. Fyrr í mánuðinum var um tíu lögregluþjónum vikið frá störfum vegna málsins og í kjölfarið tók alríkislögreglan við rannsókn málsins. Eftir Atla l'slefsson atlii@bladid.net Fjölmenni lögfræðinga og mót- mælenda réðst á indverskan kaupsýslumann og aðstoðar- mann hans fyrir utan dómshús í grennd við Delí á Indlandi í gær. Mennirnir hafa verið kærðir fyrir morð á nítján konum og börnum, en óttast er að sú tala kunni í raun að vera hærri. Málið hefur vakið mikla athygli og reiði almennings á Indlandi. Kaupsýslumaðurinn Mon- inder Singh Pandher missti með- vitund í árásinni, en mennirnir voru báðir fluttir á sjúkrahús og er ástand þeirra sagt vera stöð- ugt. Fjölmiðlar sýndu myndir frá árásinni á mennina í gær, þar sem rifið var í hár auk þess sem hnefahögg og spörk dundu á sakborningunum. Á myndum sést einnig hvernig lögregla reynir eftir fremsta megni að vernda þá fyrir frekara ofbeldi. Pandher og Surendra Koli, aðstoðarmaður hans, voru handteknir í lok desember síð- astliðins eftir að höfuðkúpur og líkamshlutar fundust í holræsi fyrir utan heimili Pandhers í Nithari, úthverfi Delí. í kjöl- farið hófst mikil leit í húsi og garði kaupsýslumannsins þar sem mikið magn líkamsleifa fannst. Auk þess fannst talsvert Slökkviliö höfuðborgarsvæöisins: Bæklingar á sjö tungum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út bæklinga þar sem fjallað er um grunnatriði eldvarna á átta tungumálum. Auk íslensku eru leiðbeiningarnar á ensku, spænsku, taílensku, rússnesku, pólsku, lithá- ísku og serbnesku og var það Alþjóða- húsið sem sá um að þýða efnið. Markmiðið með útgáfu bæk- linganna er að koma upplýsingum til innflytjenda og útlendinga sem starfa hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra var útgáfa efnisins löngu orðin tímabær. ,í könnun frá Brunamálastofnun kemur fram að brunavarnir hjá Is- lendingum eru ekki góðar og þær eru einna slakastar á höfuðborgar- svæðinu. Ef eitthvað er hallar á er- lenda gesti hvað eldvarnir varðar og svo eru einnig þjóðir sem vita ekki hvað reykskynjari er þar sem það tilheyrir ekki þeirra menn- ingu. Við vitum að eldvarnir sem kosta lítið geta bjargað svo miklu og þess vegna förum við út í að gefa út þessa bæklinga til að ná til sem allra flestra," segir Jón Viðar. Samgöngumál til betri vegar: Vestfirðir lagaðir Skrifað hefur verið undir samn- ing um byggingu vega og brúa á Vestfjörðum sem hljóðar upp á milljarð króna. Er samningurinn einn sá stærsti sem Vegagerðin hefur gert að undanförnu. Það voru verktakafyrirtækin KNH ehf. og Vestfirskir verktakar ásamt Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra og Vegagerðinni sem gerðu samninginn en sam- kvæmt honum munu þrjár brýr rísa; í Mjóafirði, Reykjafirði, og við Vatnsfjarðarós. Þá mun bundið slit- lag liggja frá Bolungarvík til Hólma- víkur eftir Djúpveginum svokall- aða en einnig verður bundið slitlag lagt milli Reykhólasveitar og Stein- grímsfjarðar. Bílferðin milli Isa- fjarðar og Reykjavíkur þá leiðina verður þá heilum 42 kílómetrum styttri en leiðin um Strandir og Holtavörðuheiði, sem ætti að gleðja margan Vestfirðinginn. Landhelgisgæslan: Fjórða þyrlan komin Landhelgsigæslan hefur loks fengið fjórðu þyrluna senda til landsins, en töluverðar tafir urðu á komu hennar frá London þar sem hún var í yfirhalningu. Hefur þyrlan, sem kom til lands- ins í fyrradag, hlotið nafnið TF-EIR. Georgs Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan komi til með að nýtast vel enda sé hún sérhæfð til björg- unar- og leitaraðgerða. Hann segir að með tilkomu nýju þyrl- unnar standi vonir til að fram- vegis verði ávallt tvær vélar til taks í það minnsta. Á hann von á því að vélar Gæslunnar ráði við öll möguleg tilfelli sem upp kunna að koma. Muuga-máliö dregst á langinn: Kostnaður óljós Sigurður Valur Ásbjarnar- son,bæjarstjóri Sandgerðis, hefur fengið nóg af sjónlýtinu Wilson Muuga og vill skipið burt sem fyrst. Sandgerðisbær hefur sett lögfræðinga í málið og segir Sigurður óásættanlegt að skipið verði þarna mikið lengur. „Þessi fjara er á náttúruminja- skrá og fuglalífið þarna er ein- stakt. Við sættum okkur ekki við að skipið fái að sitja þarna til lengdar án þess að nokkuð verði gert. Okkur er í raun sama hver ber ábyrgð á kostnaði við hreinsun og niðurrif, við viljum bara að hjólin fari að snúast svo lausn fáist sem fyrst," sagði Sigurður. Samkvæmt dr. Guðmundi Sig- urðssyni, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, bera eig- endur skipsins, Nesskip, aðeins takmarkaða ábyrgð í málinu. ,íslensku siglingalögin virðast standa lögum um verndun hafs og stranda framar hvað þetta varðar. Því þurfa Nesskip, eða tryggingafélagið öllu heldur, að- eins að greiða þá upphæð sem nemur hreinsuninni, um 70 milljónir, þó vitað sé að kostn- aðurinn við að fjarlægja skipið sé mun hærri. Tryggingafélagið getur aðeins farið eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi, sem er svo sem skiljanlegt. Það er í raun ósamræmi laganna sem þarna er við að sakast,“ segir dr. Guðmundur.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.