blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 blaðið ^DR.GILUAN | frábært fyrir meltinguna ^ Eykur orku, úthald og einbeitingu. Lífrænt ræktuð spíruð súperfæða Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Fjarðarkaup v gtaln* «** ***£ sfc •'■<"** hartvstnl at ft« Sgí °/ cni^mr twtivUy ffr **• á þriðjudögum E Auglýsingasíminn er 510 3744 blað Vörulistinn er komin með vinnufatnaði og heilsuskóm hringið og pantið lista opið þri-fim kl. 10.00-17.00 föstkl. 10.00-16.00 jJUj . Þegar þú vilt þægindi Síðumúli 13 108 Reykjavík Sími5682878 www.praxis.is Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudaginn 4. mars íT.B.R.húsinu Gnoðavogi 1 kl 20:00. Kennt verður 4., 1118. og 25. mars. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð kr 8.500.- en kr 7.500.- til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 • ----------------------------------- = gert mikil mistök EN BUBBIVAR FALLINN! Hæstiréttur gerði í fyrra- gær mjög alvarleg mis- tök þegar hann staðfesti dóm héraðsdóms í máli Bubba Morthens gegn ritstjóra Hér & nú sem birt hafði mynd af Bubba á forsíðu blaðsins undir fyr- irsögninni „Bubbi fallinn“. Hér- aðsdómarinn Jón Finnbjörnsson dæmdi þau orð dauð og ómerk og að Bubba Morthens bæru 700 þús- und krónur í miskabætur fyrir þau - og sjálfa myndatökuna en Bubbi hafði verið myndaður í bíl sínum þar sem hann var að kveikja sér í sígarettu. Jón skrif- aði í forsendum dómsins að ekki væri unnt að skilja fyrirsögnina öðruvísi en svo að Bubbi væri aftur byrjaður að neyta vímuefna en eins og í ljós kom inni í blaðinu var verið að tala um að hann væri fallinn á reykingabindindi. í því sambandi feli orðin „Bubbi fall- inn“ í sér refsiverða aðdróttun. Misskilningur í tíu sekúndur Þetta var ekki góður dómur hjá Jóni Finnbjörnssyni. Merg- urinn málsins er vitaskuld sá að frétt Hér & nú var rétt. Bubbi var fallinn. Hann var aftur byrjaður að reykja en hann hafði iðulega fjallað í viðtölum opinberlega um baráttu sína við nikótíndjöfulinn - ekki síður en áfengis- og vímu- efnaskrattana. Og það er einfald- lega rangt hjá Jóni Finnbjörnssyni að ekki hafi verið unnt að skilja fyrirsögnina öðruvísi. f þeirri virtustu orðabók sem til er um íslenska tungu er gefið eitt dæmi um notkun sagnorðsins „að falla“ í merkingunni að slíta bindindi. Það dæmi snýst aðeins um að ein- hver hafi fallið á tóbaksbindindi. Dómur Jóns Finnbjörnssonar var því rangur. Nú er það að vísu rétt að ýmsir munu hafa skilið fyrirsögnina á þann veg að Bubbi væri aftur lagstur í dóp og brennivín. Sá misskilningur hefur þá viðgeng- ist þær tíu sekúndur eða svo sem það tók fólk að fletta upp í blað- inu og komast að hinu sanna. Fjölmiðla má aldrei dæma fyrir ósmekklegheit Okkur getur alveg þótt það ósmekklegt af Hér & nú að hafa ekki skýrt málið nánar á for- síðu. Okkur getur meira að segja fundist það verulega ósmekklegt. Ámælisvert, jafnveí. Það má spek- úlera í hvort þarna hafi Hér & nú ýmist af vangá eða vísvitandi brotið einhverjar siðareglur. Ég er ekki þeirrar skoðunar en það má samt alveg velta því fyrir sér. En fjölmiðla á ekki og má ekki dæma til refsingar fyrir eitthvað sem sumum okkar kann að virð- ast ósmekklegt. Sumum okkar - og þá líka bara stundum - því sá Bubbi Morthens sem ég þekki, hann hefði nú bara hlegið að þessu ef honum hefði ekki fyrir- fram verið í nöp við útgáfu Hér & nú af öðrum ástæðum. Fjölmiðla má dæma til refsingar ef þeir fara vísvitandi með rangt mál eða hafa uppi þvílík stóryrði og æru- meiðingar að ekki verði við unað. En í seinna tilvikinu verður samt að fara mjög varlega - enda á helst aldrei að svara stóryrðum með dómstólum. Allt vafstur fólks fyrir dómstólum vegna æru- meiðinga kemur á endanum fyrir lítið. Sé eitthvað hæft í ærumeið- ingum breytir engu þótt menn séu dæmdir fyrir þær. Sé ekkert hæft í þeim, þá standa þolendur það af sér á endanum en ekki með atbeina dómstóla. Bubbi hefur sjálfur beitt tvíræðni og aðdróttunum Okkur getur líka hafa þótt ástæðulaust af Hér & nú að fjalla um það opinberlega hvort Bubbi Morthens væri byrjaður að reykja aftur. Tja - jújú, en hann hafði nú reyndar sjálfur séð ástæðu til þess að fjalla um reykingar sínar opinberlega - svo hvað átti blaðið að halda? Má bara fjalla um ein- hver tiltekin mál þegar viðkom- andi einstaklingi þóknast? Má kannski bara fjalla um velgengni stjórnmálamanna - en hóta þeim fjölmiðlum svo dómstólum sem voga sér að segja frá því að nú sé fylgið að falla ... svo ég noti nú þetta viðkvæma orð. Er þetta ekki sambærilegt í skilningi laga? Okkur getur ennfremur gram- ist - eins og Bubba - sú tvíræðni sem fólst í orðunum „Bubbi fall- inn“. En Bubbi Morthens hefur sjálfur beitt tvíræðni í sínum ljóðum, hann hefur beitt aðdrótt- unum á opinberum vettvangi og jafnvel klárum ærumeiðingum í garð nafngreindra manna - eins og dæmi eru um. Eiga dómstólar virkilega að koma til skjalanna bara af því í þetta eina skipti kvaðst hann sjálfur hafa orðið móðgaður? Nei - dómstólar eiga ekki að fella dóma yfir fjölmiðlum fyrir tvíræðni og heldur ekki fyrir að vera ósmekklegir. Við kunnum að hafa samúð með Bubba Mort- hens (eins og dómararnir virðast hafa gert) en honum á þó ekki að líðast að fá fjöl- miðil dæmdan „Við kunnum að hafa samúó með Bubba Morthens en honum á þó ekkí að líðast að íá fjölmiðil dœrndan fyrir tvírœöni og hugsanleg ósmekklegheiV' fyrir tvíræðni og hugsanleg ósmekklegheit. Því hvar endar það? Dómararnir fóru auð- veldustu leiðina Dómarar í þessu máli fóru auðveldustu leiðina: Annars vegar var hinn heittelskaði Bubbi Morthens sem sagðist hafa verið særður holundarsári á sálinni af því einhver hefði ef til vill hugs- anlega kannski getað skilið fyr- irsögnina þannig að hann væri lagstur í sukk. Hins vegar var heldur lítils metið „slúðurblað“ sem öllu ærlegu fólki fannst sér bera skylda til að vera á móti. En jafnvel þetta mál snýst þó fyrst og fremst um tjáningarfrelsi fjölmið- ils og það má aldrei skerða. Ýmsir óprúttnir aðilar munu ábyggi- lega vel geta hugsað sér að nota þetta dómafordæmi til að kveða í kútinn umfjöllun fjölmiðla um það sem þeir hafa meiri ástæðu til að leyna en Bubbi Morthens reykingum sínum. Og því getur þessi dómur reynst beinlínis hættulegur. Það er einfaldlega lífsnauð- syn fyrir fjölmiðla á Islandi að þessum dómi verði umsvifalaust skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem pottþétt má heita að honum verði hnekkt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.