blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaöiö BURFELL Sparskinka Keykt ;kinka Beikon ninaaDiuqu iparskmka íutakjöt Brauðskinka Taðreykt hangiálegg Sparskinkí Y BURFELL Búrfell í nýjum búningi, álegg í nýjum og endur- lokanlegum umbúðum. Búrfell er heiti á fjalli ... raunar mörgum fjöllum á íslandi sem öll eru svipuð að lögun. Sumirtelja að heitið Búrfell sé skírskotun til kistuformsins, nánar tiltekið búrkistu eða matarkistu. Það er fín tilgáta. Vörurnar frá Búrfelli eru Ijúffengar gæðakjötvörur en á sérlega góðu verði. Búrfellsáleggið er í endurlokanlegum umbúðum, enda er gott að geta lokað matarkistunni sinni. Búrfell, góður matur á borð Þrælar „Flestir sem eiga veiðiheimildir í dag eru bara þrælarþessa afþorgunarkerfis og virðast gera litið annað en að greiða afþeim peningum sem var komið undan þegar veð- setning veiðiheimildanna varleyfð." Auðlindalygavefurinn Undanfarið hefur duniðyfir okkur enn ein fullyrðingalygabylgjan um fiskveiðikvótann og stjórnarskrána. Það er látið í veðri vaka að umræðan snúist um náttúruauðlindir þjóð- arinnar og hvernig tryggja megi í stjórnarskrá að þjóðin eigi það sem . hún á af náttúruauðlindum og hefur alltaf átt og mun alltaf eiga, sama hvað nokkrir óheiðarlegir stjórn- málamenn plotta í reykfylltum bak- herbergjum. Að festa í stjórnarskrá að óheiðarlegir stjórnmálamenn í framtíðinni eigi erfiðar með en hinir óheiðarlegu stjórnmálamenn fortíðarinnar að gefa einhverjum hagsmunahópi í samfélaginu til- teknar náttúruauðlindir þjóðar- innar er fádæma farsi og sjónarspil. Það er þó í takt við þá framkomu sem fólkið í landinu þarf sí og æ að þola af hálfu stjórnmálamanna sjónarspilsins. Helstu forsvarsmenn stjórnarflokkanna hafa undanfarið rifið sig niður í rass í ræðustóli Al- þingis til að sannfæra menn um að þeim væri alvara akkúrat núna að þjóðin ætti auðlindirnar. Náttúruauðlindin horfin En hvaða auðlindir eru það sem þeir vilja akkúrat núna tryggja að þjóðin eigi? Þannig var ástandið til dæmis með fiskinn í sjónum þar til fyrir stuttu að hann var eign þjóðar- innar og enginn vefengdi það fyrr en nokkrir slyngir, útsmognir og óheið- arlegir stjórnmálamenn fundu það út að það þurfti lítið annað en penna- strik á Alþingi til að færa allan fisk- inn í sjónum umhverfis landið um Flestir sem eiga veiðiheimildir í dag eru bara þrælar þessa afborgunar- kerfis og virðast gera lítið annað en að greiða af þeim peningum sem var komið undan þegar veðsetning veiði- heimildanna var leyfð. í eitthvað hlýtur útgerðargróðinn að hverfa í dag þar sem útgerðin virðast ekki græða mikið. Við viljum öll spilin upp á borðið og það strax. Umrœðan kveðnu eigi alltaf að hafa átt fisk- veiðiauðlindina. En brjálæðislega klárir en óheiðarlegir stjórnmála- menn hafa haft blekkingarkraft til að dáleiða og vaða á skítugum skónum yfir alla þannig að enginn veit lengur hver á hvað. MF: 011 spil upp á borðið Er ekki mál til komið að segja frá því á mannamáli hvað varð um peningana sem teknir voru út úr bankakerfinu í nafni fiskveiðiauð- lindarinnar? Hvað varð um þessa peninga? Hvar er þessi svikamylla stödd í dag? Er verið að hengja það um hálsinn á þjóðinni með núver- andi breytingum á stjórnarskránni að þjóðin ábyrgist að greiða bönk- unum þetta til baka til að unnt sé að halda áfram fiskveiðum við landið? ókominn tíma í vasa nokkurra að- .................................^i?ur??y ?í?Vr^S.S.0.n. Eru þetta fyrirmæli sem bankarnir ila. Þetta fór þannig fram að gefnar voru út veðheimildir til að veðsetja fiskinn í sjónum og þessir örfáu einstaklingar eða fyrirtæki sem þá „áttu“ veiðiheimildirnar tóku einfald- lega risalán í bönkunum gegn veði í óveiddum fiski sem kallast því ágæta nafni „kvóti“ eða „veiðiheim- ildir“. Fjármunir sem mynduðust við þetta voru að því virðist fluttir að stórum hluta úr landi. Þessi upp- hæð nam líklega tugum ef ekki hundruðum milljarða. Þar með var þessi náttúruauðlind horfin á braut frá þjóðinni í vösum nokkurra góðkunningja hinna óheiðarlegu stjórnmálamanna. Síðan seldu hinir „heppnu“ það sem kallað er kvóti eða