blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaftið UTAN UR HEIMI AFGANISTAN Sjötíu uppreisnarmenn drepnir Um sjötíu uppreisnarmenn talibana og stuðnings- manna þeirra létust í tveimur árásum erlendra og afganskra hersveita gegn bækistöðvum uppreisn- armannanna í hinu róstursama Helmandhéraði í suðurhluta landsins í gær og fyrradag. MADAGASKAR Tugir farast í fellibyl Sjötíu manns fórust og heimili tugþúsunda eyðilögðust þegar felliþylurinn Indlala gekkyfir Madagaskar. Heilu þorpin eyði- lögðust í þeim flóðum og aurskriðum sem fylgdu fellibylnum, sem er sá fimmti á þessu ári. Rauði krossinn hefur óskað eftir fjárframlögum til bjargar fórnarlömbum fellibylsins. Aðstoðarforsætisráðherra særðist Salam Zaubai, annar tveggja aðstoðarforsætisráð- herra Iraks, gekkst undir aðgerð i gær eftir að hafa særst í árás sjálfsvígssprengiumanns fyrir utan mosku í Bagdad, höfuðborg Iraks. Níu manns létu lífið í árásinni, þar á meðal tveir lífverðir Zauþai. Bandaríkin: Gates fær loks gráðuna Bill Gates, stofnandi og stjórn- arformaður Microsoft, mun loksins taka við háskólagráðu frá Harvard-háskóla í sumar. Gates mun flytja ræðu á útskrift skólans í júnímánuði og tekur þá við sérstakri heiðursgráðu frá skólanum, 32 árum eftir að hann hætti námi til þess að stofna fyrirtækið Microsoft ásamt Paul Allen, æskuvini sínum. Gates hóf nám í Harvard árið 1973, en hætti tveimur árum síðar. Hann er ríkasti maður heims og eru eignir hans metnar á and- virði um 3.800 milljarða króna. Fangelsismálastofnun sækir um að Efri-Brú: Sér fram á biðlista ■ Engir biðlistar í dag ■ Fjölgun fangarýma í burðarliðnum Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net „Við sjáum fram á að þurfa að fækka plássum á næstu árum vegna fram- kvæmda. Þá er ljóst að við munum lenda í vanda og fyrirsjáanlegt að biðlistar muni myndast tímabundið," segir Valtýr Sigurðsson, fangelsis- málastjóri. Hann segir að fangapláss hafi verið fullnýtt undanfarin ár og slíkt sé erfitt til lengdar. Eins og staðan er í dag séu engir biðlistar. Þá er vilji til þess innan félagsmála- ráðuneytisins að Götusmiðjan fái til afnota húsnæðið að Efri-Brú. Ráðuneytið hefur sent tillögu þess efnis til fjármálaráðu- neytis en ekki hefur verið gengið frá samningum. Fangelsismálastofnun hefur lýst yfir áhuga á að fá húsnæðið að Efri-Brú í Gríms- nesi, sem áður hýsti starfsemi Byrgisins. Á dögunum þurfti að vísa manni s e m hugðist hefja afplánun dóms frá hegn- ingarhúsinu i Reykjavík þar sem ekki reyndist pláss fyrir hann. Aðspurður hvernig komið verði til móts við fækkun fangaplássa á næstunni segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, að unnið sé eftir áætlun sem auki fangarými. Eru breyt- ingar fyrirhugaðar á Kvíabryggju, Ak- ureyri og Litla-Hrauni auk þess sem reisa á nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Nú þegar eru hafnar fram- kvæmdir við Kvíabryggju þar sem plássum verður fjölgað úr 14 í 22. Þá hefur verið óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við fangelsið á Akur- eyri og á því verki að vera lokið ekki síðar en í júní á næsta ári. Valtýr segir vissulega hjálpa til að fá átta pláss á Kvíabryggju í haust. Ekki megi þó mikið út af bregða og því sé hug- Skortur á fangaplássum 77/ stendur að stækka fangelsið á Litla-Hrauni. Wð munum reyna að gera allttil að komast hjá þvi að það myndist biðlistar Valtýr Sigurðsson, fangelsismálastjóri. myndin um að sækja um bráðabirgða- húsnæði til komin. „Við munum reyna að gera allt til að komast hjá því að það myndist biðlistar.” Áfplánunarföngum hefur fjölgað lítillega undanfarin ár. í fyrra var meðaltalsfjöldi fanga á dag 122 talsins samanborið við 118 árið 2005. Fæstir voru þeir árið 2000, alls 84 talsins og flestir árið 1996, alls 132. Skýringin á auknu plássleysi er því ekki eingöngu fjölgun fanga heldur hafa dómar verið að lengjast undanfarin ár sem þýðir minni hreyfingu á fangaplássum. mííufiT I li H i 111 í 2 «>« EÐALBILAR Lán til allt að 84 mánaða Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Mercedes-Benz með allt að 90% láni á afar hagstæðum kjörum. í boði eru jafnlöng lán og á nýjum btlum, sem lækkar greiðslubyrðina til muna. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174. Volkswagen Auði R Opið kl. 10-18 á Laugavegi 174 m www.bilathing.is bilathing@hekla.is HEKLA Sími 590 5000 BILAÞING HEKLU Núuner citt í notuúiun Inliun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.