blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 20
Franska myndlistarmanninum Pierre Huyghe í Listasafni Reykjavík-
ur- Hafnarhúsi. Huyghe er í fremstu röð þeirrar kynsióðar ungra
franskra listamanna sem komu fram á listasviðið á síðasta áratug 20
aldar, og vinnur með fjölbreytta miðla listanna, einkum kvikmyndir
Pétur Gautur fær
misjafna dóma
Þjóðleikhúsið frumsýndi Pétur
Gaut í leikstjórn Baltas-
ars Kormáks í Barb-
ican Center í Lund-
únum í vikunni
Gagnrýnandi
Guardian, Lyn
Gardner, er ekki yfir sig hrifinn
af uppfærslunni og gefur sýning-
unni 2 stjörnur af 5. Gardner segir
frásögn verksins ekki ná nein-
um hæðum og áhorfendum sé
nákvæmlega sama hvað verður
um þann Pétur Gaut.sem'Björn
Hlynur Haraldsson færir þeim.
Gagnrýnandinn segir að þótt
uppfærsla Þjóðleikhússins sé að
mörgu leyti mikil sjónræn veisla
þá þyki honum hún fremur lang-
dregin en lætur einnig fylgja
sögunni að hann hafi á ferli
sínum ekki séð eina einustu
uppfærslu á þessu verki sem
honum þyki fullægjandi.
Alls verða tíu sýningar á verk-
inu í Lundúnum.
Ert þú að flytja innanlands?
Mundu að tilkynna um breytt heimilisfang þitt og allra
fjölskyldumeðlima á postur.is eða næsta pósthúsi. Einnig
þarf að tilkynna um breytt heimilisfang til Hagstofu fslahds.
viðskiptabanka og allra sem senda þér bréf. Pósturinn sér
ekki um slíkar tilkynningar.
Áframsending er í boði fyrir þá sem flytja innanlands.
Almennar bréfasendingar sem stílaðar eru á gamla heimilis-
fangið eru þá áframsendará nýja heimilisfangið.
Biðpóstur er f boði fýrir þá sem eru ekki heima hjá sér
tímabundið. Pósturinn þinn áframsendir á umbeðið pósthús
þar sem þú getur nálgast hann þegar þér hentar.
Sækja þarf um ofangreinda þjónustu á postur.is eða næsta
pósthúsi. Áframsendingargjald fyrir þrjá mánuðí er 990 kr.
og mánaðargjatd fyrir biðpóst er 580 kr.
Að sjálfsögðu er hægt að tilkynna um flutning án þess að
greiða þjónustugjatd en þá mun áframsending ekki taka
gitdi og endursenda verður þau bréf sem berast á gamla
heimilisfangið.
Þjónustuverj sími 580 12001 postur@postur.is | www.postur.is
pitou
Land Ijóssins
inkonurnar Þóra Bene-
diktsdóttir og Fríða Gísla-
dóttir opna sameiginlega
myndlistarsýningu á
Sólon í dag. Sýningin ber
yfirskriftina Land ljóssins og birtir
sýn listakvennanna á landið ísland
og ljósið sem yfir því vakir.
„Við kynntumst þegar Fríða flutti í
húsið við hliðina á mér fyrir fimm ár-
um. Við urðum strax ægilega góðar
vinkonur og komumst fljótt að því að
við höfum að mörgu leyti mjög svip-
aða sýn á lífið og tilveruna," segir Þóra
Benediktsdóttir aðspurð um hvernig
samstarf hennar og Fríðu hafi komið
til. „Það var búið að standa til hjá okk-
ur í rúm þrjú ár að halda sýningu og
okkur fannst við verða að gera þetta
að veruleika núna.“
Sýningin er sköpuð í kringum
samnefnt ljóð eftir Þórú og þá hugs-
un sem í því býr. „Þetta er í raun tví-
þætt birta, einskonar ljós tveggja
heima. Annars vegar fallega birtan
yfir landinu okkar og hins vegar
þeir tónar og litir sem fylgja okkur
þegar við kveðjum þessa jörð.
Þóra segir þær stöllur vera mjög
samstiga í tilfinningum sínum
gagnvart landinu en verkin séu þó
mjög ólík. „Við vinnum báðar með
olíu á striga en gerum það á mjög
ólíkan hátt. Sjálf mála ég frekar
þunnt lag af olíulitunum en Fríða
notar meira spaða og gerir þykk-
ar myndir.“ Þóra hefur atvinnu
af myndlistinni og rekur Gallerí
Thors í Hafnarfirði ásamt öðrum.
Fríða starfar við kennslu í Laugar-
nesskóla. Þóra hlær þegar hún er
innt eftir því hvort ekki slettist upp
á vinskapinn góða við svo nána
samvinnu. „Nei, við erum svo góð-
ar vinkonur. Þetta smellur allt sam-
an og á bara að vera skemmtilegt."
Sýningin verður opnuð í dag
klukkan 17 og eru allir velkomnir.
Þóra og Fríoa Hafa brallað
ýmislegt saman og nú opna þær
saman myndlistarsýningu.
Mynd/Eyþór
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
HjartaHeill
sími 552 5744
Gíró- og kreditkortþjónusta
E
Auglýsingasíminn er
510 3744
Roof Tops
snýr aftur
Það hefur verið rífandi stemning
á æfingum hjá hljómsveitinni Roof
Tops að undanförnu, en þeir félagar
hafa æft af kappi fyrir dansleiki á
Kringlukránni nú um helgina.
Hljómsveitin Roof Tops kom
fyrst fram í veitingahúsinu
Glaumbæ í mars 1968 og
vakti fljótlega athygli fyrir
taktfasta og hressilega
danstónlist. Margir
eiga góðar minning-
ar frá þessum
árum og vilja
fegnir taka
nokkur spor
við gömlu,
góðu tónlist-
ina. Að sögn þeirra félaga verða
rifjaðir upp gamlir taktar, með vin-
sælum lögum frá sjöunda áratug
síðustu aldar, og ekki síður með
,soul“-tónlist í anda Wilson Pickett
og Otis Reading, en Roof Tops gerði
sér far um að leika slíka tónlist á
dansleikjum hér á ár-
um áður við góðar
undirtektir.
Það má því
búast við
miklu fjöri
á Kringlu-
kránni í
kvöld.