blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 blaðið UTAN ÚR HEIMI EÞÍÓPÍA K Fimmtán ferðamönnum rænt Fimmtán erlendum ferðamönnum var rænt í norðaustur- hluta Eþíópíu á miðvikudaginn. Talið er að í það minnsta ellefu þeirra séu Frakkar, einn sé Breti og einn (tali. Ferða- mennirnir voru á leið til hins afskekkta Afar-héraðs, um átta hundruð kílómetra frá höfuðborginni Addis Ababa. Fyrrum ráðherra talibana handtekinn Öryggissveitir í Pakistan hafa handtekið Mullah Obaidullah Akhund, fyrrum varnarmálaráðherra talibanastjórnarinnar í Afganistan. Mullah Obaidullah er talinn vera einn þeirra sem hafa stjórnað skæruhernaði talibana í Afganistan að undanförnu. AFGANISTAN Opíumframleiðsla aldrei meiri Óþíumframleiðsla í Afganistan hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári að sögn talsmanna bandaríska utanríkisráðuneytisins. Valmúaræktun í landinu jókst um 25 þrósent á síðasta ári, en níutíu prósent val- múaræktunar í heiminum fer fram í Afganistan. Lögregla sinnti ítrekuðum útköllum vegna óláta á menntaskólaböllum: Svartir sauðir valda usla Kaupmannahöfn: 20 neituðu að gefast upp Rúmlega tuttugu danskir mót- mælendur settust að á aðalskrif- stofum danska Jafnaðarmanna- flokksins í Kaupmannahöfn um hádegibil í gær. Mótmælendurnir breiddu út borða þar sem á stóð: „Þið tókuð hús ungdóms- ins - nú tökum við ykkar!“ Talsmaður lögreglu segir að 219 hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin vegna rýmingar lögreglu á Ungdóms- húsinu á Norrebro á fimmtu- dagsmorguninn. Tugir manna voru leiddir fyrir dómara í gær og settir í mánaðarlangt gæsluvarðhald vegna ólátanna. Helle Thorning-Schmidt, for- maður danskra jafnaðarmanna, bað mótmælendurna persónu- lega um að yfirgefa skrifstofurnar. Nokkrum klukkustundum síðar flutti lögregla þó mótmælend- urna burt úr skrifstofunum. Nemendur drekka stíft fyrir ball ■ Skemmtilegasta árshátíöin í langan tíma ■ Flestir til fyrirmyndar Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Það var mikil ölvun og vitleysa í gangi. Lenskan er sú hjá nemend- unum að drekka stíft áður en þeir fara inn og þegar inn er komið verða þau síðan hálfvitlaus. Þau kunna ekki nógu vel að fara með þetta,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjórilögreglunnaráhöfuð- borgarsvæðinu. Tvö menntaskóla- böll, árshátíðir Flensborgarskóla og Fjölbrautaskólans við Ármúla, fóru úr böndunum í fyrrakvöld og þurfti lögreglan ítrekað að sinna út- köllum vegna þeirra. „Við þurftum að fara nokkrum sinnum á hvorn stað og tveir enduðu hjá okkur í fangageymslu. Annar þeirra þurfti að sofa úr sér í fangaklefa þar sem hann var ekki alveg húsum hæfur,“ segir Gunnar. Fáir svartir sauðir Atli Þór Árnason, formaður nemendafélags Fjölbrautaskól- ans við Ármúla, segir árshátíð- ina með þeim betri sem haldnar hafa verið. Honum finnst leið- inlegt þegar fáir aðilar skemma fyrir fjöldanum. „Ég tók nú ekki Brjalað stuð Nemendur Fjöl- brautaskólans íÁrmúla skem- mtu sér konunglega þrátt fyrir ólæti og afskipti lögreglu. mikið eftir þessu því ég var bæði að spila tónlist og dansa eins og vitleysingur. Auðvitað sá maður einhverjar stimpingar en gæslan stóð sig mjög vel,“ segir Atli Þór. „Mér finnst þetta frekar mikið miðað við böllin hjá okkur venju- lega og hjá öðrum skólum. Mér finnst leiðinlegt þegar lítið brot gesta reynir að skemma góð böll því krakkar hafa verið að koma til mín og segja þetta eina skemmti- legustu árshátíðina í langan tíma.“ Flestir til fyrirmyndar Einar Birgir Steinþórsson, skóla- meistari Flensborgarskóla, er sam- mála og segir aðeins lítinn fjölda samkomugesta hafa hagað sér óskyn- samlega. Hann segir ólætin hafa verið óveruleg. „Þeir aðilar sem létu ófriðlega voru gestir 1 samkvæm- inu og ekki nemendur skólans. Lög- reglan þurfti að hafa afskipti af þeim,“ segir Einar Birgir. „Við skulum ekki gleyma því að mörg hundruð gestir voru á ballinu og kannski fimmtán Mér fínnst þetla frekar mikið miðað við böllin hjá okkur venjulega Atli Þór Árnason, formaður nemendafélags F.Á. sem létu illa. Hinir krakkarnir voru algjörlega glæsilegir og ég er stoltur af þeim. Ég held að ólætin hafi verið óveruleg miðað við venjuleg böll um helgar." upplýsingamiðstöð um stærra og BETRA ÁLVER íFirðikl. 13:00 Við bjóðum Hafnfirðinga og aðra áhugamenn um málefni álversins í Straumsvík velkomna við opnun upplýsingamiðstöðvarinnarí dag kl. 13:00. Karlakórinn Þrestir og Lay Lowtaka lagið og verður hressing á boðstólnum fyrir börn og fullorðna. Upplýsingamiðstöðin verður opin á virkum dögum frá kl. 14-18 og á laugardögum frá kl. 11-16 þar til kosning um nýtt deiliskipulag í Hafnarfirði hefur farið fram. Starfsfólk álversins verður til staðar og veitir upplýsingar og skiptist á skoðunum við gestkomandi. Lögð verður áhersla á að færa fram rök fyrir stækkun álversins og sýna fram á hvernig hún gerir gott álver ennþá betra fyrir eígendur þess, starfsfólk, Hafnfirðinga og aðra íslendinga. straumsvik.is Sími 555 4260 • info@straumsvik.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.