veiðiheimildir en nú var veiðiheim- ildin ekki lengur „ókeypis“ eins og þegar þeir fengu hana heldur fylgdi afborgunarbyrði veiðiheimildinni af þessum risafúlgum sem dregnar voru út úr bankakerfinu þegar veð- setning veiðiheimildanna fór fram. Óheiðarlegir stjórnmálamenn Umræðan undanfarna daga um að setja í stjórnarskrá að þjóðin eigi auðlindirnar og þar með fiskveiði- heimildirnar virðist því vera lítið annað en að tryggja í stjórnarskrá að þjóðin en ekki útgerðin skuldi bönkunum þennan pening, þessa tugi eða hundruð milljarða sem voru dregnir út úr bönkunum með heimild í lögum frá Alþingi þar sem óheiðarlegir stjórnmálamenn opnuðu fyrir það að þessi auðlind færi eins og hún lagði sig úr landi í peningum á nafni örfárra einstak- linga. Það eina sem eftir er að setja í stjórnarskrá er sem sagt að þjóðin skuldi bönkunum þennan pening. Um það er rifist í dag, hvernig eigi að orða það að þjóðin skuldi örugg- lega þennan pening og „trikkið" er að ef til vandræða kemur þá á þjóðin að greiða auðlindina í annað sinn úr sínum vasa í peningum þó hún í orði hafa gefið núverandi viðskiptaráð- herra sem lætur í veðri vaka að hann vilji bara standa við stjórnarsáttmál- ann við samstarfsflokkinn? Það að afborgun af þessari milljarða pen- ingaúttekt sé orðin svo há að útgerð- irnar í landinu hafi ekki bolmagn til að greiða af þessu bendir til að sá tími nálgist óðum að núverandi útgerðir sem keyptu fiskveðiheim- ildirnar af þeim sem fengu þær frítt og veðsettu þessar veiðiheimildir og fóru burt með peningana, geti ekki lengur greitt af þessum þjófapen- ingi. Að núverandi eigendur standi ekki lengur undir afborgunum af þessari spillingaraðgerð stjórnmála- og útgerðarmanna fyrri tíma þegar þeir veðsettu veiðiheimildirnar og fóru með peningana úr landi eða földu þá undir koddanum. Við viljum öll spilin upp á borðið og það strax. Höfundur er verkfræðingur. A1 er hið besta mál, án stækkunar í Straumsvík 1 vikunni skrifaði undirrituð grein um „mikilvægi” Alcan í samfélag- inu. Undirrituð hefur ekkert á móti álverinu í Straumsvík né vinnslu á áli. 1 raun er ál mjög hentugt efni út frá mörgum sjónarmiðum. Á1 er afar léttur málmur og því lágmarks- kostnaður við allan flutning þess og notkun. Á1 ryðgar ekki og því hent- ugt í rakaþolnum tilgangi, enda notað víða s.s. í umbúðir, byggingar- og iðnaðarvörur, bíla, flugvélar og í geimfarartæki! Á1 hefur þann um- hverfisvæna kost að vera algjörlega endurvinnanlegt. 800 milljónir tonna Frá árinu 1888 hafa verið fram- leiddar um 8oo milljónir tonna af áli og talið er að 75 prósent þess séu enn í notkun. Áætlað er að álnotkun í heiminum muni aukast um 3-5 pró- sent á ári að meðaltali á komandi árum og muni tvöfaldast fyrir árið 2025. Til að endurvinna ál þarf ein- ungis 5 prósent af þeirri orku sem frumvinnsla þess krefst. Það þýðir að í stað þess að frumframleiða ál, gætu Islendingar tekist á við endur- vinnslu á áli án frekari orkuþarfar, sem svarar til 95 prósent aukningu á álafurðum. Umrœðan Frá árinu 1888 hafa verið fram- leiddar um 800 milljónir tonna afá Sigriður Lárusdóttir Dýrmæt auðlind 1 stað þess að ráðstafa enn frekar þeirri dýrmætu auðlind sem raforkan er til frumframleiðslu áls, gætum við tekið að okkur endurvinnslu á marg- földu því magni með sömu orku- notkun og nú er. Einnig væri vert að skoða möguleika Islendinga á því að fullvinna frekar ál og auka þar með verðmæti hér á landi, í stað þess að flytja það út öðrum til virðisauka. Á þennan hátt yrði ekki bara meiri virðisauki í vörunni sjálfri, heldur einnig í hönnunarvinnu, hug- viti, afleiddum störfum og svo fram- vegis þar sem meiri þekking þýðir verðmætari störf og verðmætari störf þýða meiri tekjur fyrir íslenskt þjóðarbú. Undirrituð hvetur Hafnfirðinga til þess að segja nei við nýju deili- skipulagi og þar með stækkuðu álveri þann 31. mars næstkomandi. Tökum höndum saman og mótum stefnu til framtíðar með virðisauka í huga, okkur og afkomendum okkar til handa. Heimildir: Árbók VFl/TFÍ2005 Höfundur er Kfeindafræðingur B.Sc.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.