blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 6
Kosning utan kjörfundar * Utankjörfundarskrifstofa Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 er opin frá kl. 9-17 alla virka daga. * Kosning fer fram hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum og ræðismönnum erlendis. ■ í Reykjavik er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga kl. 9:00-15:30. Frá og með 16. apríl í Laugardagshöll kl. 10:00-22:00. * Nánari upplýsingar í síma 540 4300 eða á netfanginu einar@framsokn.is. Framsóknarfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsmenn erlendis o.s.frv. framsokn.is 2007 m Framsókn 6 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaöiö konu í andlitið með bjórglasi INNLENT Maður var dæmdur í sex mánað skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir að hafa slegið konu í andlitið með bjórglasi á vetingastað í miðbænum. Missti konan fimm tennur við höggið. Ástæða árásarinnar mun hafa verið sú að konunni varð á að flissa er árásarmaðurinn missti yfir sig bjór. HUSGAGNAUERSLUN Reykjauíkuruegi 66 Hafnarfirðí simí 565 4100 § nordcn Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2007 Norðurlandaráð veitir í ár náttúru- og umhverfisverðlaun í þrettánda sinn. Þau nema 350.000 dönskum krónum og eru veitt fyrirtæki, stofnun, samtökum eða einstaklingi sem sýnt hefur sérstakt frumkvæði á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Verðlaunin í ár skulu veitt norrænu sveitarfélagi, fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sýnt hefur gott fordæmi með því að stuðla að sjálfbærri þróun í borgar- eða bæjarsam- félagi. Sérstakt frumkvæði á sviði sjálfbærrar þróunar getur til að mynda tengst grænum svæðum, samgöngukerfi, orkuveitu, bættri sorphirðu eða hvatningu til sjálfbærrar breytni almennings. Þeir sem tilnefndir eru skulu hafa stuðlað að sjálfbærri þróun heils borgar- eða bæjarsamfélags, eða afmarkaðra hluta þess. Öllum er heimilt að tilnefna verðlaunahafa. Rökstyðja ber tilnefninguna og lýsa því í hverju starfið eða framlagið felst og hver hafi staðið eða stendur fyrir því. Starfið verður að hafa faglegt gildi og þýðingu í víðara samhengi í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda. Tilnefningin skal rúmast á mest tveimur blaðsíðum í A4-stærð. Verðlaunahafi er valinn af dómnefnd sem skipuð er fulltrúum Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tilnefningin skal send á sérstöku eyðublaði sem þarf að berast Danmerkurdeild Norðurlandaráðs í síðasta lagi föstudaginn 27. apríl kl. 12.00. Eyðublaðið má nálgastá heimasíðu ráðsins, www.norden.org, eða hjá skrifstofu dönsku landsdeildarinnar: Nordisk Rád Den Danske Delegation Christiansborg DK-1240 Kobenhavn K Slmi +45 3337 5958 Fax +45 3337 5964 Netfang: nrpost@ft.dk Tjónið skoðað ibúar raðhússins Jón Birgir Gunnlaugsson, Ármann Gylfason og Jón Óskarsson lita á skemmdirnar. MyiHJir/RognhijdurAlalsieÍmM ih Veðurhvellur á Akureyri: Tjöruþaksdúkur fauk af raðhúsi ■ Vatn lak niður í fjórar íbúðir ■ Verktaki lofaði 40 ára líftíma Von var á mönnum frá tryggingafé- lögunum í gær til að meta skemmdir og kranabíl til að fjarlægja dúk- inn, sem er nokkur tonn að þyngd. Einnig var von á aðilum til að setja þak á húsið til bráðabirgða. Lofaði 40 ára endingu Tjöruþaksdúkurinn var að sögn Ármanns settur á fyrir um 3 árum. „Verktakinn mælti með þessari teg- und þakefnis sem hann sagði mun betra en venjulegar þakplötur og lofaði okkur 40 ára endingu" Hann sagði íbúa raðhússins