blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007
blaðið
Verum flottar á meögöngunni!
Nýttí
Heðgöngufatnaður
upp í stœrð 54
Noppies barnafötin
komin upp í 4 ára
■*£*' Fuli búð af nýjum vor
og sumarvörum
♦ ♦
-*£<' Klœddu þig vel
vor og sumar
fyrir
#
tvdjfíf
Jíoítasmári 1 • ©517 8500
%
www.tvolif.is
Árangur fer eftir gæðum
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
29 vítamín og steinefni • 18 aminósýrur ■ Blaögræna ■ Omega
■ GLA fitusýrur ■ SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Fæst í öllum apótekumog heilsubúðum. www.celsus.is
Greinilegur árangur eftir
nokkra daga inntöku
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
Súrefnistæmdar umbúöir
vernda næringarefnin.
Lifestream þörungarnir eru ómengaðir,
ræktaðir i ferskvatni eftir ströngum
gæðastaðli. IS09001 ■ IS014001
Alltaf verið leitandi
Ferill þinn er merkileg blanda. Þú
hefur verið ritstjóri kynlífstímarits,
ert listamaður og varst um tíma í
guðfrceði. Hefurðu verið mjög leit-
andi um œvina?
„ Alveg frá því ég man eftir mér hef
ég verið leitandi. Ég fór í guðfræði-
nám árið 1991, ungur maður, og var
þar í námi í tvö ár. Ég var kominn á
þann stað í leit minni að ég var eig-
inlega kominn út í horn. Ég þurfti
að komast að því hvað hafði verið
hugsað á guðfræðilega sviðinu svo
ég gæti haldið áfram leitinni í stað
þess að þurfa að byrja sjálfur á byrj-
unarreit. Svo gerðist lífið.“
Hvernig?
„Ég hafði alið með mér leikara-
drauma og fór að þreifa mig áfram
á þeirri braut. Smám saman varð
ég var við að það var farið að taka
mark á mér. Svo tók ég að mér að rit-
stýra Bleiku og bláu því mér fannst
það vera spennandi tækifæri fyrir
mig til að vera óþekkur og rugga
bátnum. Það á að rugga bátum. Skip
eru ekki smíðuð til að liggja bundin
við bryggju."
Heldurðu að það hafi verið röng
ákvörðun að taka við ritstjórn á
Bleiku og bláu?
„Það þýðir ekkert að sjá eftir
hlutum. Það er margt sem ég hefði
miklu meiri ástæðu til að iðrast
ef ég væri í þeim pakka. Allt sem
maður gerir stuðlar að því að koma
manni þangað sem maður er og í
augnablikinu er ég á miklu betri
stað en ég hef verið á árum saman.
Eftir tvo skilnaði er ég í þriðja
sambandinu og á það hefur engan
skugga borið. Meðan það er gott
að vera til í dag þá er ég hamingju-
samur. Og ef það er gott að vera
til í dag þá er býsna líklegt að það
verði líka bærilegt á morgun. Það
eina sem ég veit um framtíðina er
að hún verður örugglega öðruvísi
en ég geri mér í hana hugarlund. Ég
hef séð öll mín framtíðarplön fuðra
upp nógu oft til að vera búinn að
átta mig á því. Þannig að ég reyni
að ráðskast eins lítið með framtíð-
ina og ég get.“
Trúirðu á Guð?
„Það hef ég alltaf gert. Ég hefði
aldrei farið í guðfræðina nema
vegna þess að ég trúi á Guð. Það sem
hefur breyst er að upp á síðkastið er
ég er farinn að treysta á Guð, en ég
átti nokkuð erfitt með það áður. Ég
hef komist að því að maður getur
ekki bjargað heiminum. Maður
getur ekki bjargað neinum öðrum
en sjálfum sér. Það gerir maður
með því að reyna að hjálpa öðrum
til að bjarga sér. Reyna. Guð tekur
viljann fyrir verkið. Hann fer ekki
fram á árangur, einungis einlæga
viðleitni.“
Enginn listamannsferill
Hefur listamannsferill þinn þró-
ast eins ogþú hefðir viljað?
„Rósa Ingólfsdóttir sagði eitt sinn
við mig: „Já, Davíð minn, það er
erfitt að vera svona dreifður talent
eins og við“. Ég hef aldrei litið á
mig sem listamann, aldrei fundið
að ég væri rithöfundur, skáld, leik-
ari eða tónlistarmaður. Ég er bara
gaufari í þessu öllu. Ég er þokka-
lega hagmæltur og hafði gaman af
að teikna þegar ég var strákur en er
alveg hættur því. Listamannsferill
minn er eiginlega enginn af því að
ég hef ekki haft nægan metnað í þá
átt. Ég hef fengist við þetta sjálfum
mér til ánægju og afþreyingar, ekki
„Ég hefkomist að því að
það er stórhættulegt fyrir
geðheilsuna að reyna að
bjarga heiminum. Besta
ráðið til að missa vitið er
að ætla sér að koma vitinu
fyrir heila þjóð."
vegna þess að ég ætlaði að helga list-
inni líf mitt og krafta."
En hvað œtlarðu þér?
„Ég veit það ekki en ég treysti því
að allt fari vel, hvernig sem það fer.
Það að ætla að láta allt fara eins og
maður vill að það fari er dæmt til að
mistakast. Dagurinn þegar allir eru
sammála manni mun aldrei renna
upp. Dagurinn þegar öllum líkar
vel við mann mun aldrei renna upp.
Ég eyddi miklum tíma í að reyna að
láta alla sjá sannleikann eins og ég
sé hann. Loks rann upp fyrir mér
að það er að berja höfðinu við stein-
inn. Enginn reisir þann við sem vill
frekar liggja. Það eina sem ég get
gert er að standa með sjálfum mér,
vinna mín verk samviskusamlega
og treysta Guði fyrir sínum.
Ég vinn við fjölmiðla en mér
finnst þægilegt að vera ekki í kast-
ljósi þeirra, að fá að vinna í friði og
hugsa um fjölskyldu mína í friði og
rækta geðheilsu mína í friði. Ég hef
komist að því að það er stórhættu-
legt fyrir geðheilsuna að reyna að
bjarga heiminum. Besta ráðið til að
missa vitið er að ætla sér að koma
vitinu fyrir heila þjóð. Ég veit ekki
hvort klám er fallegt eða ljótt. Ég
veit ekki einu sinni hvort það er eðli-
legt að vera hommi eða ekki. Það
eina sem ég veit er að sem betur fer
gerði Guð mig ekki að dómara yfir
náunga mínum. Hann gaf mér ein-
mitt skýr fyrirmæli um að dæma
hann ekki heldur elska hann eins
og sjálfan mig - óháð því hvernig
mér líkar það sem hann gerir sér til
lífsviðurværis og því hvaða skoðun
ég hef á því hjá hverjum hann vill
sofa og hve mörgum eða hvort
hann vill fá pening fyrir það eða
vill láta taka myndir af sér á meðan.
Það kemur mér bara ekkert við.“
kolbrun@bladid.net
Ævintýralegar fiskbúðir
fiskisaga.is
FISKISAGA Hamraborg 14a / Skipholti 70 / Höfðabakka 1 / Nesvegi 100 (Vegamótum) / Sundlaugavegi 12 / Háaleitisbraut 58-60
Nú er opið alla
laugardaga!
- frá klukkan 11:00 til 17:00 og
10:00 til 18:30 virka daga