blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 15
blaðið LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 15 Arangursríkur dagur 1. mars 2007 er dagsetning sem skiptir máli. A fimmtudaginn tók gildi lækkun á matvörum og fleiri vöruflokkum svo um munar. Matvörur báru flestar 14 prósent virðisaukaskatt og nokkrar vörur voru í 24,5% flokki. Nú fara þessar vörur ofan í 7% flokk. Ennfremur verða vörugjöld af matvælum öðrum en sykri felld niður. Það verður með öðrum orðum ódýr- ara að versla í matinn. Þetta er skipulegasta og markvissasta ákvörðun stjórnvalda til lækk- unar matarverðs, a.m.k. á síð- ari árum. Þetta er kjarabót í raun sem um munar og gríðar- legt átak til þess að bæta kjör almennings. En það er ekki bara maturinn sem lækkar. Þessi lækkun nær líka til ferðaþjónustunnar, veit- ingarekstrar, mötuneyta, fjöl- miðlaáskriftar og húshitunar- kostnaðar. Menningarefni mun ennfremur lækka í verði. Það á við um bækur og hljómdiska, en hið síðarnefnda hefur verið baráttumál tónlistarmanna um langt árabil. Það er rétt að minna á að einmitt þessi skattalækkun var gagnrýnd af erlendum matsfyr- irtækjum. Undir þá gagnrýni tók hin lánlausa stjórnarand- staða, sem hefur tamið sér að hirða upp allan gagnrýnisvott og gera að sínum, jafnvel þó svo sú gagnrýni verði ómark- viss og mótsagnakennd. Hún taldi þetta til marks um óábyrga fjármálastjórn. Athyglisvert hefur það verið að í kjölfar þessarar verðlækk- Árangur sem mögulegur varð vegna góðrar stöðu ríkissjóðs og ábyrgrar efnahagsstjórnar. Umrœðan Einar Kristinn Guöfinnsson unar nú hefur verðvitund al- mennings skerpst greinilega. Fólk ræðir þessi mál meira en oft áður, menn eru betur meðvit- aðir um verðþróun á hlutaðeig- andi vöruflokkum og greinilegt að það hafði áhrif. Sú ætlaða hækkun á matarverði í aðdrag- anda virðisaukaskatts og vöru- gjaldalækkunar kom ekki fram í mælingu Hagstofunnar þegar hún var síðast gerð. Það er afskaplega mikilvægt að unnt sé að grípa til þess- ara aðgerða án þess að til koll- steypu komi hjá bændum. Það hefði hins vegar gerst ef farið hefði verið að ráðum Samfylk- ingarinnar nú í haust og sem flokksforystan hefur endurtekið nú nýlega. Þar getur að líta reg- inmuninn á aðgerðunum nú og tillögum Samfylkingarinnar. Fimmtudagurinn er til marks um góðan árangur ríkisstjórn- arinnar í því verkefni að lækka matvælaverð. Árangur sem mögulegur varð vegna góðrar stöðu ríkissjóðs og ábyrgrar efnahagsstjórnar. Höfundur er sjávarútvegsráðherra Greinin er tekin af síðu www.ekg.is R. SIGMUNDSSON ÁNANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVÍK | SÍMI 520 0000 | rs@rs.is Hugsaðu um heilsuna! Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Svalandi, próteinríkur og fitulaus DBYKKJAR ORVKKJAK "8‘létt jogúrt ,nXLÉTT jogurt DRYKKU^ ."yirn JOGU' Gamla góða Óskajógúrtin - bara léttarí DRYKKUR Fitusnauðar og mildar ab-vörur dagleg neysla stuðlar að bættrí beilsu og vellíðan Silkimjúkt, próteinríkt ogfitulaust MJÓLKURVÖRUR í SÉRFLOKKI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.