blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 blaðið Mér fannst svolítið erf- itt að taka ákvörðun um að hætta á Rík- isútvarpinu og mér leið nánast eins og ég væri að slíta af mér annan handlegginn. Svo hugsaði ég með mér að ég yrði að halda áfram að þróast, mér fannst ég vera orðin hálfstöðnuð og var búin að vera með sama þáttinn í mörg ár. Þegar ég hætti að hugsa þegar ég var að vinna og gat unnið blindandi þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað annað. Það var einmitt á því tímabili sem Hlynur Sigurðs- son, framleiðandi Fyrstu skrefanna, hringdi í mig. Þar sem ég er gall- harður RÚV-ari, sem eru vitanlega bara trúarbrögð, sagði ég strax nei. Hann hélt áfram að hringja í mig og að lokum hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað sem ég ætti að gera. Útvarpið var á tímamótum og mig var sjálfa farið að langa að gera eitthvað annað enda er það vitan- lega hlægilegt að ég sé 42 ára gömul og hafi einungis unnið í unglinga- vinnunni, eldhúsinu á Hrafnistu og Ríkisútvarpinu." Gaman að búa til útvarp Þar sem faðir Sigurlaugar vann hjá Ríkisútvarpinu minnist Sigur- laug þess að hafa verið að skottast á Skúlagötunni sem barn og fylgjast með ævintýrunum þar. „Þetta var yndislegt umhverfi til að vera í sem barn, pabbi var þarna með skemmti- þættina sína og ég kynntist fólki sem var vinsælt á þessum tíma. Þetta voru algjör forréttindi og ég var harðákveðin í að verða útvarpskona. Strax í fyrstu útsendingunni fann ég að útvarpið átti við mig. Pabbi var mjög góður kennari þegar ég var að byrja, strangur og hundleiðinlegur en kenndi mér mjög margt. Ég hef gert margt og fjölbreytilegt innan Ríkisútvarpsins en sennilega hafði ég gott af því að kveðja útvarpið í bili. Það hafa allir gott af því að breyta til og ögra sjálfum sér. Ég held að ég komi alltaf aftur enda er ég RÚV-ari í hjarta. Ríkisútvarpið er ótrúlegt útvarp. Þarna er fullt af fólki sem vinnur vinnuna sína með hjartanu og þess vegna helst fólk þarna. Það er ekki hægt að hrópa húrra fyrir laununum en við erum þar af því að það er svo gaman að vinna þarna og það er svo gaman að búa til útvarp.“ Tóku upp fæðingu Fyrsti þáttur Fyrstu skrefanna var sýndur á miðvikudagskvöldið og Sigurlaug segist hafa verið með hnút í maganum af stressi. „Ég var búin að sjá þáttinn nokkrum sinnum og vissi að þetta væri góður þáttur en var samt órótt. Maður vill náttúr- lega að fólki líki það sem maður gerir. Ég var ánægð með þáttinn og varð sérstaklega ánægð þegar Hanna og Sara, viðmælendur mínir í þættinum, sögðu að þær væru mjög ánægðar líka. Fyrir mér var mikilvægast að þær væru sáttar því þær gefa mér leyfi til að taka þátt í sínu lífi og sýndu mér algert traust,“ segir Sigurlaug og bætir við að áherslur þáttarins hafi breyst að- eins frá fyrri seríu. „Það var með- vituð ákvörðun hjá mér, Arnari Þórissyni upptökustjóra og Hlyni að breyta áherslunum. Okkur langaði að einblína á persónur, að fá að kynnast persónum og taka til dæmis fyrstu skref ættleiddra barna, fyrstu skref barna samkyn- hneigðra og svo framvegis. Það er því margt skemmtilegt framundan og til dæmis tókum við upp fæð- ingu. Það var það erfiðasta sem ég hef beðið fólk um að gera því mér fannst þetta svo mikil frekja en svo fundum við yndislegt par sem vildi taka þátt. Við vorum í 14 klukku- Sigurlaug Margrét er að skipta um starfsvettvang eftir 20 ár Ogra sj álf r i mér Sigurlaug Margrét Jónasdóttir stendur á timamótum þessa dagana. Hún fæddist nánast inn í Ríkisútvarpið þar sem faðir hennar, Jónas Jónasson, er einn þekktasti útvarpsmaður landsins. Sjálf var hún alltaf harðákveðin að vinna í útvarpi. Eftir 20 ár í loftinu ákvað hún að breyta til og tók að sér stjórn sjónvarpsþáttanna Fyrstu skrefin á Skjá einum. Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir tók Sigurlaugu tali í annríki hversdagsins hvar rætt var um hvernig væri að vera RÚV-ari, barnauppeldi og ástina. tíma með þeim og fylgdum þeim í hverjum andardrætti, hverju stresskasti og sársauka. Þetta var algjörlega ótrúlegt og ég fann allt í einu hvernig mér vöknaði um augu meðan á fæðingunni stóð.“ Skemmtilegt fyrir framan myndavélarnar Það óx Sigurlaugu ekki í augum að flytja sig úr útvarpi í sjónvarp enda var hún sjónvarpsþula í tíu ár auk þess sem hún hefur unnið fleiri verkefni í sjónvarpi. „Mér hefur alltaf þótt mjög skemmtilegt að vera fyrir framan myndavélarnar. Ég hefði alveg viljað gera meira af því. Sumir halda kannski að ég sé voða tilgerðarleg en mér finnst myndavélarnar skemmtilegar. Ég fæ ótrúlega góð viðbrögð frá fólki þegar ég bið það um að opna sig fyrir framan myndavélarnar. Ég er í raun að biðja um að fá að kíkja í sálina hjá fólki og vita hvernig því líður sem er mikil áskorun. Þetta hefur gengið mjög vel og allir taka mér ótrúlega vel,“ segir Sigurlaug sem hefur fleiri áhugamál en barna- uppeldi. „Ég fékk fyrst áhuga á mat þegar ég fluttist til Ítalíu, þá kviknaði eitthvert bál hjá mér og ég uppgötvaði hvað væri ótrúlega gaman að elda, pæla í mat og að sjálfsögðu að borða hann. Mér finnst líka alveg ótrúlega gaman að halda veislur og fá fólk í mat, það er miklu skemmtilegra en að fara á barinn. Draumurinn væri að gera matreiðsluþætti í sjónvarpi," segir Sigurlaug og hlær. „Það er nauðsyn- legt að eiga drauma.“ Keyri um á mótorhjóli Sigurlaug hefur næga reynslu af barnauppeldi enda á hún þrjú börn með manni sínum, Torfa R. Hjálm- arssyni. „Ég er mikil móðir í mér en ætlaði bara að eignast eitt barn. Maðurinn minn hristi bara höfuðið og vildi fá þrjú sem við svo gerðum. Ég var 26 ára þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Það var allt skipulagt og ég var ekki að flýta mér of mikið. Það er ótrúlega skemmtilegt að vera fjölskylda og það er fullt verkefni að sinna henni. Við erum það heppin að sextán ára sonur okkar keppir í mótorkross. Á sumrin ferðast hann um landið til að keppa og við förum öll með honum. Maðurinn minn er líka í mótorhjólunum en ég er sjálf byrjandi. Bílskúrinn okkar er því fullur af þessu drasli. Ég stefndi að því í fyrrasumar að fara norður á hjólinu og gerði það en maðurinn minn hefur aldrei farið eins hægt yfir,“ segir Sigurlaug og hlær. Kærustupar í 27 ár „Ég kynntist manninum mínum í menntaskóla og við erum búin að vera kærustupar í 27 ár. Mér finnst það mjög fyndið og fáránlega há tala. Það má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn en ég tók mjög fljótt eftir honum. Hann var alltaf í einhverri blárri prjónaðri peysu og mér fannst að hann þyrfti að fá nýjan stílista sem hann og fékk. Við pössum okkur alltaf á því að fara til Parísar á hverju ári en við elskum París. Við förum alltaf í janúar þegar það er kalt og fáir túristar. Við erum tvö ein í 4-5 daga og fyrir okkur er það eins og að fara í mánuð í burtu,“ segir Sigurlaug sem er enn ástfangin. „Hamingjan fyrir mér er þegar öll fjölskyldan er í jafnvægi og allir eru glaðir. Þetta er kannski voðaleg einföldun að segja en ég vil að allir séu glaðir. Það skiptir miklu að vera þolinmóður, jákvæður og að kunna að njóta lífsins, ekki út í öfgar heldur hreinlega að njóta lífsins. Ég er mjög heppin og er að gera hluti sem mér finnst gaman að gera.“ svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.