blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 13
blaðiö LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 13 Vinaleið í góðu gengi I Blaðinuþriðjudaginn 27. febrúar er grein eftir unga móður, Elínu Þór- hallsdóttur, er hún nefnir „Vinaleið í ógöngum”. Þar færir hún fram rök gegn Vinaleiðinni og hefur áhyggjur vegna þess að dóttir hennar eigi að fara í grunnskóla næsta haust en telur verkefnið vera brot gegn rétti þeirra sem ekki eru í Þjóðkirkjunni. Síðast en ekki síst spyr hún: „Getur verið að Vinaleiðin sé grundvöllur eineltis gegn barni?” 1 fyrsta lagi telur Elín að með þessu verkefni geti grunnskólalög verið brotin sem og aðalnámskrá grunnskóla. Því er til að svara að Vinaleiðin er tilboð um stuðning og sálgæslu á forsendum barnsins sjálfs og forsendum skólans. Þar er ekki verið að tala um trú eða trúarhugmyndir nema vitaskuld barnið bryddi upp á því sjálft. Starfsfólki kirkjunnar er það ljóst að forsendur skólans eru að fræða en ekki að boða lífsviðhorf eða trú. í þessu sambandi langar mig líka til að benda þessari ungu móður á að lengi hefur það tíðkast að Umrœðan Vinaleiðin er til- boð um stuðning og sálgæslu á forsendum barns- ins sjálfs og for- sendum skólans. HalldórReynisson skólar kölluðu til presta og djákna til að veita börnum stuðning þegar áföll, t.d. dauðsföll hafa dunið yfir. Sjálfur hef ég oft staðið í þeim sporum. Það sem skiptir máli hér er að hjálpa þeim sem er hjálparþurfi, en alltaf á hans forsendum. I annan stað telur Elín sambæri- legt að hafa fulltrúa Þjóðkirkj- unnar starfandi innan skólans og t.d. fulltrúa Votta Jehóva. Undir þetta get ég ekki tekið. Eins og áður er nefnt er löng hefð fyrir sam- starfi Þjóðkirkjunnar og skólans á ýmsum sviðum. Sú hefð byggir á sögulegum skyldleika þessara stofn- ana. Samstarfið byggir á reynslu og trausti vegna þess að í röðum kirkjunnar er að finna margt fólk sem hefur menntun í sálgæslu og reynslu af starfi með börnum, ekki síst í tengslum við áföll og sorg. I þriðja lagi segir Elín „trúarbrögð eru persónuleg og snúa að einkalífi einstaklinga og fjölskyldna”. Það er rétt að trú er persónuleg og senni- lega hafa engir tveir sömu trúna. Hins vegar skilgreina menn trúar- brögð yfirleitt sem (þjóð)félagslegt fyrirbæri. Trúarbrögð eru heildir sem móta líf stórra hópa, jafnvel þjóða. f okkar tilviki verður ekki horft framhjá því að hin kristnu trú- arbrögð hafa mótað íslenskt þjóðfé- lag í þúsund ár. Sú mótun hverfur ekki í einu vetfangi. Og þó verður ávallt að tryggja rétt þeirra sem að- hyllast önnur trúarbrögð eða engin. í samhengi Vinaleiðarinnar hefur verið reynt að halla í engu rétti þeirra sem hafa aðra lífsskoðun eða kæra sig ekki um þá þjónustu. Loks spyr Elín hvort „Vinaleiðin sé grundvöllur eineltis gegn barni ef það tilheyrir ekki Þjóðkirkjunni? Ef einn er ekki eins og hinir?” Getur verið að hér sé ákveðin vanþekking á framkvæmd þessa verkefnis? Hér er ekki um hópverkefni að ræða þannig að þeir sem ekki nýta sér Vinaleiðina verði útundan. Þetta er verkefni sem þjónustar þau börn sem biðja um viðtal eða er vísað til prests eða djákna, með samþykki foreldra. Ég veit ekki til þess að börn hafi liðið fyrir það í skóla eða annars staðar að standa fyrir utan Þjóðkirkj- una. Reyndar hef ég heyrt að borið hafi á slíku gagnvart kaþólskum börnum - fyrir u.þ.b. einni öld. Því er það tímaskekkja að grípa til slíks málflutnings nú. Aukheldur, gengur ekki allt tal okkar um fjölmenningu og fjölhyggju út á það að íslendingar séu mismunandi? Kennum við ekki umburðarlyndi vegna þess að engir tveir eru eins? Vinaleiðin er fyrst og fremst frjálst tilboð af hálfu Þjóðkirkj- unnar að miðla úr reynslusjóði sínum að styðja börn í áföllum og sorg. Hagur barnsins sjálfs er hér í fyrirrúmi í anda hans sem kristnin kennir sig við. Höfundur er prestur Umburðarlyndi „Ég veit ekki tii þess að böm hafi iiðið fyrirþað ískóla eða annars staðar að standa fyrir utan Þjóðkirkjuna. “ www.volkswagen.is ma9n bi/a.i frá 1.490.000 kr Kostar nú Fáanlegu . . . * 'Á yf& sytS&tój : ■ Umboðsmenn um land allt: Höldur hf.. Akureyri, simi 461 6020 • HEKLA. Borgamesi, simi 437 2100 • HEKLA, Isafiröi, slmi 456 4666 I HEKLA, Laugavegi 172-174, simi 590 5000 HEKLA, Reyöarfiröi, sími 470 5100 • HEKLA, Roykjanesbœ, sími 420 5000 • HEKLA, Setfossi, simi 482 1 416 | www.hekia.is, hektaOheklaJs

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.