ekki hafa hug- leitt hvort þeir ætla að leita réttar síns vegna þessa en bjóst við að verk- takinn yrði látinn svara fyrir orð sín. Fjöldi slysa í umferðinni í fyrra með mesta móti: Tíu banaslys rakin til ölvunar Rekja má 16 dauðsföll í umferð- inni í fyrra til ölvunar- og hraðakst- urs. Árið 2006 var það fjórða versta frá því skráningar hófust 1966 en 31 lét lífið í umferðinni í fyrra. Al- varleg slys voru 128 miðað við 107 árið 2005. Þetta kemur fram í árs- skýrslu Umferðarstofu sem kynnt var í gær. Af þeim sem létust voru 20 karl- menn og 11 konur og er það svipað hlutfall og verið hefur undanfarin ár. Ölvaðir karlmenn valda mun fleiri alvarlegum slysum heldur en konur. Átta dauðsföll má rekja beint til ölvunaraksturs auk þess sem tvö slys til viðbótar má rekja til ölvunar vegfarenda. Karlmenn láta sömu- leiðis oftar lifið í slysum sem rekja má til hraðaksturs. Flest alvarleg slys urðu yfir sum- artímann, þar af tíu banaslys í júlí og ágúst. Langflest umferðaróhöpp verða hins vegar yfir vetrartímann og má ætla út frá því að hraðinn í umferðinni sé meiri yfir sumartím- ann en á veturna. Einnig kemur fram í skýrslunni að langflest um- ferðarslys verða seinni part dags frá klukkan þrjú síðdegis til sjö. Hlutfallslega verða fleiri bana- slys á Islandi en á Norðurlöndum. Að meðaltali létust 8,4 í umferðar- slysum á hverja 100 þúsund íbúa á móti 7,8 i Danmörku, 6,5 í Noregi og 5,8 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að auka umferðar- öryggi til ársins 2016 og þá meðal annars að fækka tölu látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni að jafnaði um 5% til ársins 2016. SÚLUR Á VAKTINNI Björgunarsveitin Súlur var á vaktinni á Ak- ureyri í fyrrinótt og fékk m.a. það verkefni að festa tjöruþaksdúkinn á hinum hluta raðhússins að Heiðarlundi 1, til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Vegna roksins voru þeir sendir upp á þakið með körfubíl i lokaðri körfu. Aðrar aðgerðir björgun- arsveitarinnar voru minniháttar að sögn lögreglunnar á Akureyri. Eftir Ragnhildi Aðalsteinsdóttur ragnhildur@smit.is Tjöruþaksdúkur fauk í heilu lagi af fjórum samliggjandi raðhús- íbúðum við Heiðarlund á Akureyri í fyrrakvöld en vindhviður fóru þá allt upp í 26 m/s. Að sögn Ármanns Gylfasonar íbúa byrjaði hávaðinn og djöfulgangurinn um hálfellefu um kvöldið en rúmlega hálftíma síðar faukþakdúkurinn. Ibúi endaraðhússins var á leið- inni að huga að þakinu og búinn að stíga eitt skref upp í stiga þegar þakið fór og því mikil mildi að hann skyldi ekki meiðast. Verktakinn lof- aði okkur 40 ára endingu Ármann Gylfason íbúi Heiðarlundi 1. Sváfu i stofunni Þeim yngstu þótti spennandi að sofa í flatsæng í stofunni. Ragnar Máni, Úlfar Logi, Andrea Sól og Árdis Eva. Dúkurinn fauk yfir þrjá bíla en endaði á bíl Ármanns og í garði nágrannanna. „Það byrjaði strax að leka vatn inn í íbúðina og heimilisfólkið fór í að bjarga verðmætum. Þá kom í ljós mismunandi verðmætamat heimil- isfólksins þar sem stelpurnar náðu fyrst í dúkkurnar, unglingurinn í rafmagnsgítarinn og tölvuna en við foreldrarnir sóttum fjölskyldumynd- irnar,“ segir Ármann og brosir. Miklar skemmdir af völdum vatns Jafnframt því sem bíll Ármanns og fjölskyldu skemmdist virðist sem íbúð þeirra hafi orðið hvað verst úti í lekanum. „Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikið tjónið er í pen- ingum. Enn þá lekur uppi og ljóst að gólfefni, veggir og þakefni er allt ónýtt“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.