blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 blaðiö INNLENT HRAÐAKSTUR Náðist þrátt fyrir radarvara Maður á þrítugsaldri átti erfitt með að leyna vonbrigðum sinum þegar lögreglan stöðvaði hann á Kringlumýrarbraut á 117 kílómetra hraða. Hann hafði keypt radarvara til að forð- ast lögrelguna, en maðurinn hefur ítrekað verið tekinn fyrir of hraðan akstur. Reiðinni beindi hann að seljanda varans. E3I Sjö milljarða tap 365 hf. tapaði um sjö milljörðum á síðasta ári samkvæmt ársuppgjöri sem birt var í gær. Afkoma fyrirtækisins versnaði mikið milli ára en árið 2005 nam hagnaður þess 718 milljónum króna. Forstjóri 365, segir niðurstöðuna vera óásættanlega. KENNARAKJARADEILAN Hittast aftur á þriðjudaginn Formaður Félags grunnskólakennara, segir að kennararfundi aftur með Launanefnd sveitarfélaga og ríkissáttasemjara á þriðjudaginn, en fundi deilenda hjá sáttasemjara lauk síðdegis í gær. Kennarar og launanefndin túlka endurskoðunarákvæði í kjarasamningi grunnskólakennara frá árinu 2004 á ólíkan hátt. Tómstundaúrræði fyrir fötluð ungmenni: Ekki fyrir of fatlaða Tómstundaúrræði fyrir fötluð ungmenni á framhaldsskólaaldri eru einn af dagskrárliðum fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu á mánudag. Slíkt úrræði hefur ekki verið í boði fyrir ungmennin frá því í vor. Gunnar Einarsson, for- maður Samtaka sveitarfé- lagaáhöfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri Garðabæjar, segir að mörg sveitarfé- lög séu með ýmis úrræði í tómstundamálum og henti sum þeirra fötl- uðum einstaklingum sem ekki glíma við mikla fötlun. Fyrir hina er ekk- ert í boði. Á fundinum á mánu- dag verður farið yfir stöðu mála og athugað hvað hægt er að gera. „Það þarf að skoða þetta út frá þeim skyldum og verkaskiptingu sem er á milli ríkis og sveitarfélga og ná ein- hverri niðurstöðu,“ segir Gunnar. „Það er alltaf vont ef málin eru það óljós milli þessara aðila að kúnninn, sem í þessu tilfelli eru fatlaðir ein- staklingar, líði fyrir það. En hingað til hafa þessi tvö kerfi ekki getað komið sér saman um einhverja útfærslu.“ Gefst ekki kostur á vistun eftir skóia ***- SS33S _____fsgpí l Mikið fatlaðir án allra úr- Hjg||l £Í=P i ræða Sveitarfélögln á höfuö- | borgarsvæðinu ætla aö funda um vandann á mánudag. Eldsvoði í Breiðholti: Björguðu tveimur út Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Fannarfell í Breiðholti í gær- morgun og var allt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Reykkafarar fundu konu og karl á þrítugsaldri í íbúðinni og björg- uðu þeim þaðan út. Fólkið var flutt á slysadeild en reyndist ekki vera með mikla reykeitrun. íbúðin er á annarri hæð í hús- inu og barst töluverður reykur fram á stigaganginn og voru íbúar í húsinu byrjaðir að koma sér út þegar slökkvilið kom á stað- inn. Mikill reykur var í íbúðinni þegar reykkafarar fóru þangað inn en fólkið var enn með með- vitund þegar það fannst. Slökkvi- liðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út en íbúðin er mikið skemmd vegna reyks. Talið er að kviknað hafi í út frá þvottavél sem var inni á baðherberginu. Skýstrókar í suðurríkjum Bandaríkjanna: Tuttugu farast í óveðri Tuttugu manns létust og tugir slösuðust í röð skýstróka sem gengu yfir Alabama, Georgíu og Missouri í Bandaríkjunum aðfara- nótt gærdagsins. Átta ungmenni létust þegar þak grunnskólabygg- ingar gaf sig eftir að einn skýstrók- anna gekk yfir bæinn Enterprise í Alabama. Skýstrókarnir ollu mik- illi eyðileggíngu víðs vegar um suðurríkin, þar sem hús og bílar skemmdust og tré og rafmagns- staurar rifnuðu upp með rótum sem olli rafmagnsleysi. Alríkisstjórnin hefur þegar boðið hamfarasvæðunum aðstoð, en veðurfræðingar sögðu í gær að búast mætti við frekari ský- strókum og var hættuástandi lýst yfir í mörgum sýslum Alabama og Georgíu. Bob Riley, ríkisstjóri Alabama, lýsti yfir neyðarástandi í ríkinu í kjölfar skýstrókanna og sendi hundrað þjóðvarðliða til Enter- prise, sem varð verst úti, til að að- stoða við björgunaraðgerðir. LÁTIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóörun Félag dúldagninga- og veggfóðrarameistara - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingiþjorg@bladicl.net Hafni Hafnfirðingar stækkun álvers- ins í Straumsvík verður það mikið áfall fyrir bæjarfélagið. Framtíð ál- iðnaðar á íslandi mun einnig velta á því hver niðurstaðan verður. Þetta segir Guðni Ágústsson, landbúnað- arráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, aðspurður um viðhorf flokksins til frestunar eða stöðvunar á stóriðjuframkvæmdum. Framsóknarflokkurinn ákvarðar kosningastefnu sína á flokksþingi sem nú stendur yfir. „Við erum ekki flokkur sem setur stórt stopp á samfélagið á neinu sviði,“ ségir Guðni og tekur það fram