blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 blaðið 'A-:;ý. f.4A' fol 11 k ÍF HVAÐ Er alltaf nóg að gera hjá fiisjnst endurskoðandanum? ^ folk@bladid.net ÞER? „Ég læt nú stjórnmálafræðina og sönginn nægja I bili." Stefán Hilmarsson, söngvari Fyrirsögnin .Stefán Hilmarsson mætti til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavjkur’ birtist á vefmiðlum í gær. Þó var ekki um að ræða Stefán Hilmarsson söngvara, heldur nafna hans, endurskoðanda er tengist Baugsmálinu. HEYRST HEFUR SVO virðist sem rekstur Deben- hams í Smáralind hafi ekki skilað nægilegum arði að mati eiganda verslunarinnar, Baugs. Búðin er sú stærsta sinnar teg- undar á landinu og því nokkrum vandkvæðum bundið að skipta BAUGUR G R O U P henni út. Það mun þó vera ætlunin. Reyndar neita Baugs- menn því staðfastlega, en sam- kvæmt orðinu á götunni mun Debenhams víkja alfarið fyrir Magasin Du Nord-verslunarkeðj- unni, sem einnig er í eigu Baugs. Ávallt kemur búð í búðar stað ... JÓN SIGURÐSSON, formaður Framsóknarflokksins, sagði á flokksþinginu í gær að fólki bæri að varast ódýrar eftirlík- ingar en menn frá hægri og vinstri væru að laumast inn á miðjuna og blekkja fólk til fylgis við sig. Spurningin er hvort framsóknar- menn ættu ekki að leika þennan leik eftir, en þeir mælast ein- ungis sem næst- minnsti flokkur- innsamkvæmt Capacent- könn- unum OG meira af könnunum. Þann 19.-24. febrúar var spurt hvort almenningur myndi kjósa umhverfisverndarframboð leitt af Margréti Sverris, Ómari Ragnars og Jóni Baldvin. Ekk- ert hefur frést af niðurstöðum könnunarinnar og vekur það upp ýmsar spurningar. Sú er brennur heitast á . vörumhlýtur að vera sú hvort niður- stöðurnar hafi verið frambjóð- endunum í óhag Helena í hálfa öld! Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Helena Eyjólfsdóttir er ein ástsæl- asta söngkona okkar Islendinga. Hún byrjaði aðeins fimmtán ára gömul og hefur síðan verið að í 50 ár. Hún heldur upp á söngafmælið með tónleikum í Salnum næstu tvo sunnudaga klukkan átta. En hvernig kom þetta allt til? „Þetta byrj- aði með tónleikum í því sem hét Austurbæj- arbíó þá. Ég varfimmtán ára gömul og var beðin að koma þarna fram. Af hverju veit ég ekki enn þann dag í dag. Rokkið var að byrja og þarna kom hljómsveit frá Bret- landi, Tony Crombie a n d the Rockets. Þetta var mjög gaman og ég söng bæði á ensku og íslensku.“ Helena tók landspróf og stefndi á menntaskólanám. Úr því varð þó ekki. „Nei, það kom annað upp á. Mér var boðið að syngja með hljómsveit Gunnars Ormslevs í Fram- sóknarhúsinu, síðar Glaumbæ. Ég gat ekki annað en stokkið á það. M é r fannst K s v o gaman 1 ð í syngja. S u m - arið eftir, 1 9 5 8, b a u ð s t mér síðan að fara norður til Akureyrarað syngja með Atlantic-kvartettnum sem Finnur og Ingimar Eydal spil- uðu með. Þar söng ég með Óðni Valdimarssyni og á þessum tíma gerði ég flestar mínar sólóplötur. Þetta var yndislegur tími og sumar allra sumra. I minningunni var „Annars er ég ekki viss um að ég hefði enst i þessum bransa efég hefði ekki verið gift tónlistarmanni, en við vorum alltafíþessu saman alltaf sól og gott veður og yndis- legt að vera fyrir norðan, þar sem ég hafði verið einnig sem barn. Þá kynntist ég manninum mínum, Finni Eydal, og vorum við gift í 35 ár og áttum þrjú börn. Annars er ég ekki viss um að ég hefði enst í þessum bransa ef ég hefði ekki verið gift tónlistarmanni, en við vorum alltaf í þessu saman.“ Holóttir íslenskir vegir lögðu stein í götu margra ferðalanga á þessum tíma. Helena segir það ekki hafa staðið í vegi fyrir hljómsveitinni. „Nei, ég man að eitt sinn spil- uðum við í Bolung arvík á Helena Eyjólfs Byrjaði fimmtán ára i bransanum. Vestfjörðum. Eftir ball þá helltum við í okkur kaffi og pökkuðum öllu dótinu inn í sendibíl. Við brunuðum af stað um miðja nótt og keyrðum áleiðis alla nóttina og allan næsta dag að næsta stoppi, sem var Röst á Hellissandi! Þannig var nú vegakerfið á þeim tíma. En fyrir vikið fékk maður tækifæri til að kynnast landi og þjóð og ég sé ekki eftir því.“ En Helena hefur einnig sungið utan landsteinana. Og það fyrir fólk með blátt blóð í æðum... „Já, við flugum þrisvar sinnum til Spánar og spiluðum á klúbbi á Mall- orca. Eitt kvöldið var klúbbnum lokað fyrir almenna gesti, því Spán- arkonungur og Soffía kona hans, ásamt Önnu Danaprinsessu og Konstantín Grikkjakonungi, vildu fá næði. Þar spiluðum við fyrir þetta fína kóngafólk, sem þó var auðvitað ekkert frábrugðið öðru fólki. Og til þess að gleðja nú Önnu prinsessu, ákváðum við að finna e i 11 - hvert danskt lag handa henni. En það eina á prógramminu var Der var en skikk- elig bondemand, semvið spiluðum ádönsku! Húnvar býsna ánægð með það, held ég.“ Helena hefur sungið margar íslenskar dægur- perlur. Þar á meðal Hvíta máva. En er hún ekkert leið á því? Hvert laganna stendur upp úr? „Ég er nú þekktust fyrir Hvíta máva sjálfsagt. Og nei, ég þreyt- ist nú aldrei á því í rauninni, mér þykir ávallt vænt um það því það er svo fallegt lag. Annars held ég að Bel Amí sé í uppáhaldi. Það er ofsal- ega vel heppnað lag.“ En hvað með tónlistina í dag? Hlustar Helena á popplög nútímans? „Já, já. Ekki mikið kannski en eitt- hvað. Ég er ánægð með hvað unga fólkið er ófeimið, þótt svo oft virðist sumt meira gert fyrir augað en tón- listina, í sjónvarpinu að minnsta kosti. Annars vel ég tónlistina eftir söngvurunum aðallega og held mig mest í dægurklassíkinni. Reyndar er ég alltaf mjög hrifinn af djassi og hlusta svolítið á hann einnig,“ sagði Helena að lokum. þriðjudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 Su doku 5 3 8 6 2 7 6 3 7 1 7 2 8 9 9 5 8 7 2 4 2 1 5 1 7 6 7 9 1 5 8 9 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 5-27 © LaughingStock Intomatlonal lnc./dlst. by Unitsd Modla, 2004 HERNIAr eftir Jim Unger Ég er í framboði sem fulltrúi litla fólksins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.