blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Árogdagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Níðst á starfsfólki Bakkavararbræður eru oft nefndir hér á landi sem klárir athafna- menn sem náð hafa miklum og glæsilegum árangri í viðskiptum í útlöndum. Það er því leitt að lesa frétt Blaðsins í gær um aðbúnað starfsfólks þeirra á Englandi. Þar kemur fram að ótal kvartanir hafi borist frá starfsfólki vegna heilsu- og öryggismála í verksmiðjum í eigu Bakkavarar. Breskt verkalýðsfélag hefur ítrekað kvartað undan lélegum aðbúnaði starfsfólksins án þess að nokkuð sé gert til bóta af hálfu fyrir- tækisins. I framhaldsfrétt Blaðsins í dag segir Halldór Grönvold, aðstoð- arframkvæmdastjóri ASÍ, að það sé þekkt að íslensk fyrirtæki, sem hafa haslað sér völl á alþjóðlegum vettvangi, hafi haldið verkalýðsfélögum frá og hafi ekki hagað sér neitt sérstaklega vel, eins og hann orðar það. Upplýsingafulltrúi eins stærsta verkalýðsfélags Englands segir í við- tali við Blaðið að launin sem fyrirtækið greiði séu heldur ekki til sóma. „Þeir greiða eingöngu lágmarkslaun og hér er dýrt að lifa. Meirihluti starfsmanna talar litla ensku og á við tungumálaörðugleika að stríða. Gerð var ítarleg skoðun á starfseminni og virkilega svört skýrsla um aðbúnaðinn birt í kjölfarið.“ Ríkustu menn Islands níðast sem sagt á starfsfólki sínu. Fjölmargar fréttir hafa birst á undanförnu ári um aðbúnað útlendra verkamanna sem starfa á Islandi. Það er löngu ljóst að bágt atvinnu- ástand í A-Evrópu og þá sérstaklega í Póllandi hefur dregið verkamenn hingað til lands en launakjör þeirra og aðbúnaður hefur ekki alltaf verið til sóma. íslendingar hafa nýtt sér eymd þessa fólks til að hagnast sjálfir. I mörgum atvinnugreinum hér á landi starfa nú útlendingar á mjög lágum launum, jafnt konur sem karlar. Þetta fólk býr að auki oft í húsnæði sem enginn íslendingur myndi sætta sig við að búa í. Nýríkir íslendingar eru með fyrirtæki um allan heim. Orðspor þeirra er ekkert sérstaklega gott og stundum frekar til skammar. Þetta eru landar okkar sem aldir eru upp af kynslóð sem barðist af hörku fyrir réttindum á vinnumarkaði hér heima. Það getur ekki verið skemmtilegt að baða sig í milljörðum sem fengnir eru með því að níðast á verkafólki. Það minnsta sem þessir menn geta gert er að búa þannig að starfsfólki sínu að ekki hljótist af slys eða örkuml við vinnu. „Þar sem öryggismál eru í ólagi fylgir óneitanlega oft óhreinlæti,“ segir upplýsingafulltrúinn breski og bendir á að nýlega hafi vörufarmar af hummus, sem unnið var í verksmiðju Bakkavarar, verið endursendir vegna salmonellu. Ef menn gera illa við starfsmenn sína er hætta á lakari vinnubrögðum. Vonandi eigum við ekki eftir að upplifa galla eða fúskvinnu í þeim bygg- ingum sem hér hafa risið undanfarin ár á ógnarhraða með hjálp ódýrs vinnuafls frá útlöndum. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á augfýsingadeild: 510 3711 Netföng: Wadid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Með Ijúffengri fyllingu úr ostum og öðru góðgæti Kjúklingamánar er nýjung í fullunninní matvöru frá Matfugli. Þeir eru með Ijúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. - Lostæti með lítilli fyrirhöfn 12 blaöiö -.1 hÍTÍ HJfl UWNENOUM mM$ÆkÍMW TVlRÆÐNt Oö MÁ m/l/l SEM FtNVST FA RH i FíNtl LflGt AP JfUi A NWWÍK AV TóLKi SEM ES flP RMJfl í 'fíílMiM ZÍMN\. Það er skemmtilega lýsandi um hve miklir umhverfissóðar við ís- lendingar erum að við höfum sama orð um kjána og umhverfisverndar- mann: græningi. Þó brá mörgum í brún að sjá loftmengun hér borna saman við það sem gerist á megin- landi Evrópu í iðnaðarhaugnum sjálfum. Tala nú ekki um þegar við erum jafn rík af tuttugu metrum á sekúndu og raun ber vitni. En það er ekki alltaf rok og æ oftar er loftmengun hér yfir heilsuvernd- armörkum með alvarlegum af- leiðingum, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Samt höfum við lítið sem ekkert hafst að. I raun hafa flestir ekki fyrr en síðustu ár áttað sig á hve al- varleg mengunin er og eitthvað eru göturnar vonandi bleyttar meira en áður var. En við höfum frekar viljað horfa á mengunina en grípa til áhrifaríkustu aðgerðanna sem eru að hreyfa við nagladekkjunum. Það er nefnilega þrátt fyrir vitn- eskju okkar um mengunina og af- leiðingar hennar ennþá ókeypis að menga með nagladekkjum og öllum frjálst. Þó vitum við að fyrir alda- mótin ákváðu þeir í Ósló að setja mengunarskatt á naglana og minnk- uðu mengun í borginni mælanlega með því einu. En þó margt sé dýrara á Islandi en annars staðar er þó oft- ast ókeypis að menga. Loftmengun með tollafslætti Það er oft áhugavert að fylgjast með umræðum okkar um loftmengun. Við erum þannig oft ákaflega