að nú liggi nánast ekkert stórt fyrir í stóriðjufram- kvæmdum nema stækkun álvers- ins í Straumsvík. „Það má segja að framtíð þessa áliðnaðar á íslandi velti mikið á því hvernig þetta fer í Hafnarfirði. Verði þetta fellt blasir við stórt stopp á mörgum sviðum og mikið áfall tel ég það vera fyrir Hafnarfjörð." Þrátt fyrir þessa skoðun varafor- mannsins segir hann flokk sinn vera umhverfisvænan. „Við erum sannarlega umhverfisvænn flokkur og grænn sem er að stofna stærsta þjóðgarð í Evrópu og ná samstöðu um stækkun friðlands í Þjórsár- verum. Við viljum auðvitað fara með allri gætni í kringum náttúr- una. Formaður flokksins hefur lagt fram þingmál þar sem nýting og vernd er okkar framtíðarsýn" Óbundinn til kosninga Guðni segir baráttuna sem fram- undan er fyrir alþingiskosningarnar í vor leggjast vel í sig. „Ég hygg að þjóðin sé með vaxandi áhyggjur af því að ríkisstjórnin falli og kaffi- bandalag stjórnarandstöðuflokk- anna nái að komast að eitt og sér. Ég held að Vinstri grænir muni stoppa mjög margt sem er mikilvægt í samfélaginu í dag, ekki bara álið. Ég held að þá megi búast við hærri sköttum á fólk og fyrirtæki og þess vegna muni almenningur gera það upp við sig að kaffibandalagið vilji hann ekki sjá.“ Það er mat Guðna að Framsókn- arflokkurinn eigi marga fylgis- menn í hópi óákveðinna sem enn er stór. Og hann leggur áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. „Við erum ekki skuld- bundnir Sjálfstæðisflokknum að einu eða neinu leyti.“ Hann segir afar mikilvægt að standa við það markmið í stjórnar- sáttmálanum að ákvæði um að auð- lindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórn- arskrá og farið verði yfir málið með samstarfsflokknum. Allra veðra von Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í yfirlitsræðu sinni á flokks- þinginu í gær framsóknarmenn stæðu fast á sínum málum í barátt- unni innan ríkisstjórnar sem utan þótt ágreiningur væri ekki alltaf borinn á torg. „Við erum ósammála um umfang einkavæðingar, samfélagshlutverk markaðarins, byggðaframlög, vel- ferðarþróun og fleira.“ En þrátt fyrir ólíkar áherslur hefur stjórnarsamstarfið gengið ágætlega, að sögn formannsins. Hann hnýtti í stjórnarandstöðu- flokkana og sagði mikla togstreitu einkenna Samfylkinguna og að sumar yfirlýsingar Vinstri grænna vektu furðu. „Það er ókyrrð í ís- lenskum stjórnmálum og allra veðra von. Líkur benda til að stjórn- arandstaðan sé að klofna í ennþá fleiri flokka en verið hefur.“ Jón sagði jafnframt að keppni annarra flokka til að ryðjast inn á miðjuna sýndi ljóslega mikilvægi SFylgiFram- sóknar ræður úrslitum Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra áflokksþingi Framsóknarflokksins Sannarlega grænn flokkur Guðni Ágústsson landbúnaöarráöherra Framsóknarflokksins. „Það fer alls ekki á milli mála að styrkur og fylgi framsóknarmanna ræður alveg úr- slitum um það hvers konar stjórn og stjórnarstefna verður á landi hér.“ Eins og Guðni lagði formaðurinn áherslu á að engin skuldbinding he- fði verið gefin um stjórnarsamstarf eftir kosningarnar. Málefnin yrðu látin ráða. DRÖG AÐ ÁLYKTUNUM FL0KKSÞINGS: ■ Ákvörðun um stuöning Islands við að- gerðir og innrás í Irak var byggð á röngum upplýsingum og var því röng. Af þeim mistökum beraðlæra. ■ Ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku. ■ Auölindir landsins verði I þjóðareigu. ■ Heimavinnsla afurða úr hráefnum landbúnaðar verði efld. ■ Lágmarksframfærsla skilgreind. Ein- staklingsbundinn persónuafsláttur. ■ Allir búi við sambærileg lífeyrisréttindi og sérréttindi þingmanna afnumin. ■ Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði. ■ Afnám tengingar íbúöalána við bruna- bótamat. ■ Hluta LlN-lána verði breytt í styrki. Könnun Gallup: Æ færri treysta Alþingi Alþingi nýtur minnsts trausts meðal íslensku þjóðarinnar, sam- kvæmt nýrri könnun Gallup, en einungis 29 prósent svarenda sögð- ust bera traust til þingsins. Hefur traustið aldrei mælst eins lítið síðan mælingar hófust í ágúst 1993 en það hefur lækkað um 14 prósent- ustig frá síðasta ári. Traust til dómskerfisins er næst- minnst eða 31 prósent, og hefur það minnkað um 12 prósentustig. Er það einnig minna en mælst hefur áður. Háskóli Islands hefur frá upphafi mælinga verið sú stofnun sem nýtur mests trausts og sögðust 85 prósent svarenda bera traust til stofnunar- innar. Lögreglan mældist með 78 pró- sent sem er einu prósentusigi minna en í febrúar á síðasta ári. Traust til lög- reglunnar eins og það mældist nú og í fyrra hefur ekki verið eins mikið frá því mælingar hófust en það var þá 84 prósent. Frá því í fyrra hefur traust ríkissáttasemjara rýrnað um 9 pró- sentustig og mælist nú 47 prósent.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.