blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 51

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 51
blaðið LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 51 helgin helgin@bladid.net Eldfjallagarður á Reykjanesi Hugmyndir um að gera Reykja- nesskagann að eldfjallagarði og fólk- vangi hafa verið nokkuð í umræð- unni að undanförnu og í dag verður efnt til opinnar ráðstefnu um þessa framtíðarsýn. Ráðstefnan er haldin í framhaldi af ráðstefnum og fund- um sem Landvernd hefur haldið um framtíðarsýn samtakanna á skagann og hvað hann hafi upp á að bjóða í tengslum við náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna. Framsögumenn verða Sigmundur Einarsson jarðfræðingur sem fjallar um jarðfræði Reykjanesskaga, Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur fjall- ar um eldfjallagarð út frá atvinnu, fræðslu og útivist, Bergur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Landvernd- ar, gerir álver og orkuvinnslu að umtalsefni, Jónatan Garðarsson þáttagerðarmaður ræðir um Reykja- nesfólkvang og að síðustu mun sr. Gunnar Kristjánsson prófastur flytja erindi sem heitir „Utsprung- inn fífill - Endalok stóriðju." Ráðstefnan fer fram í Hraunseli að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði í dag kl. 14-16:30 og eru allir vel- komnir. Vorhátíð KFUM og K Árleg vorhátíð KFUM og K verður haldin í höfuðstöðvum Félaganna að Holtavegi 28 í dag kl. 13-17. Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og með henni hefst formlega skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK fyrir næsta sumar. Boðið verður upp á spennandi dagskrá á sviðinu frá kl. 13-16 þar sem trúðarnir Barbara og Úlfar (Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Ingólfsson) skemmta ásamt Jóni Víðis töframanni og ríflega 200 þátttakendum úr starfi félaganna sem fram koma á hátíðinni. Starfsfólk sumarbúðanna verður einnig á staðnum og veita for- eldrum og börnum allar nánari upplýsingar um dvalarflokka og dagskrá sumarsins. r;:') maszaa Veldu rétt Gerðu samanburð á japönsk- um gæðum. Berðu saman gæði og þjónustu Mazda og Toyota. Prófaðu eitthvað nýtt. Mazda keppir við hvern sem er - helst Toyota. Prófaðu aðra eiginleika. Prófaðu önnur þægindi. Núna Mazda3. Skoðaðu góðgætin á lista staðalbúnaðar Mazda3. Mazda3 Touring 5 dyra 1,6i 5 gíra Verð 1.980.000 kr.* Auka hemlaljós að aftan Upphitaðir og rafstýrðir útispeglar Loftkæling Speglar í sólskyggnum Upphituð framsæti Niðurfellanleg aftursætisbök 60/40 Benslnlok opnanlegt innan frá Útvarp með geislaspilara og 4 hátölurum Útihitamælir Ljós I farangursrými Frjókornasía Leðurklæddur gírhnúður Miðstöðvarblástur afturl Gúmmlmottur að framan og aftan Metallitur MAZDA3 TOURING PLUS Búnaður umfram Touring Aksturstölva 16" álfelgur Dekk 205/55R16 Þokuljós að framan Sjálfvirk loftkæling (air-con) MAZDA3 SPORT Búnaður umfram Touring Plus 6 glra 17" Álfelgur Xenon framljós Dlóðuafturljós Útvarp með geislaspilara og 6 hátölurum Samlitt grill Sport sflsalistar Sport þokuljós í stuðara Sport stuðarar að framan og aftan Sport sæti og áklæði Vindskeið Regnnemi fyrir rúðuþurrkur Krómstútur á pústkerfi TCS spólvörn Hraðastillir Vertu sportlegur Veldu annan stíl Núna Mazda3 3 3 gQfeg y* -12? Hagsýnn Islendingur velur praktískan og fallegan bíl Núna Mazda3 Frábær í endursölu frekanZpi^ýf!^ fnekan , is ^AA/u.mazdabrirntxxy- MAZDA3 TOURING Staðalbúnaður ABS diskahemlar á öllum hjólum EBD hemlajöfnun með EBA hemlahjálp DSC stöðugleikastýring Þriggja punkta öryggisbelti I öllum sætum Stillanlegir höfuðpúðar á öllum sætum Loftpúðar fyrir ökumann og farþega I framsæti ásamt hliðarloftpúðum I sætum Loftpúðagardínur að framan og aftan Dagljósabúnaður Hreinsibúnaður á framljósum Fjarstýrð samlæsing ISOFIX festingar fyrir barnabllstól I aftursæti Leðurklætt velti- og aðdráttarstýri með útvarpsstillingum . Hæðarstillanlegt bílstjórasæti. / Rafdrifnar rúðuvindur að framan og aftan 15"stálfelgur með heilum koppum Samlitir speglar.hurðarhúnar og hliðarlistar Armpúði milli framsæta með/hólfi Glasahaldarar milli framsaejta og Öruggur stadur til ad vera á brimborg Brimborg Reykjavík: Bíldshöföa 8, slmi 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 www.mazdabrimborg.is Afmælistónleikar í Salnum Sunnudaginn 25. mars klukkan 14 verða haldnir 5 ára afmælistónleikar Kvennakórs Kópavogs í Salnum. Kór- inn var stofnaður í janúar 2002 af Natalíu Chow Hewlett. Á þeim fimm árum sem kórinn hefur starfað hafa að jafnaði um 35-45 kórkonur verið meðlimir, en undirleikarinn hefur frá upphafi verið sá sami, Julian Hew- lett. Að sögn aðstandenda afmælis- tónleikanna verða þeir veglegri en nokkru sinni fyrr, en kórinn heldur til Búdapest í næsta mánuði þar sem hann hyggst taka þátt í kórakeppn- inni Musica Mundi. Afmælistónleikar kvennakórs Kvennakór Kópavogs heldur afmælistónleika ÍSalnum á morgun. Fræðslufundur um samkynhneigð Samtök foreldra og aðstand- enda samkynhneigðra halda samstöðu- og fræðslufund fyrir homma, lesbíur, foreldra, ættingja og vini í húsnæði Samtakanna ’78 að Laugavegi 3 (4. hæð) í dag kl. 15-17. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem tengist samkynhneigð, hlutskipti samkyn- hneigðra og aðstandenda þeirra. Meðal annars verður stuttmyndin Góðir gestir eftir Isold Uggadóttur sýnd sem og hluti kvikmyndarinnar Hrein og bein eftir Hrafnhildi Gunn- arsdóttur og Þorvald Kristinsson. Fjallað verður um samkynhneigð Hinsegin dager og grunnskólann, barneignir sam- kynhneigðra og jafningjafræðslu í grunn- og framhaldsskólum og margt fleira. Allir áhugasamir eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.