áhuga- söm um nýja tækni í bílaiðnaði. Ein- hverja nýja tækni sem ef til vill og Okeypis kannski getur orðið til að draga úr mengun eftir þrjátíu ár, en þangað til munum við menga heiminn jafn mikið eða meira en síðustu tvær aldir. Við höfum hinsvegar engan áhuga á því sem hægt er að gera til að draga úr mengun bifreiða núna. Þannig hafa stjórnvöld beinlínis lækkað álögur á eyðslufreka bíla frá því sem áður var, enda á að vera ókeypis að menga. Af mjög eyðslufrekum bílum er svo veittur sérstakur tollaafsláttur Helgi Hjörvar í nafni landbúnaðar. Síðasta aðgerð ríkisstjórnarinnar til að minnka mengun bílaflotans voru breytingar á olíugjaldi til að hvetja fólk til að skipta úr bensínbílum yfir í dýrari en umhverfisvænni dísilbíla. Það er gert með því að láta dísilolíuna vera dýrari en bensínið! En þetta eru auðvitað smámunir hjá mengandi stóriðju. Einhvern veginn höfum við haft þetta tutt- ugu metra á sekúndu viðhorf til hennar og látið okkur loftmengun í léttu rúmi liggja enda blási það allt burt. En nú þegar við erum orðin einhver stærsti málmbræðir heims dugir það viðhorf ekki lengur. Við þurfum einfaldlega að hafa raun- verulegar áhyggjur af mengun stór- iðjunnar og taka þá afstöðu að það sé ekki æskilegt að menga og spilla meiru ókeypis í hennar þágu. Já, ókeypis, því öll sú mengun og nátt- úrufórnir sem þessu hafa fylgt hafa verið ókeypis. Slegist um ókeypis mengun Nú höfum við bætt um betur með því að fá sérstök heimildarákvæði til að menga um 1,6 milljónum tonna árlega meira en ella og sú mengunarheimild veldur því að helstu álfyrirtæki heims slást um að fá að stækka, byggja við og byggja nýjar mengandi bræðslur hér því það er ókeypis. Við setjum verðmiða á það sem máli skiptir og í því kerfi okkar skipta náttúrugæði ekki máli því þeim fórnum við fyrir ekki neitt. Það er umhugsunarvert verðmæta- mat sem minnir á frumbyggja. Vont en það versnar. Því nú hefur umhverfisráðherra lagt fram á Al- þingi frumvarp um að þegar við verðum búin að gefa alþjóðafyrir- tækjunum leyfi til að auka mengun á Islandi þá geti þau keypt sér mengun í útlöndum, eða skógrækt og mengað í krafti þess enn meira á íslandi. Æ.tli það verði ekki bæði toll- frjálst og skattfrjálst að flytja inn er- lenda mengun? Hvað sem því líður hvet ég alla til að koma á morgun klukkan tvö í Háskólabíó og sjá í boði okkar í Samfylkingunni brýna heimildarmynd AÍ Gore um stærsta viðfangsefni samtímans, loftslags- málin. Ókeypis. Höfundur er þingmaður Samfylkingar Klippt & skorið KK og Magnús Eiríksson kveðja sér hljóðs á síðum eins stærsta og vinsæl- asta enska dagblaðs i Kfna, Shangai Daily, með yfirskriftinni „Kveðjur | frá íslandi". Er rætt þar um og við þá félaga sem halda tónleika J í Shanghæ i kvöld en tvímenning- arnir eru einnig að taka upp efni fyrir næstu skífu KK sem mun heita Heim í dalinn minn samkvæmt fréttinni. Sennilega erfátt sem sýnir betur breytta og smækkaða heimsmynd og aukna þátttöku Kína í þeim heimi en umrædd frétt. Hvorki upptökur né tónleikar KK þykja mikið fréttaefni hér á Islandi nú en ekki fór lítið fyrir fréttum í öllum miðlum af íslensku hljóm- sveitinni Strax sem fyrir 20 árum varð önnur erlenda hljómsveitin til að halda tónleika að vest- rænum hætti ÍKÍna. Svo sérstakt þótti þaðað BBC gerði heimildarmynd um tónleikaförina. Fátt er undarlegt við að Samkeppniseft- irlitið rannsaki ferðaskrifstofur þessa lands enda ákafleg fákeppni á þeim markaði sem víðar. Tvö fyrirtæki eiga og reka þær fjórar til fimm stærstu að mestu eða öllu leyti og enginn sem kynnirsérreglulega tilboð þau er í boði eru hjá ferðaskrifstofunum vel- kist ívafa um að verðlagning beggja erkeimlfk. Einnig má víst telja að álagning beggja sé ekk- ert alit of hófleg, hvorki á flug- ferðum né gistingu sé miðað við verðlagningu erlendra ferðaskrifstofa og flugfélaga sem kannski lýsir sér best í því að rekstur Heimsferða síð- astliðin ár hefur gert Andra Má Ingólfssyni forstjóra kleift að fjárfesta í og byggja upp glæsilegt hótel í miðbænum og stofna sitt eigiðflugfélag. Búið er að tryggja áframhaldandi sam- göngur milli Islands og Grænlands með nýjum samningi samgönguráðuneytis- ins og Flugfélags Islands til næstu þriggja ára. Er það vel enda sýna rannsóknir fyrr og nú að Islendingar vita afar lítið um þennan risaná- granna í vestri sem er á skjön við flestar aðrar þjóðir sem eru forvitnar um nágranna 5T sína. Hefur þó orðið talsverð g breyting þar á með tilkomu reglulegra flugferða undan- farin ár auk þess sem erlendir ferðamenn nýta sér þennan möguleika í vaxandi mæli enda Grænland talsvert í umhverfisumræðu manna í millum vegna bráðnunar íss og hækkandi hitastigs. albert@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.